Feykir


Feykir - 09.07.2009, Blaðsíða 5

Feykir - 09.07.2009, Blaðsíða 5
26/2009 FeykJr 5 Unglistahátíðin Eldur í Húnaþingi fer fram dagana 22. - 26. júlí Mögnuð unglistahátíð Daniel Geir Sigurðsson á Hvammstanga er einn af stj órnarmeðlimum unglistarhátíðarinnar Eldur í Húnaþingi. Daníel Geir hefur ekki verið áður í forsvari fyrir hátíðina en segist aðspurður hafa fengið tækifæri til þess að spreyta sig í þessu hlutverki og starfið sé bæði gefandi og skemmtilegt. Feykir fræddist örhtið meira um Unghsta- hátíðina Eld í Húnaþingi Hvers konar hátíð er Eldur í Húnaþingi,? -Þettabyrjaðiallt með hugmynd ungra eldhuga fyrir 7 árum en þau vildu gera eitthvað sérstakt fyrir svæðið og halda veglega hstahátíð fyrir heimamenn og aðkomufólk. Síðan þá hefur þetta verið ómissandi menningarþáttur fyrir okkur öll sem búum hér. Hér fá heimamenn tækifæri til að halda listasýningar hvort sem það tengist myndlist, ljósmyndun eða jafnvel fatahönnun. Einnig koma þeir fram á tónlistarviðburðum og í ahskonar gjörningum. Hvernig er hátíðin byggð upp?-Húnhefstáopnunarhátíð sem fer fram á miðvikudegi og hátíðin stendur síðan fram á sunnudag. Það er alltaf mynduð stjórn sem vinnur að skipulagningu, styrkjasöfnun og útdeilingu verkefna. Hátíðin byggist mikið upp á hugmyndum þessara aðila og þetta fer aht fram í sjálfboðavinnu. Það er einnig hlutverk stjórnarinnar að leita uppi frumleg atriði og áhuga- verða list tO þess að fyOa dagskránna, en sfðan eru ákveðnir atburðir sem hafa aOtaf verið fastir liðir, t.d. hefur tónhstarflutningurí Borgarvirki verið öO árin síðan hátíðin hófst. Það eru ekki bara heima- menn sem troða upp heldur eru listamenn og hljómsveitir fengnar hingað í sýsluna tO að gera hátíðina enn meira grand. Við höfúm t.d. fengið Röggu Gísla, KK og Steina úr Hj álmum til að spila í Borgarvirki. Hvenær fer hún fram þetta sumarið? -Hátíðin fer aOtaf fram helgina fýrir Verslunar- mannahelgi, í ár er hún frá 22,- 26. júlí. Eru íbúar sveitarfélagsins vel með á nótunum? -Ibúar hafa tekið mikinn þátt í atriðum og hjálpað við undirbúning hátíðarinnar í gegnum árin enda væri þetta ómögulegt án samstarfs þeirra. Er undirbúningurinn búinn að vera langur og strangur? -Já, undirbúningur er búinn að taka svohtið á. Það er ansi mikið sem þarf að hafa umsjón yfir, síminn og internetið verða nýju bestu vinir manns. Upp á hvaða dagksrárliði verður boðið á hátíðinni? - Við fáum aOa sem geta spilað á harmonikku í sýslunni tO að taka þátt í harmonikku-batth (útsláttarkeppni), AO-Star lúðrasveit staðarins stýrir skrúðgöngu á opnunarhátíð, heimamenn spila angurværa tónlist á MeOó Músíka á fimmtudagskvöldinu, það verður tónlistarflutningur í Borgarvirki á föstudeginum, latino sveifla á Café Síróp föstudagskvöldið eftir Borgar- virki, fjölskyldudagur á laugar- deginum þar sem við verðum með leiki fyrir aOa aldurshópa, hoppikastala, Survivor fyrir- tækjakeppni, grih og margt fleira, hljómsveitin SkítamóraO leikur á baOi laugardagskvöld og síðan er margt meira spenn- andi í gangi yfir þessa viku. Nú eru tónleikarnir í Borgar- virki taldir heit magnaðir, hvaða listamaður kemur fram þar þetta árið? -Hörður Torfa spilar fyrir gesti þetta árið í Borgarvirki og Big Band Blönduós mætir h'ka og tekur nokkur skemmtileg lög. Kostar eitthvað inn á hátíðina eða einstaka viðburði hennar? -Það er ókeypis inn á aOa viðburði fyrir utan ballið í félagsheimilinu á Hvamms- tanga og latino tónleikana sem verða á barnum. Eitthvað að lokum? -Við vonumst til að sem flestir mæti. Heimasíðan okkar er; www. eldur.hunathing.is; þar er hægt að sjá myndir úr fyrri hátíðum, sjá aOa þá staði þar sem gisting er í boði í sýslunni og fleira. Hluti af áhorfendaskaranum úr Borgarvirki. - -q- - / ■ - > * jl i T—** - - -t ,: J ; 1 / 7X ' > Frá keppni i sápuboita. ( ÁSKORENDAPENNINN ) Árni Þóroddur Guðmundsson skrifar frá Danaveldi Af byssó og kyssó Þakka þér félagi Árni Geir fyrir að senda mér pennann. Eftir að hafa lesið þrjá fyrri pistla mér til ánægju sé ég að þetta er erfitt til eftirfylgdar. En allaveganna að minningunum... Margar koma upp og erfitt að velja hvort betra sé að taka hratt yfiriit yfir nokkrar góðar eða fara_ dýpra í eina sérstaka. Ég sé bara hvað kemur út úr því þegar ég byrja að láta huga og fingur reika. Sauðárkrókurergóður staðurfyrirungaaðalast upp á. Að geta skellt sér yfir götuna meðan maður er ungur og farið á leikskóla, sem unglingur skellt sér hinum megin yfirgötuna ogfarið í gagnfræðaskóla. Á árunum þess á milli enn á leikskólanum eftir lokun og þegar klukkan er orðin hálf ellefu þá kallar mamma úr eldhúsglugganum á efstu hæðinni í Víðigrundinni að maður eigi að koma inn að sofa (kall sem maður hlýðir). Á leikskólanum gerðust margir góðir leikir; yfir, punktur og króna, kyssó (eða eitthvað svoleiðis sem ég neitaði að taka þátt í vegna afstöðu minnartil samskipta við hitt kynið á þessum árum), ogsvo byssó (þarsem Davíð Harðar harðneitaði að vera skotinn þar sem hann náði að beygja sig undan þykjustu kúlunum frá bróður mínum, og Gunni bróðir leit á mig vonsvikin yfir afrekinu, eða svindlinu, hvernig sem fólk kýs að túlka það). Norðan við gagnfræðaskólann eru svo Nafirnar þar sem maður gat dröslast með snjóþotu þegar það var gott í nöfunum, og svo þar fyrir ofan að sjálfsögðu fótboltavöllur þar sem við spiluðum einmitt með áðurnefndum kvöðum ef boltinn fór niður (sjá siöasta pistil og hugsið sitt hvora árstíðina). Eftirað ég náði unglingsárum þurfti ég ekki einu sinni lengra enn Gaggann, þar sem ég var of stór fýrir snjóþotuna, spilaði bara körfu og mætti svo í félagsmiðstöðina til að spila pool eða borðtennis og halda því fram að ég hlustaði ekki á tónlist og gengi ekki í gallabuxum. Ég átti tvo íþróttasamfestinga með sitt hvora peysuna við og eitt sett notað í viku meðan hitt settið var þvegið, mamma sárbað um að fá að kaupa á miggallabuxur en ég lét mig ekki fyrr en á síðasta ári í Gagganum (kenni um seint tilkomnu hvolpaviti að ég lét mig á endanum). Þegar leikimir voru farnir að leiðast eða fáirtil að leika við þá vorum við bræður svo heppnir að vera líkir í aldri að við gátum alltaf leikið við hvorn annan, svona þartil við urðum ósáttirog slitum leik með rifrildi. Einn slíkur er mér mjög kær, liðaleikur, sem gengur hreinlega út á einn mann í marki, hinn úti á velli með fótbolta. Sá sem er úti á velli leikur sitt lið og sendir á sjálfan sig í nafni hetja eins og Roberto Baggio eða Gianluca Vialli og endarmeð skoti sem að hinn þarf að verjast. Síðan er skipt um stöðu og sá sem var í marki leikur hið sama eftir og sá vinnur sem skorar oftar. Títt nefndur Auðunn Blöndal er sá eini sem hefur fengið rautt spjald og verið sendurheim íþessum leik. Þetta var einmitt á túninu við hliðina á leikskólanum. Það er ekki hægt að minnast Sauðárkróks án þess að minnast Ártúns 9 hjá Einari Gísla og Soffíu, en þar eyddum við félagarnir öllum tímum utan skylduverka, níddumst á kærustu Indriða þar sem hann var fyrstur til að fá sér svoleiðis og hún var ekki velkomin, og héldum vöku fyrir húsráðendum þar til Einar fékk nóg og skipaði okkur út með sinni djúpu röddu. Sá fyrsti til að yftrgefa hópinn og Ártúnið var Reynir Hjálmarsson og ætla ég að senda honum pennann í því tilefni.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.