Feykir


Feykir - 17.09.2009, Side 10

Feykir - 17.09.2009, Side 10
lO Feykir 34/2009 Nemendur Árskóla fengu í síðustu viku góöa gesti Comenius verkefnið í Árskóla Nemendur á unglingastigi Árskóla og kennarar þeirra fenguð góða heimsókn í síðustu viku en þá komu í heimsókn 59 nemendur og 11 starfsmenn frá þremur löndum í tengslum við Comeniusverkefni sem Árskóli á hlut að. Gerðu nemend- urnir ýmislegt skemmtilegt á meðan á dvöl þeirra stóð. Fóru í ratleiki, heimsóttu skólastofur og héldu stóra skemmtun í íþróttahúsinu þar sem sýndir voru dansar og leikir frá heimalöndum nemenda. Feykir spurði Óskar Björnsson, skólastjóra Árskóla út í verkefnið auk þess sem myndavélin var óspart munduð á meðan á heimsókninni stóð. Að sögn Óskars hefúr samstarfiðviðBalwearieskólann í Skotlandi staðið í 11 ár, Seaton Burn í Englandi í 4 ár og við Höjelseskólann í Köge í Danmörku í 2 ár. Skólastjóri Höjelseskólans var hins vegar í Hastrupskóla þegar Árskóli átti í nemendaskiptum við Hastrup í 10 ár og þessi nemendaskipti hafa gert skólaferðalag 10. bekkinga mögulegt þrátt fyrir aukinn kostnað. -Samstarfið er einnig starfsmannamiðað. Sem dæmi má nefna að skoski skólinn hefúr aðstoðað okkur í Árskóla við sjálfsmat skólans. Þess má geta að 1750 nemendur eru í Balwearie og hefur skólinn fengið ýmsar viðurkenningar fyrir farsælt skólastarf. Gordon Mackenzie skólastj óri Belwearie var að koma hingað í Árskóla í fjórða sinn og Karen Lönstrom skólastjóri Höjelseskóla í þriðja sinn, útskýrir Óskar sem var himinsæU með vel heppnaða heimsókn. En hvaða þýðingu skildi samstarf sem þetta hafa fyrir skólana fjóra? -Allir skólar hafa gott af þvi að kynnast öðrum skólum. Við höfúm lært margthveraföðrum.Alþjóðlegt samstarf eykur viðsýni og þekkingu nemenda og fag- mennsku starfsfólks. Alheimskreppan hefur ekki haft áhrif á samstarfið? -Þó það hljómi öfugsnúið þá hefúr kreppan að nokkru marki hjálpað, þvi Evrópustyrkur Árskóla er greiddur í evrum og því mun hærri í krónum en við áætluðum. Einnig fengu erlendu skólarnir mun meira fyrir peninginn sinn hér á landi. Verkefnið er kostað af Evrópusambandinu með styrk í flokki sem kenndur er við Comenius og snýr að nem- endaskiptum. En mennta- áætlun Evrópusambandsins, The Lifelong Learning Programme, tókgildi 1. janúar 2007 og stendur til 2013. Markmið menntaáætlunar- innar er að stuðla að þróun öflugs þekkingarsamfélags í Evrópu. Sérstök áhersla er lögð á samstarf og samnýtingu reynslu og þekkingar um menntun og þjálfun innan Evrópu. Óskar segir að verkefnið sé auðvitað fyrst og fremst fyrir nemendur sem með sam- skiptum við nemendur annarra landa kynnist annarri menn- ingu um leið og þau æfi sig í tungumálum. Verði víðsýnni og umburðarlyndari gagnvart breytileikanum. -Mörg eignast vini sem þau halda sambandi við árum saman. Það má segja að þessi samskipti opni að vissu marki gluggann að alþjóðasamfél- aginu. Þetta er einnig mikil til- breyting í skólalífinu og hefúr aukið ánægju og stolt okkar nemenda af skólanum sínum og umhverfinu okkar, segir Óskar að lokum.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.