Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1943, Page 8
6
Alþingiskosningar 1942
Við það hækkaði kjósendatalan svo, að hún komst upp yfir 56 %, og
1942 var hún næstum 60 %.
Af kjósendatölunni 1942 voru 48.7% karlar, en 51.3% konur. Koma
1 053 kvenkjósendur á móts við hvert þúsund karlkjósenda. Er það meiri
munur heldur en er á tölu allra karla og kvenna á landinu. Stafar það
af því, að innan við kosningaraldur (21 ár) eru heldur fleiri karlar heldur
en konur, en á kosningaraldri eru ltonur þeim mun fleiri.
Með stjórnarskrárbreytingunni sumarið 1942 var þingmönnum fjölg-
að um þrjá, úr 49 upp í 52. Af öllum kjósendum á landinu komu því að
meðaltali á hvern þingmann 1 415 um haustið, en 1 499 um sumarið
1942. Árið 1937 komu 1371 lcjósendur á þingmann, en 1313 árið 1934.
Tala kjósenda í hverju kjördæmi við kosningarnar 1942 sést á töflu
I og II (bls. 21—22) Töluvert ósamræmi er milli kjósendatölu og þing-
mannatölu í einstökum kjördæmum, enda eiga uppbótarþingsætin að
hæta úr því. Minnst kjósendatala kemur á þingmann á Seyðisfirði, 529,
og þar næst i Austur-Skaftafellssýslu, 744. Al'tur á móti kemur hæst
kjósendatala á þingmann á Akureyri, eða 3 437, en þar næst í Gull-
hringu- og’ Kjósarsýslu, 3 240, og Reykjavík 3 093.
2. Kosningahluttaka.
Participation dcs élecieurs.
Við kosningarnar sumarið 1942 greiddu alls atkvæði 58 940 manns
eða 80.3% af allri kjósendatölunni á landinu. En við kosningarnar um
haustið greiddu atkvæði 59 668 eða 82 .3% af kjosendatölunni.
Siðan 1874 hefur kosningahluttakan verið:
Þar sem at- Á Öllll Þar sein at-
kvæðagrciösla kvæðagreiðsla Á Öllll
fór fram landinu fór fram landinu
1874 ... — 19.8 °/o 1916 .. 52.6 °/o 48.2 °/o
1880 . . . ... — 24.7 — 1918 — 43.8 -
1880 ... ... — 30.6 — 1919 . . 58.: °/o 45.4 —
1892 ... — 30.5 — 1923 . . 75.6 70.9 —
1894 ... — 26.4 — 1927 . . 71.5 —
1900 ... ... — 48.; - 1931 — 78.2
1902 ... ... 52.6 — 1933 . . 71.a °/o 70,. —
1903 ... ... 53.4 1934 . . 81.5 —
1908 ... 72.4 — 1937 . . 87,. —
1911 ... ... — 78.4 — 1942 % . — 80. s —
1914 ... 55.8 — 1942 ,8/.o — 82.3 —
Árið 1908 var fvrst l'arið að kjósa skriflega í hverjum hreppi, en
áður var kosið munnlega á einum stað í hverju kjördæmi. Var þá auð-
vitað erfiðara að sækja kjörfund og kosningahluttaka því fremur lítil.