Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1950, Page 19
Alþingiskosningar 1949
17
lil Sjálfstæðisflokksins, 4 til Alþýðuflokksins og 4 til Sósialistaflokks-
ins.
Til þess að finna, hverjir frambjóðendur þingflokks, sem ekki hafa
náð kosningu í kjördæmum, skuli þá uppbótarþingsæti, er farið aðallega
eftir persónulegri atkvæðatölu þeirra í kjördæmunum, en þó getur þing-
flokkurinn einnig haft nokkur áhrif á það með því að senda landskjör-
stjórn skrá yfir frambjóðendur flokksins í þeirri röð, er flokkurinn ósk-
ar, að þeir hljóti uppbótarsæti. Ekki koma til greina sem uppbótarþing-
menn fyrir sama flokk fleiri en einn frambjóðandi í kjördæmi, og cr
það sá, sem liæsta hefur persónulega atkvæðatölu, ef um fleiri en einn
er að gera. Frambjóðendum hvers flokks, sem til greina geta komið sem
uppbótarþingmenn, raðar landskjörstjórn sumpart beinlínis eftir at-
kvæðatölu þeirra, sumpart eftir atkvæðatölunni í hlutfalli við gild
atkvæði og sumpart eftir óskum hlutaðeigandi þingflokks. Efstur verð-
ur sá, sem hefur hæsta atkvæðatölu, næstefstur sá, sem að honum frá-
gengnum hefur hæsta atkvæðatölu í hlutfalli við gild atkvæði í kjör-
dærninu, þriðji sá, sem þingflokkurinn hefur sett efstan á raðaðan
landslista, fjórði sá, sem hefur hæsta atkvæðatölu þeirra, sem eftir eru,
fimmti, sem hefur hana hlutfallslega hæsta, sjötti sá, sem er næstefstur
á röðuðum landslista o. s. frv. Eftir þessari röð eru svo valdir uppbótar-
þingmenn flokksins. í töflu V B (bls. 34—35), er sýnt, hvernig frambjóð-
endum Alþýðuflokksins, Sósíalistaflokksins og Sjálfstæðisfloklcsins var
raðað að þessu lej'ti.
í töflu V C (bls. 35), er skýrt frá, hvaða framhjóðendur hlutu uppbótar-
þingsætin og hverjir urðu varamenn.