Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1914, Blaðsíða 19

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1914, Blaðsíða 19
Alþingiskosningar 1908- 1914 15 dæmi sínu og voru 21 af þeim endurkosnir, en 1908 buðu aðeins 17 þingmenn sig fram aftur í kjördæmi sínu og voru 12 þeirra end- urkosnir, en 5 þingmenn buðu sig fram i öðrurn kjördæmum og náðu 2 þeirra kosningu (en kosning annars þeirra var síðar gerð ógild). Við kosningarnar 1914 voru kosnir 13 nýir þingmenn, 1911 sömuleiðis 13, en 1908 20. Af þessum nýju þingmönnum böfðu þó sumir selið áður á alþingi, þótt ekki hefðu þeir átt sæti á næsta þingi á undan kosningunum, af nýju þingmönnunum 1914 2 (Jón Jónsson og Sigurður Gunnarsson), 1911 7 og 1908 6. Samkvæmt kosningalögunum hljóta þeir kosningu, sem ílesl atkvæði fá, enda þótt þeir fái eigi helming greiddra atkvæða. Við kosningarnar 1914 voru kosnir 4 þingmenn, sem fengu færri en helming atkvæða þeirra, sem greidd voru í kjördæminu. 1911 voru 3 þingmenn kosnir með færri en helmingi atkvæði og 1908 5 (en kosning eins þeirra var síðar gerð ógild). Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margir af framhjóðendunum bjuggu i kjördæminu, sem þeir buðu sig fram í, og hve magir utan J>ess. Frambjóðendur alls 1914 1911 190K Innanbjeraös .. 49 48 39 Utanhjeraös ... 14 25 28 Kosnir Samtals 63 73 67 Innanhjeraðs .. 24 20 17 Utanhjeraös ... 10 14 17 Samlals 34 34 34 Innanhjeraðsmönnum fjölgar meðal frambjóðenda, en ulanlijer- aðsmönnum fækkar. Eðlilega íjölgar þá líka þingmönnum, sem hú- sellir eru í kjördæminu, en hinum fækkar. Þó ná tiltölulega íleiri kosningu af utanhjeraðsframbjóðendum heldur en af innanhjeraðs- mönnum. Af innanhjeraðsframbjóðendum 1914 náði aðeins tæpur helmingur kosningu, en af utanhjeraðsframbjóðendum rúmlega tveir þriðju hlular. Af utanhjeraðsframbjóðendum voru 1914 11 búseltir í Reykjavík og náðu 10 þeirra kosningu, 1911 voru 16 af þeím bú- settir í Reykjavík og náðu 10 þeirra kosningu, en 1908 voru 18 búsettir í Reykjavík og náðu 13 þeirra kosningu. Reykvíkingar eru þannig töluvert hlutskarpari lieldur en aðrir utanhjeraðsmenn. Eftir atvinnu skiftusl frambjóðendur og þingmenn Jiannig við þrjár síðuslu kosningarnar.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.