Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1950, Qupperneq 12
10
Alþingiskosningar 1949
1 kjördeild ................... 145
2 lcjördeildir ................... 51
3 — 21
4 — 10
5 — 1
38 — 1
229
Vegna þess að kosningar fóru að þessu sinni fram að áliðnu hausti,
svo að búast mátti við, að veður kynni að hamla kjörsókn í sveitum,
var svo ákveðið með hráðabirgðalögum 16. ágúst 1949, að kjördagar
skyldu vera tveir, nema í þeim kjördeildum, sem að öllu leyti eru innan
takmarka kaupstaðar eða kauptúns. Þó máttl ljúka kosningunni á
einum degi alls staðar, þar sem kjörstjórn og frambjóðendur sam-
þykktu það einróma. 89 kjördeildir á öllu landinu hafa notað sér
þessa heimild og látið kosningarnar standa yfir í 2 daga. Hvar þær
hafa verið á landinu, sést á töflu II (bls. 19—21).
3. Atkvæðagreiðsla utanhreppsmanna.
Votants hors de leur district.
Samkvæmt kosningalögunum má kjörstjórn leyfa manni, sem ekki
stendur á kjörskránni, að greiða atkvæði, ef hann sannar það með vott-
orði sýslumanns, að hann standi á annarri kjörskrá í kjördæminu og
að hann hafi afsalað sér þar kosningarrétti. Við kosningarnar 1949
greiddu 283 menn atkvæði í öðrum hreppi heldur en þar sem þeir stóðu
á kjörskrá, og var það 0.4% af þeim, sem atkvæði greiddu alls. Við undan-
ar kosningar hefur þetta hlutfall verið:
1916 1.0%
1919
1923 l.i —
1927 1.4 —
1931
1933
1934
1937 ...................... 0.6 %
1942 Vi ................... 0.5 —
1942 i^io ................. 0.7 —
1944 ...................... 0.3 —
1940 ...................... 0.4 —
1949 .................... 0.4 —
Þar sem slikar utanhreppskosningar aðeins geta átt sér stað i sýsl-
unum, en ekki í kaupstöðunum, sem eru sérstök kjördæmi, væri þó
réttara að hera tölu þessara atkvæða saman við greidd atkvæði utan
kaupstaðakjördæma. Með' því móti hækkaði hlutfallstalan 1949 upp
í 0.9%.
Af þeim, sem kusu á kjörstað utanhrepps 1949, voru 152 karlar en
131 konur. I töflu I (bls. 18) er sýnt, hve margir kusu á jjennan hátt í