Feykir


Feykir - 09.07.2009, Blaðsíða 4

Feykir - 09.07.2009, Blaðsíða 4
4 Feykir 26/2009 MINNINGARGREIN Jón Stefánsson Hólavegi 26 Sauðárkróki fæddur 28. apríl 1923 - dáinn 15. janúar 2009 Húnavaka Híinavöku- ritið komiðút Húnavökuritið 2009 kom út mánudaginn 29. júní og hægt að nálgast það f Samkaupum á Blönduósi en einnig munu félagar í USAH ganga í hús í sýslunni á næstu vikum og selja ritið. Ritið kom íyrst út 1961 og er þetta þvi í 49. skipti sem það er gefið út. Ritið er eins og ávallt hið veglegasta og kostar einungis kr. 3.500,- sem er sama verð og í fyrra. Skagafjörður 43 þorsk- ígildistonn í Skagafjörð Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti hefur sent Sveitarfélaginu Skagafirði bréf þar sem tilkynnt er um afgreiðslu umsóknar um úthlutun byggðakvóta. Er úthlutunin til Skagafjarðar í tvennu lagi. Það er annars vegar hlýtur Sveitarfélagið Skagafjörður 19 þorskígildistonn, og hins vegar fær Hofsós 24 þorskígildistonn. Skagafjörður_______ Varað við undir- boðum Byggðarráði Skagafjarðar hefur borist erindi frá Meistarafélagi bygginga- manna á Norðurlandi varðandi stöðu byggingariðnaðarins. í erindi sínu hvetur félagið til þess að vandað sé val á verktökum og varar við að taka verulegum undirboðum. í bréfi sínu hvetur félagið enn á ný til þess að sveitarstjórnhafifrumkvæði að því að tryggja að bygg- ingaframkvæmdir stöðvist ekki í sveitarfélaginu. Þá er bent á nauðsyn þess að forgangsraða verkefnum með tilliti til atvinnu- sköpunar. Jón Stefánsson var fæddur 28. apríl 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar 15. júní 2009. Það voraði vel í Blönduhlíð árið 1923 og framtíðin brosti við ungu hjónunum á Hjaltastöðum, þeim Helgu Jónsdóttur og Stefáni Vagnssyni. Þeim fæddist sonur þetta vor, sem hlaut nafnið Jón eftir afa sínum, Jóni bónda Jónassyni á Flugumýri. Jón litli dafnaði vel og kom snemrna í ljós að hann var vel af Guði gerður. Bústörfin urðu honum hugleikin og fór hann ungur að takast á við þau af dugnaði, lagni og útsjónarsemi. Hann var glaðsinna, glettinn og fædd 28. júní 1921 Elsku amma, þá er komið að kveðjustund. Minningarnar eru svo margar og dýrmætar. Við getum talað um alla laugardagana sem stórfjöl- skyldan hittist, þá var alltaf mikið spjallað þegar við borðuðum hið fræga ömmubrauð. Ég man hvað Tinna Rut ljómaði alltaf þegar við komum kevrandi að Skógargötu 1. Þá vissi hún að amma tæki fagnandi á félagslyndur og féll vel inn í samfélag sveitarinnar. Öllum þótti vænt um litla drenginn á Hjaltastöðum og þótti sýnt að hann yrði bóndi, þegar fram liðu stundir. En enginn veit sína ævina fýrr en öll er. Helga og Stefán brugðu búi árið 1941 og fluttu til Sauðárkróks. Jón fór að vinna við ýmis störf til sjós og lands og gerðist um tíma leigubílstjóri í Reykjavík. En föðurtún toga og heim kom hann aftur og fór að vinna hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, fyrst við vöruflutninga og síðan á bílaverkstæði, lengst af sem verkstjóri, þar til hann hætti störfum vegna aldurs. Haustið 1952 hóf ég nám við Gagnfræðaskóla Sauðár- króks, fékk inni hjá Jóni og dáin 16. júní 2009 rnóti henni og svo fengi hún eitthvað gott að borða. Þannig eru minningarnar, alltaf svo gott að koma til ömmu og afa. Þetta upplifið ég sem barn og svo fengu börnin min að kynnast þvi síðar. Ef einhvern tíma vantaði sokka þá var bara að fá að kíkja í skúffuna hjá ömmu og ef svo ólíklega vildi til að réttu stærðina vantaði þá var hún tilbúin daginn eftir. Ég man þegar ég bað þig að kenna mér að prjóna Petru og var hjá þeim þar til ég hafði lokið landsprófi. Hjá þeim var gott að vera og minnist ég margra ánægju- stunda frá þessum árum. Þarna bundumst við frændur vinaböndum til lífstíðar. Vil ég færa mínar bestu þakkir fyrir samveruna og sam- fylgdina alla götu síðan. Á bilaverkstæðinu undi Jóni sér vel. Þar nutu sín hæfileikar hans í mannlegum samskiptum. Hann var starfsmönnum sínum góður félagi og allir, sem hjá honum unnu, báru hlýjan hug til hans. Fyrir kom að hann veitti mönnum sínum tiltal en hann var í öllu réttsýnn og sanngjarn þannig að allir fóru sáttir af hans fundi. En þrátt fyrir það, að hann nyti sín vel sem verkstjóri, þá togaði sveitin og þar kom að þau hjónin byggðu sér sumarbústað utan og ofan við túnið á Flugumýri. Þar var þeirra sælureitur. Þegar urn páska fóru þau að huga að sumarhúsinu og þar dvöldust þau hverja helgi, sem gafst, til hausts. Lítill lækur seytlar í gegnum garðinn og gerir aðkomuna aðlaðandi og vinalega. Þegar ég kom í heimsókn í sokka. Ég mætti til þín með garn og prjóna eitt kvöldið, fitjaði upp og prjónaði snúninginn. Það var svo ákveðið að ég kæmi aftur næsta kvöld en þá voru sokkarnir tilbúnir. Þú kenndir mér svo margt. Oft hugsa ég til þín þegar ég er eitthvað að gera í eldhúsinu bústaðinn og Jón og Petra sátu á pallinum sunnan við hann, komu mér off í hug lækj arvísur Gísla Ólafssonar frá Eiríks- stöðum, þar sem hann segir: Ég er að horfa hugfanginn í hlýja sumarblœnuin yfir litla lœkinn minn sem líðurframhjá bcenum. Þegar ég er uppgefinn og eytt er kröftum mínum langar mig í síðsta sitm að sofna á bökkum þínum. Og víst er um það að fyrir löngu tók Jón þá ákvörðun að til hinstu hvíldar skyldi hann lagður í Flugumýrarkirkju- garði sem næst læknum hans litla og við hlið frænda og vina. Þar hefur hann nú hlotið legstað í sveitinni sinni, sem hann unni svo mjög alla tíð. Fjölskyldu hans og vensla- fólki votta ég mína dýpstu samúð. Og kæra Petra, Guð styrki þig og börnin ykkar á þessum vegamótum. Góður frændi er genginn sem gott er að minnast. Sigtryggur Jón Björnsson frá Framnesi eða í handavinnu; Hvað ætli ömmu Maju finnist um þetta? Elsku amma þakka þér fyrir allt Það eru forréttindi að fá að kynnast konu eins og þér. Kristrún, Sigurbjörn, Tinna Rut, Alex Már og Bogi. MINNINGARGREIN María Ragnarsdóttir Sauðárkróki Kveðja frá ömmubörnum Er leiðir skilja og lýkurgöngu þinni á lífsins veg, hugsum um þig þá minningarnar elsku amma Maja munum við oggeymum hvert um sig. Það er svo margt sem kemur í hugann af ömmubrauði og kökum vel var veitt ogþað sem mátti ei annarsstaðargera var alltafleyft að Skógargötu 1. Nú dvelur þú í drottins faðtni hlýjum og dagsverkinu lokið er utn sinn. Við þökkutnfyrir œvi þína amma og englar himins lýsi veginn þinn. - Gurra

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.