Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1943, Page 7
Inngangur.
Introdudion.
1. Tala kjósenda.
Nombre des élecleurs.
Við alþingiskosningarnar 5. júlí 1942 var tala kjósenda á kjörskrá
73 440, en við kosningarnar 18. og 19. október 1942 73 560. Var það tæpl.
60 % af landsmönnum. Síðan alþingi fékk löggjafarvald hefur tala kjós-
enda við almennar alþingiskosningar verið sem hér segir:
Kjósendur Af ibúatolu Kjósendur Af ibuatöli
1874 ... . ... 6 183 8.« °/o 1916 . . 28 529 31.7 °/«
1880 ... 9.i 1918 . . 31143 33.7 —
1886 ... 9.s — 1919 . . 31870 34.7
1892 ... 6 841 9.5 — 1923 . . 43 932 45.2 —
1894 ... 9.» — 1927 . . 46 047 44.9 —
1900 ... .. . . 7 329 9.o — 1931 46.i —
1902 .... 9.5 — 1933 . . 52 465 46.7 —
1903 .... 9.« — 1934 . . 64 338 56.4 —
1908 ... . . . . 11 726 14.i — 1937 . . 67 195 57.i —
1911 ..., . ... 13 136 15.4 — 1942 bh . . . . 73 440 59.7 —
1914 ..., 15.s — 1942 ,8/io . .. 73 560 59.7 —
Árið 1918 fóru ekki fram alþingiskosningar, en þá fór fram atkvæða-
greiðsla um sambandslögin meðal allra alþingiskjósenda. Fram að 1903
(og að því ári meðtöldu) nemur kjósendatala 9—10 % af íbúatölu lands-
ins. Með stjórnarskrárbreytingunni 1903 var aukaútsvarsgreiðslan, sem
kosningarréttur var bundinn við, færð niður í 4 kr. Var kjósendatala síðan
14—15 % árin 1908—14. Með stjórnarskrárbreytingunni 1915 var auka-
útsvarsgreiðsla afnumin sem skilyrði fyrir kosningarrétti og konum og
hjúum veittur smávaxandi kosningarréttur, þannig að aldurstakmark
þeirra var í fyrstu 40 ár, en lækkaði svo á hverju ári um eitt ár. Við þetta
komst kjósendatalan upp yfir 30% og smáhækkar siðan el'tir því sem
aldurstakmark þessara nýju kjósenda lækkar. En með stjórnarskránni
1920 var hið sérstaka aldurstakmark þessara kjósenda alveg fellt burtu,
og hækkaði þá kjósendatalan svo, að hún komst upp í hérumbil 45 %.
Og með stjórnarskrárbreytingunni 1934 var aldurstakmark allra kjós-
enda lækkað niður í 21 ár og sveitarstyrkþegum veittur kosningarréttur.