Feykir - 05.11.2009, Side 6
6 Feykir 41/2009
Dætur Elísabetar.
Elísabet Sóley Stefánsdóttir í Feykisviótali
Einelti er
dauðans alvara
Elísabet Sóley Stefánsdóttir er 32 ára húsmóðir og nemi, tómstundafræðingur að mennt.
Elísabet Sóley vakti landsathygli á dögunum er hún steig fram og deildi sögu sinni um einelti
sem hún varð fyrir á skólaárum sínum á Sauðárkróki. Feykir sendi Elísabetu Sóleyju tölvupóst
og forvitnaðist um hagi hennar og sögu.
Hvað sýslar þú í dag?
-í dag stunda ég mastersnám í
Uppeldis- og menntasálfræði
- áhættuhegðun, forvarnir
og lífssýn, auk þess vinn
ég við afleysingakennslu í
Seljaskóla, er umsjónamaður
sj álfsstyrkinganámskeiðsins
TST fyrir börn og ungmenni
(Tómstundir, Sjálfsstyrking og
Tónlist). Er ótrúlega heppin að
eiga yndislega íjölskyldu og er
móðurhlutverkið jú aðalstarf-
ið, dætur mínar eru yndislegar
og njóta alltaf forgangs. Ég
er einnig í hópi ráðgjafa hjá
samtökunum Liðsmenn
Jerico, hagsmunasamtök upp-
kominna þolenda eineltis og
aðstandenda þeirra (www.
jerico.is)
Þú hefur verið í viðtölum undan-
farið vegna starfa þinna í þágu
átaks gegn einelti, hvernig kom
það til að þú ákvaðst að hella
þér út í þetta góða starf?
-Sumarið 2008 var ég að
vinna á meðferðarheimilinu
Stuðlum og þar heyrði ég
fyrst af dauðsfalli Lárusar
Stefáns, en hann gafst upp eftir
langvarandi eineltisofbeldi og
batt enda á sitt líf. Við Inga,
móðir Lárusar, skiptumst svo á
sögum og í framhaldi af þvi bað
hún mig að vera í þróunarhóp
að stofnun samtaka Liðsmanna
Jerico. Ég var svo beðin um að
skrifa sögu mína sem birtist
í blaði Regnbogabarna sem
kom út í desember 2008.
Verkefnastjóri eineltisátaksins
hjá Heimili og Skóla hafði í
framhaldi af þessu samband
við mig. Eftir langa umhugsun
ákvað ég að slá til og hefur
þetta nú alls ekki verið það
auðveldasta sem ég hef gert,
en samt sem áður hef ég fengið
mjög mrkin stuðning, hrós og
ldapp á baldð. Það eitt segir
mér að ég sé að gera rétt.
Þú hefur talað um að einelti
gegn þér hafi byrjað strax í
barnaskóla hvað heldur þú að
hafi valdið því?
-Ég á rosalega erfítt með að
svara þessu því ég veit það eldd!
Ég held að nákvæmlega þetta að
eitthvað valdi einelti sé svolítið
gamaldags, ég var ekld þetta
skilgreinda eineltisbarn og
held einmitt að sú sldlgreining
sé hálf úrelt. En sjálfsagt hef
ég verið fyrirferðarmikil, en ég
var svo ung þegar eineltið hófst
að ég get voðalega lítið sagt til
um þetta.
Telur þú að sú staðreynd að þú
sagðir ekki frá eineltinu á sínum
tíma hafi breytt einhverju, að
frekar hefið verið gripið inn í
hefðir þú sagt frá?
-Já og nei, ég hélt það lengi vel
að ef ég hefði sagt frá þessu þá
hefði verið tekið á vandanum,
en eftir að sagan mín birtist
hafa allmargir haft samband
við mig, bæði belckjarsystkini
og önnur skólasystkini, sum
hver lentu í hrottalegu einelti
líkt og ég og í einhverjum
tilfellum hafði það farið inná
borð til skólastjórnenda án þess
að tekið væri á þvi. Nú sem
betur fer hafa tímarnir breyst,
skólastjórnendur hafa aðgang
að margvíslegum „verkfærum'-
áætlunum sem hægt er að
styðjast við þegar tekið er á
eineltismálum. En það allra
mikilvægasta er að allir nýti sér
þessi verkfæri og passi að sofna
ekki á verðinum.
Hver var félgasleg staða þín?
-Ég átti alltaf eina góða vinkonu
og bjargaði hún mér alveg í
gegnum mína skólagöngu, sótti
mig heim til mín ef þess þurfti,
en svo var ég að ég held óttaleg
óhemja í leit að viðurkenningu
og vinsældum, get nú alveg
brosað út í annað núna en
þetta var eldd góð tilfinning
þá. Stundum fékk ég að vera
með og stundum ekki, það
er eineltisbarni svo rosalega
erfitt að vera ekki viðurkennt
í hópnum. Líka getur það
slcapað erfiðar tilfinningar að
fá að vera með suma daga en
ekki aðra, mér tókst alla vega
að rífa mig niður fyrir það í þá
daga.
Ert þú f einhverju sambandi við
þín gömlu bekkjarsystkin?
-Jájá, á mjög gott samband við
nokkrar bekkjarsystur mínar
og í raun og veru á ég enga
óvini frá minni skólagöngu,
hef þann kost að ég er fljót að
fyrirgefa. Faðir æskuvinkonu
minnar sem lést fýrir nokkrum
árum síðan sagði rétt áður en
hann kvaddi „það besta sem
þið gerið í lífinu er að fyrirgefa“.
Síðan þá hef ég lært að tileinka
mér þessi lífsgildi, lífið okkar er
alltof stutt til þess að lifa í reiði.
Heldur þú að aðalgerendumir í
þínu tilviki geri sér grein fyrir því
hvað þeir gerðu á sínum tíma og
hvaða áhrif gerðir þeirra hafa
enn þann dag 1' dag?
-Ég veit það bara ekki, en oft
gera gerendur sér ekki grein
fyrir hegðun sinni fyrir en á
fullorðnisaldri.
Hvernig hefur þér gengið að vinna
þig í gegnum þessa lífsreynslu
og hvenær hófst sú vinna?
-Mér hefur gengið alveg
ágætlega, ég er svo heppin að
vera einstaklega sterkur og
opinn karakter að ég hef lært
að tala mig í gegn um áföll, að
ræða við góðan vin eða ættingja
hjálpar mér að takast á við
hlutina. En ég byrjaði að vinna
í mínum áföllum þegar ég var
20 ára gömul, en markvissara
síðustu ár.
Hefur eineltið haft einhver
afgerandi neikvæð áhrif á líf þitt
sem fullorðin kona?
-Að einhverju leyti já, ég er að
sumu leyti sterkari en öðru leyti
mjög viðkvæm og brotin. Ég
þoli svakalega illa misrétti og
ef mér finnst einhver koma illa
fram við mig verð ég rosalega
sár en með góðri æfingu og
þjálfún hef ég lært að ýta þeirri
tilfinningu að mestu í burtu.
Þegar fólki mislíkar eitthvað í
mínu fari þá verður það bara
að vera þeirra mál. Ég er eins
og ég er og ég verð eins og ég
er.
Hvaða ráð getur þú gefið börnum
og foreldrum til að koma 1' veg
fyrir einelti eigi sér stað?
-Þessi sígilda setning, komið
fram við aðra eins og þið viljið
að komið sé fram við ykkur á
vel við. En ef ég vitna í mitt
einelti og viðbrögðin við því,
þá áætluðu flestir að ég væri
svo sterk að ég þoldi alveg
þessi endalausu uppnefni og
ofbeldi. Svo foreldrar, kennarar
og börn áætlum ALDREI
hvernig aðrir taka stríðni
og/eða niðurlæginu, það er
auðvelt að setja upp grímu á
meðan á ofbeldinu stendur en
eftir situr særður einstaklingur.
Verum vakandi fyrir því að
það sé enginn sem þarf að þola
ofbeldi, síendurtekið uppnefni
eða neikvæðar athugasemdir.
Látum fullorðna vita og verum
góð við þann einsstakling sem
þarf að hlusta á og upplifa
þessar neikvæðu athugasemdir,
útilokun úr hópnum eða
baktal.
Eitthvað að lokum?
-Einelti er dauðans alvara og
okkur ber skylda að tilkynna
ef börn þurfa að lifa við
ofbeldi heima fyrir, það á líka
við annarsstaðar ef við vitum
um að barn þurfi að þola
eineltisofbeldi þá eigum við að
bregðast við, annars erum við
að samþykkja ofbeldið og það
má alls ekki viðgangast.