Feykir


Feykir - 09.07.2009, Blaðsíða 3

Feykir - 09.07.2009, Blaðsíða 3
26/2009 Feykir 3 Skagafjörður Ferjumaðurinn á Furðuströndum Styttan af ferjumanninum Jóni Ósmann frá Utanveróunesi var afhjúpuð á áningarstaðnum í Hegranesi s.l. sunnudag í blíðskaparveðri. Fjöldi fólks var við athöfnina og ekki var annað að sjá en að styttan af Jóni vekti iukku viðstaddra enda listilega vel gerð. Stefán Guðmundsson flutti stutta tölu áður en styttan var afhjúpuð en henni var fundinn staður þar sem vel sést yfir ós Vestari-Héraðsvatna og nánast á stígnum sem ferjumaðurinn gekk til og frá heimili sínu í Utanverðunesi. í lifanda lífi var Jón Ósmann þegar orðinn þjóðsagnapersóna og ferjumaður var hann lengst allra á íslandi. Við athöfnina söng Jóhann Már Jóhannsson við undirleik Rögnvalds Valbergssonar og Hjalti Pálsson sagði frá ferjumanninum. Árni Ragn- arsson kynnti listakonuna Ragnhildi Stefánsdóttur sem skóp ferjumanninn og loks tók Stefán aftur til máls þar sem hann fyrir hönd Áhugahóps um minnisvarða um ferjumanninn greindi frá því að hópurinn færði sveitarfélaginu styttuna að gjöf. Það var síðan Sveinn Guðmundsson, hugmynda- smiðurinn að gerð styttunnar og sá sem kom áhugahópnum á laggirnar, sem færði Guð- mundi Guðlaugssyni sveitar- stjóra gjafabréf. Guðmundur hélt síðan þakkarorð fyrir hönd Sveitarfélagsins. JónÓsmannvarferjumaður alla sína ævi, hóf starfið sem unglingur og sinnti því allt til dauðadags. Hann var rúmlega tveggja metra maður, þrek- vaxinn og afrenndur að afli, sem nýttist honum vel í starfi, er knýja þurfti níðþunga drag- ferjuna fullhlaðna, á hand- aflinu einu landa á milli. Skagafjörður Ofurbirki í Brimnesskógum Stjórnarmenn f Brimnes- skógum ásamt sjálfboða- liðum girtu tuttugu og einn hektara lands sem félag um endurheimt Brimnesskóga hefur til afnota vestan við Kolku f Skagafirði. Ellefu sjálfboðaliðar girtu á tveimur dögum nflega eins og hálfs kílómetra langa girðingu sem liggur um móa og mela þar sem unnið er nú að endurheimt hinna fornu Brimnesskóga skammt sunnan Kolkuóss. Við endurheimt Brimnes- skóga eru eingöngu notuð tré sem vaxið hafa í Skagafirði frá landnámi, tré upprunnin úr Fögruhlíð í Austurdal og Geirmundarhólaskógi í Hrolleifsdal. Til þessa hafa m.a. verið gróðursettur vefja- ræktaður reynir og ágrætt birki úr Geirmundarhólaskógi. Kynbætt birki verður gróðursett á næstu árum og gefst Skagfirðingum þá kostur á að eignast slíkt “ofurbirki”, en það eru tré sem talið er að verði a.m.k. 30 % hærri og öflugri en gerist í skógunum nú. Félaginu hafa borist minningargjafir um látna Skagfirðinga til starfseminnar. Þeim sem þess óska verður gefinn kostur á að láta gróðursetja minningarlundi um ættingja sína eða vini. Fyrirspurnir hafa borist félaginu um kaup á þessu merka birki og hefur stjórn félagsis málið til athugunar og er með áform um að áhugasamir geti eignast birkið í áskrift. IS2005158856 Verður til afnota á Flugumýri strax eftir Fjórðungsmót. Börkur hefur hlotió fyrir B 8,04 - H 7,81 - A 7,90 Þar af 8,5 fyrir tölt, vilja og geðslag og feguró í reió. Móóir Keila frá Sólheimum A 8,23 Faðir Gígjar frá Auðsholtshjáleigu A 8,46 Upplýsingar veitir Ingimar Jónsson á Flugumýri í síma 861-2256 Verið velkomin á Húnavöku Nánari upplýsingar á www.huni.is H-úiAavaka zooj) á ^io^duós.l ±J- - ±jjúlí Fjölskylduskemmtun - Kvöldvaka og bakkasöngur - Dansleikir Tónleikar - Söngkeppni barna og unglinga - Bókamarkaður Gunni og Felix - Skoppa - í svörtum fötum Geirmundur Valtýsson - Bjartmar Guðlaugsson Jesus Christ Superstar - Samkórinn Björk Agent Fresco - Bróðir Svartúlfs - Svörtu sauðirnir Hafíssetrið - Textílsetrið - Heimilisiðnaðarsafnið - Héraðsbókasafnið I Stóðhesturinn Sóion 1 frá Hóli v/Dalvík | er til afnota í Kýrholti 1 Upplýsingar gefur Steinþór í síma 862-6564 l Er eitthvað að frétta?

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.