Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1938, Blaðsíða 15

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1938, Blaðsíða 15
Alþingiskosningar 1937 13 Fram- Þing- Fram- Þing- bjóöendur menn bjóöendur menn 21 — 24 ára ... ... . 2 » 50—59 ára 31 16 25—29 — ... . ... 10 )> 60—69 — 6 3 30—39 — ... . . .. 43 ii vfir 70 — » )> 40—49 19 Samtals 149 49 Elstur frambjóðendanna var Jón Ólafsson (í Rangárvallasýslu), 67 ára, því að Sigfús Jónsson, er bauð sig fram í Sltagafjarðarsýslu (70 ára), dó áður en kosning fór fram og telstþví ekki meðal fram- bjóðenda við kosninguna. Jón Ólafsson náði ekki kosningu í kjör- dæmi því, sem hann bauð sig fram í, en varð uppbótarþingmaður. Elstur þeirra, er náði kosningu í kjördæmi, var Ingvar Pálmason, 63 ára. Yngstur frambjóðenda var Jóhann Hafstein (í Norður-Þingeyjarsýslu), 21 árs, og náði hann ekki kosningu. Yngstur þeirra, sem kosnir voru, var Eysteinn Jónsson, 30 ára. Meðalaldur frambjóðenda var heldur hærri i Reykjavík heldur en annarsstaðar á landinu (44.i ár í Reykjavik, en 43.i ár utan Reykjavílcur). Meðalaldur allra frambjóðenda við kosningarnar var 43.i ár (39.o ár 1934), en meðalaldur þeirra, sem náðu þingmensku, var nokkru hærri, 46.? ár (44.» árið 1934). Aftan við nöfn frambjóðendanna í töflu III (bls. 28—36) eru bók- stafir, er tákna til hvaða flokks þeir töldust, þegar kosningin l'ór fram. Eftirfarandi yfirlit sýnir, í hve mörgum kjördæmum hver flokkur hafði frambjóðendur við kosningarnar 1937 og hve marga, og hversu margir af kosningu. 1 hve mörgum kjördæmum Tala frambjóö- Þing- frambjóöendur enda menn I’'ramsóknarflokkur (F) . 21 38 19 Sjálfstæðisflokkur (S) .. . 23 37 17 Aiþýðuflokkur (A) 29 36 8 Kommúnistaflokkur (K) . 10 23 3 Bændaflokkur (B) 12 12 2 Þjóðernissinnar (f*) . . . . 1 1 )) l'tan flokka 2 2 )) 'Samtals 27 149 49 Framsóknarflokkurinn hafði ekki frambjóðendur í kaupstöðum, nema Akureyri, en i öllum öðrum kjördæmum, nema Norður-ísafjarðar- sýslu. Milli Sjálfstæðisflokksins og Bændaflokksins var opinber samvinna um framboð í flestum kjördæmum. í þrem af tveggja manna kjördæm- unum buðu þeir aðeins fram einn af hvorum flokki og í 4 kjördæmum, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði engan frambjóðanda (í Dala-, Stranda-, Vestur-Húnavatns- og Austur-Skaftafellssýslu), studdi liann Bændaflokksframbjóðanda.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.