Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1950, Blaðsíða 11
Alþingiskosningar 1949
9
Þegar litið er sérstaklega á hluttöku karla og kvenna í kosningunum,
þá sést á 1. yfirliti (bls. 7), að hluttaka kvenna er minni en hluttaka
karla. Við kosningarnar 1949 greiddu atkvæði 92.3% af karlkjósendum,
en ekki nema 85.9% af kvenkjósendum. Við kosningarnar 1946 voru
bæði þessi hlutföll lægri (91.5% og 83.5%), og er hækkunin nú meiri
meðal kvenna en karla.
í töflu I (bls. 18) sést, hve margir af kjósendum hvers kjördæmis
hafa greitt atkvæði við kosningarnar 1949. Hve mikil kosningahluttakan
var hlutfallslega í einstökum kjördæmum, sést á 1. yfirlitstöflu (bls. 7).
Mest var kosningahluttakan í Snæfellsnessýslu (93.9%), en minnst var
hún í Suður-Þingeyjarsýslu (81.8%). í Vestur-Skaftafellssýslu var kosn-
ingahluttaka karla hæst (97.c%), en kvenna í Hafnarfirði (92.o%).
Ivosningahluttaka karla var minnst í Barðastrandarsýslu (86.7%), en
kvenna i Suður-Þingeyjarsýslu (75.2%). Hluttaka kvenna var minni í
17 kjördæmum (af 28) heldur en hluttaka lcarla, þar sem hún var
minnst, en i 2 kjördæmum, Gullbringu- og' Kjósarsýslu og Norður-ísa-
fjarðarsýslu, var hluttaka kvenna meiri en karla.
í tölu II (bls. 19—21) er sýnt, live margir kjósendur greiddu atkvæði
í hverjum lireppi á landinu 1949. Er þar hver kjósandi talinn í þeim
hreppi, þar sem hann stóð á kjörskrá, en ekki þar sem hann greiddi
atkvæði, ef hann hefur greitt atkvæði utanhrepps. Með því að bera tölu
greiddra atkvæða saman við kjósendatöluna í sömu töflu fæst kosninga-
hluttakan í hverjum hreppi. Hvernig hrepparnir innan hvers kjördæmis
og á landinu í heild sinni, að meðtöldum kaupstöðunum, skiptust eftir
kosningahluttöku, sést á 2. yfirlitstöflu (bls. 8). 46% af hreppum og
kaupstöðum voru með hluttöku meiri en 90%. í þessum 7 hreppum
var kosningahluttakan 98% og þar yfir.
Fellshreppur i Strandasýslu ........................ lOO.o %
Álftavershreppur í Vestur-SUaftafellssýslu ......... lOO.o —
Haukadalshreppur i Dalasýslu ....................... 98.s —
Hafnahreppur í Gullbringusýslu .............-....... 98.j —
Skaftártunguhreppur i Vestur-Skaftafellssýslu ...... 98.i —
Leiövallarlireppur i sömu sýslu .................... 98.o —
Staðarsveit i Snæfellsnessýslu ..................... 98.o —
í 3 hreppum aðeins var hluttakan minni en 75%, í öxarfjarðar-
hreppi (74.3%), Skútustaðahreppi (73.2%) og Þórshafnarhreppi
(71.o%), öllum í Þingeyjarsýslu.
Heimildin til þess að liafa fleiri en einn kjörstað í hreppi eða kaup-
stað hefur verið notuð á ýmsum stöðum, svo sem sjá má í töflu II
(bls. 19—21). í Reykjavík voru 38 kjördeildir, en annars staðar voru þær
flestar 5, á Akureyri. Eftir tölu kjördeilda skiptust hreppar og kaup-
staðir þannig: