Feykir


Feykir - 26.02.2009, Blaðsíða 7

Feykir - 26.02.2009, Blaðsíða 7
08/2009 Feykir ~7 OPNUVIÐTAL Feykis tók myndir á vegum DV og Jónasar Kristjánssonar og á Eiríkur óhemju gott safn mynda frá árunum eftir 1980. Ég tók alltaf mínar myndir af hrossum í kyrrstöðu og oftast með knapann á baki þeirra. Það var svo mikil vinna að fá knapana til að taka hnakkinn af og stilla hrossunum þannig upp að ég gafst upp á því en bauð uppá það ef menn vildu. Upp úr 1975 fóru að koma á markaðinn 35 mm myndavélar með mótordrifi en þá gastu tekið 3-5 myndir í einu með því að smella einu sinni af. Þessu tækni orsakaði algjöra byltingu í töku hreyfimynda af hrossum, því þá var hægt að velja úr þá myndina sem hrossið var með bestu fótlyftinguna og lengsta skrefið, á hvaða gangi sem var. Eftir að þessi tækni fór að ryðja sér til rúms misstu menn að mestu áhugann á stillimyndum. Þessar vélar voru mjög dýrar í upphafi og lagði ég ekki í að kaupa slíka vél en fór að draga mig í hlé upp frá þessu í ljósmyndun. Ég eignaðist að vísu videovél er ég varð fimmtugur og tók upp nokkur mót á hana og lagði þá 35 mm vélina algerlega á hilluna. Einar gaf á dögunum Sögusetri íslenska hestsins myndasafnið sitt og segir hann að sín hugsun hafi verið sú að passa upp á myndirnar sem enginn úr hans fjölskyldu þekkti sporð né hala af eftir hans dag. -Þó synir mínir hafi mikinn áhuga á hrossum, þá er það í núinu og myndirnar hefðu lent uppi á háalofti. Með því að afhenda Sögusetri íslenska hestsins safnið var tryggt að allir sem hafa áhuga að skoða og rannsaka þessi mál hefðu aðgang að safhinu og þar með mínir afkomendur, segir Einar. Á eftir Ijósmyndaranum kom bóndinn Einar hefur verið metnaðarfullur bóndi í gegnum tíðina, verið meðal fremstu manna í ræktun og kynbótum. Bæði hvað varðar ræktun á sauðfé, hrossum og loðdýrum. Einar býr það vel að nú hefur næsta kynslóð tekið við búinu og þekkingu hans, en hann seldi árið 2000 sonum sýnum búið að Syðra Skörðugili. Elvar keypti fjár- og hrossabúið en Einar loðdýrabúið. -Þarna hætti ég alveg að reka búskap en ég hef síðan þá verið að snúast í kringum búskapinn hér á Skörðugili en þó mest við að hirða loðdýrin. Einar segir að nú sé svo komið að nánast vonlaust sé að reka sauðfárbú miðað við þau verð sem í boði eru fyrir afurðirnar. Á Skörðugili er rekið bú með um 600 fjár og segir Einar að af því sé lítil sem engin afkoma og ekki möguleiki að reka búið nema hafa greiðslumark fyrir allri framleiðslunni. - En heilt yfir var verðið f haust 15% of lágt. Árið 2005 vantaði bændum 8-10 % upp á að endar næðu saman en síðan hefurþetta haldið áfram að síga á ógæfuhliðina, 2007 vantaði okkur 20 % en þá fengum við aðeins 7 % hækkun og síðastliðið haust þurfti greinin 35 % hækkun en fengum 20 %, til að hafa svipaða útkomu og árið 2005. Það sér hver heilvita maður að þetta gengur alls ekki upp. Hér á svæðinu er mjög öflugt kaupfélag og ég hef þrýst mjög mikið á forystumenn þess að hækka verðið svo lífvænlegt verði að reka sauðfjárbúskap, auðvitað minkar salan innanlands og meira fer í útflutning en K.S. hefur alveg efni á því eitt ár. Næsta ár er síðan hægt að hækka útflutnings- skylduna. Ef útflutningurinn færi í 50 % á næsta ári á eftir, þá myndi framboðið fljótlega minnka, þvi það getur enginn framleitt dilkakjöt á fslandi fyrir 280,- kr. kg.eins og útflutningurinn borgar í dag, þó Nýsjálendingar geti það vegna sinna frábæru landgæða. Lambakjötið er lúxusvara og dýrt í framleiðslu og getur á þeirri forsendu ekki keppt við svína- eða hænsnakjöt í verð- lagningu. Það er allt önnur vara og í raun eins og að ætla að bera saman verðlagningu á Skoda og Bens, segir Einar. Einar hefur áhyggjur af sauðfjárræktinni, engin nýliðun sé í greininni og í dag þurfa allir sauðfjárbændur að vinna fulla vinnu annarsstaðar svo þeir missi ekki bæði bú og jörð og hafa sauðfjárræktina sem auka- vinnu. - í dag er það lífsstíll og hobbý að vera sauðfjárbóndi. Hér á Skörðugili höfum við náð góðum árangri í sauðfjárræktinni bæði hvað varðar miklar afurðir og toppgæði. Okkur vantar ekki áhugannenrekstrargrundvöllinn vantar svo hægt sé að láta enda ná saman. Meinió sem hvarf Þrátt fyrir velgengni í starfi hefur líf Einars ekki verið dans á rósum alla tíð en fyrir 18 árum greindist Einar með krabbamein í ristli. Meinið var fjarlægt en í hefð- bundinni eftirskoðun hálfu ári síðar fundust þrír blettir í lifúr Einars sem reyndust vera krabba- mein. -Það fúndust þrír blettir í lifrinni og læknirinn vildi að ég kæmi aftur eftir 6-8 vikur í sneiðmyndatöku og athuga þá hvaða þróun þetta hefði tekið. Þegar ég kom aftur kom í ljós að einn bletturinn var horfinn, annar hér um bil horfinn og sá þriðji hafði minnkað allverulega. Lækn- irinn sagði þetta með miklum ólíkindum og í framhaldinu var það sem effir var af meininu skorið burt, útskýrir Einar. Ekki var um hreint kraftaverk að ræða heldur má segja að Einar hafi tekið málin f sínar hendur. -Þegar Kristín í Keldudal heyrði að ég væri kominn með krabbamein ráðlagði hún mér að hafa samband við Ævar Jóhannesson sem er þekktur fyrir að búa til lúpínuseyði í þeim tilgangi að styrkja ónæmiskerfi líkamans sem síðan vinnur á móti óæskilegum frumum og bakterfum í líkamanum. Ég fór að drekka seyðið samkvæmt hans fýrirmælum auk þess sem ég tók hákarlalýsi. Meinið var sem áður segir skorið burt en hálf lifúr Einars var fjarlægð enda getur lifrin endurnýjað sig og vaxið að nýju. Átta árum síðar tók meinið sig hins vegar upp að nýju og þá í nýju lifrinni ef svo má að orði komast. -Ræktun á sýnum leiddi f ljós að um sömu tegund krabbameins var að ræða og undruðust læknarnir það mjög að um sama stofn krabbameins væri að ræða. Þá sagði ég þeim frá lúpínuseyðinu og þeir töldu að eitthvað í því hlyti að orsaka það að krabbameininu væri haldið svona niðri. Vanalega er það þannig að ef þeir komast ekki fýrir krabbamein f lifur þá líður kannski ekki nema eitt ár áður en viðkomandi er dauður. Hjá mér hafa þeir sennilega ekki komist fýrir meinið en ég virðist hafa haldið þvf niðri í öll þessi ár með seyðinu. Ég var í skoðun í fýrra og þá fannst ekkert krabbamein. Ég er alveg sannfærður um það að þegar maður notar lúpínuseyði og til viðbótar við það er ég farinn að nota angelicu sem unnin er úr fræ af ætikvönn þá styrkir maður ennfremur ónæmiskerfi líkam- ans. Þetta eru ekki lyf í þess orðs merkingu en ég er ekki viss um að neinn læknist sem er kominn með mikið krabbamein en ég tel að þessi efni hafi stoppað það hjá mér, úrskýrir Einar. Tvenna sem læknað getur hvert mein Einar segist þess fúllviss að því fýrr sem byrjað sé að taka fyrrnefnd seyði þvi betra. Því til viðbótar við krabbameinið hafi þetta hjálpað upp á blöðru- hálskirtilinn. -Ég var farinn að hafa tíð þvaglát en þegar ég fór að taka angelicu snarminnkaði það. Angelicuna útbýr Einar sjálfúr en fræ af hvönninni fær hann frá vinum sínum í Bárðardal. -Hvönnin vex víða um land sem illgresi, en ég fæ hana frá Lundarbrekku f Bárðardal en bóndinn þar, Sigurgeir Sigurðsson sér að mestu um tínsluna fýrir mig. Þá eru fræin ýmist þurrkuð og geymd þannig eða sett beint í spíritus. Virku efnin leysast upp í spíranum og geymast þar mjög vel. Ég fæ mér síðan eina skeið á hverjum degi af þessum vökva og borða reyndar fræin líka en sía þau ekki frá eins og algengt er og oftast glas af lúpínuseiði. í ævisögu Ævars Jóhannessonar er hægt að lesa allt um hvernig seiðið er búið til. Þetta geta allir gert sem það vilja og nenna, segir Einar og það er greinilegt á öllu að lúpínuseyðið og angelican hafa gert Einari gott því hann er orkumikill og heilsuhraustur og tekur á móti hverjum degi með bros á vör og tilbúinn í hvert það verk sem bíður hans.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.