Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1938, Page 8
6
Alþingiskosningar 1937
Af kjósendatölunni 1937 voru 32 663 eða 48.o% karlar, en 34 532 eða
51.4% konur. Koma 1057 kvenkjósendur á móts við hvert 1000 karl-
kjósenda. Er það meiri munur heldur en er á tölu allra karla og kvenna
á landinu. Stafar það af því, að innan \ið kosningaraldur (21 ár) eru
heldur fleiri lcarlar heldur en konur, en á kosningaraldri eru konur þeim
mun fleiri heldur en karlar.
Þegar kjósendatölunni er deilt með tölu kosinna kjördæmaþing-
manna, koma á hvern þingmann 1768 kjósendur árið 1937, 1457 árið
1933, 1220 árið 1923, 937 árið 1919, 394 árið 1914, 260 árið 1903 og 206
árið 1874.
Tala kjósenda í hverju kjördæmi við kosningarnar 1934 sést á töflu
1 (bls. 19). Þótt tillit sé tekið til þingmannatölunnar i hverju kjördæmi,
verður samt mjög mishá kjósendatala, sem kemur á hvern kjördæmis-
þingmann. Minst kjósendatala á þingmann kemur á Seyðisfirði, 574, og
þar næst í Austur-Skaftafellssýslu 703. Aftur á móti kemur hæst kjós-
endatala á þingmann i Reykjavík 3 427 á hvern, og þar næst á Akureyri,
2 850, og Gullbringu- og Kjósarsýslu, 2 800.
2/ Kosningahluttaka.
Participation des électeurs.
Við kosningarnar sumarið 1937 greiddu alls atkvæði 59 096 manns
eða 87.9% af allri kjósendatölunni á landinu.
Síðan 1874 hefur kosningahluttakan verið:
Þar sem atkvæöa Á öllu Þar sem atkvæða- Á öllu
greiðsla fór frani landinu greiðsla fór fram landinu
1874 19.6 °l 0 19.6 0 0 1914 70.o °/o 55.8 °/o
1880 , 24.7 - 24.; — 1916 52.6 48.2
1886 30.6 30.6 1918 43.6 48.» —
1892 , 30.6 - 30.6 - 1919 58.7 — 45.4 —
1894 26.4 26.4 1923 75.6 70.9 —
1900 . 48.7 — 48.7 — 1927 71.6 — 71.5 —
1902 . 52.6 52.6 1931 78.2 — 78.2
1903 , 53.4 53.4 1933 71.2 — 70.i —
1908 75.7 - 72.4 - 1934 81.6 - 81.6 —
1911 78.4 78.4 — 1937 87.9 87.9
Arið 1908 var fyrst farið að kjósa skriflega í hverjum hreppi, en
áður var kosið munnlega i á einum stað í hverju kjördæmi. Var þá auð-
vitað erfiðara að sækja kjörfund og kosningahluttaka því fremur lítil.
Þó komst hún upp í um og yfir helming kjósenda við síðustu munnlegu
kosningarnar um og eftir aldamótin. En þegar farið var að kjósa í hverj-