Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1938, Page 7

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1938, Page 7
Inngangur. Inlroduction. 1. Tala kjósenda. Nombre des électenrs. Við kjördæmakosningarnar 20. júní 1937 var tala kjósenda á kjör- skrá (»7 195. Var |>að 57.i % af landsmönnum. Síðan alþingi fékk lög- gjafarvald hefur tala kjósenda við almennar kosningar verið svo sem hér segir: Kjósendur Af íbúaiölu Kjósendur Af íbúalölu 1874 .. .... 6 183 8.8 °/o 1914 ... ... 13 400 15.2 °/o 1880 .. 9.i 1916 ... . .. 28 529 31.7 — 188(1 . . . . .. 6 648 9.2 - 1918 ... ... 31 143 33.7 1892 .. .. . . 6 841 9.5 1919 ... . . . 31 870 34.6 1894 .. . .. . 6 733 9.2 1923 ... . . . 43 932 45.2 1900 .. ... . 7 329 9.4 — 1927 ... ... 46 047 44.d 1902 .. . . . . 7 539 9.6 — 1931 ... ... 50 617 46,< 1903 .. .. .. 7 786 9.8 1933 ... ... 52 465 46.7 — 1908 .. . . . . 11 726 14.i - 1934 ... . .. 64 338 56.4 — 1911 .. .... 13 136 15.4 — 1937 ... ... 67 195 57.i - Árið 1918 fóru ekki fram alþingiskosningar, en þá fór fram at- kvæðagreiðsla um sambandslögin meðal allra alþingiskjósenda. Fram að 1903 (og að því ári meðtöldu) nemur kjósendatala 9—10 % af íbúatölu landsins. Með stjórnarskrárbrevtingunni frá 1903 var aukaútsvars- greiðslan, er kosningarréttur var bundinn við, færð niður í 4 kr. Var kjósendatalan síðan 14—15% árin 1908—14. Með stjórnarskrárbreyting- unni 1915 var aukaútsvarsgreiðsla afnumin sem skilyrði fyrir kosningar- rétti og konum og bjúum veittur smávaxandi kosningarréttur, þannig að aldurstakmark þeirra var í fvrstu 40 ár, en lækkaði svo á hverju ári um eitt ár. Við þetta kemst kjósendatalan upp úr 30% og smáhækkar síðan eftir því sem aldurstakmark þessara nýju kjósenda lækkar. En með stjórnarskránni 1920 var hið sérstaka aldurstakmark þessara kjósenda alveg felt burtu og hækkaði þá kjósendatalan svo, að hún komst upp í hérumbil 45%. ()g með stjórnarskrárbreytingunni 24. mars 1934 var aldurstakmark allra kjósenda lækkað niður í 21 ár og sveitarstyrkþeg- um veittur kosningarréttur. Við það hækkaði kjósendatalan um 11 þús- und og komst upp i 56% og 1937 upp í 57%.

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.