Morgunblaðið - 06.08.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.08.2015, Blaðsíða 2
Í BREIÐHOLTI Björn Már Ólafsson bmo@mbl.is Leiknismenn unnu gríðarlega sterk- an og mikilvægan sigur á Íslands- meisturum Stjörnunnar á Leiknis- velli í gærkvöldi. Mikil harka var í leiknum og hart barist á báða bóga. Dómarinn lagði afar háa línu, leyfði margt og einkenndist leikurinn tölu- vert af því, þótt ekki hafi hallað á annaðhvort liðið. Stjörnumenn voru meira með boltann frá upphafi og freistuðu Leiknismenn þess að sækja hratt. Fremstur hjá Leiknis- mönnum var Hollendingurinn Danny Schreurs sem byrjaði sinn fyrsta leik. Hann var afar mikil- vægur fyrir liðið, hélt boltanum vel og skapaði sér nokkur færi þótt hann hafi gengið markalaus af velli í síðari hálfleik. Ólafur Karl Finsen fékk besta tækifæri Stjörnumanna í fyrri hálfleik en Eyjólfur í marki Leiknis sá við honum. Hröð sókn skapaði markið Síðari hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri en smátt og smátt færðu Leiknismenn sig framar á völlinn. Þeir uppskáru svo mark eftir horn- spyrnu þegar Halldór K. Hall- dórsson miðvörður þeirra skallaði knöttinn í netið. Hornspyrnuna fengu þeir einmitt eftir leiftur- snögga sókn þar sem Gunnar Niel- sen þurfti að hlaupa út úr marki sínu og Heiðar Ægisson kom svo í veg fyrir mark með ævintýralegri tæklingu. Eftir markið vörðust Leiknismenn enn dýpra en svo virð- ist sem það hafi hentað þeim ágæt- lega. Halldór K. Halldórsson lék af- ar vel í hjarta varnarinnar og skallaði í burtu flestallar fyrirgjafir sem Stjörnumenn dældu inn á teig- inn. Fína stutta spilið sem Stjörnu- menn sýndu á stuttum köflum í fyrri hálfleik sást ekkert í þeim síð- ari og þurftu þeir að freista þess að dæla löngum boltum fram völlinn, en það skilaði litlu. Leiknismenn komust með sigrinum upp fyrir ÍBV í 10. sætið og þau lið mætast ein- mitt í næstu umferð. Það verður mikilvægur leikur fyrir bæði lið. „Við vitum að við verðum að berjast alveg fram fram að 3. október,“ sagði Freyr Alexandersson þjálfari Leiknis eftir leikinn, ánægður en ákveðinn. Stjörnumenn aftur á móti duttu með ósigrinum niður í sjöunda sætið. Með hörkusigri úr fallsætinu  Leiknir vann Stjörnuna í hörðum leik Morgunblaðið/Eva Björk Leiknir Guðjón Baldvinsson og félagar í Stjörnunni töpuðu baráttunni í gær. 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2015 arlega í markinu og hinn eldfljóti Ma- gee nýtti sér það vel. KR-ingar hafa aftur á móti ekki náð að skora mark í opnum leik í 180 mínútur í deildinni. Það verður að teljast áhyggjuefni fyr- ir Bjarna Guðjónsson þjálfara KR- inga. Þeir ná að halda boltanum mjög vel og Jacob Schoop dreifir boltanum óaðfinnanlega fyrir þá en ótal fyr- irgjafir þeirra í leiknum í gær báru engan árangur – ólíkt því sem átti sér stað í leiknum gegn ÍBV þar sem pró- sentutala fyrirgjafa sem gáfu mark í þeim leik var ansi há. KR missti FH með tapinu í gær þremur stigum frá sér í toppsætinu. Englendingurinn Magee hefur nú komið inn sem varamaður tvo leiki í röð og skorað fyrir Fjölni og hann veldur Ágústi Gylfasyni þjálfara sín- um áreiðanlega miklum hausverk þegar valið verður í næsta byrjunar- lið. Magee hefur nú skorað sjö mörk fyrir Fjölni en aðeins fengið fimm tækifæri í byrjunarliðinu í sumar. „Ég þarf bara að ganga úr skugga um að gera sem mest úr þeim tækifærum sem ég fæ. . Ég fer ekki að væla yfir þessu,“ sagði Magee við Morgun- blaðið eftir leik. „Ég hljóp bara og boltinn var þarna. Ég sá að markvörðurinn var að hlaupa til baka og var ekki tilbúinn. Ég kom þess vegna bara boltanum á markið og lukkulega fór hann inn,“ sagði Magee um sigurmark sitt. Það er sannarlega bjart yfir Grafarvog- inum um þessar mundir. Bjart yfir Voginum  Frábær baráttusigur illviðráðanlegra Fjölnismanna á KR sem missti FH þremur stigum frá sér  Magee hefur byrjað fimm sinnum í sumar en skorað sjö mörk 1:0 Halldór K.Halldórsson 73.skoraði með skalla eftir hornspyrnu Hilmars Árna frá hægri. I Gul spjöld:Hörður (Stjörnunni) 65. (brot), Fomen (Leikni) 72. (brot), Arnar Már (Stjörnunni) 82. (brot). I Rauð spjöld: Engin. MM Halldór K. Halldórsson (Leikni) M Óttar Bjarni Guðmundsson (Leikni) Atli Arnarson (Leikni) Elvar Páll Sigurðsson (Leikni) Danny Schreurs (Leikni) Pablo Punyed (Stjörnunni) Leiknisvöllur, Pepsi-deild karla, 14. umferð, miðvikudag 5. ágúst 2015. Skilyrði: Hálfskýjað, hlýtt og flottur grasvöllur. Skot: Leiknir 7 (4) – Stjarnan 8 (3). Horn: Leiknir R. 6 – Stjarnan 6. Leiknir R.: (4-4-2) Mark: Eyjólfur Tómasson. Vörn: Eiríkur Ingi Magn- ússon, Óttar Bjarni Guðmundsson, Halldór K. Halldórsson, Gestur Ingi Harðarson (Charley Fomen 67.). Miðja: Fannar Þór Arnarsson, Atli Arnarsson, Brynjar Hlöðversson, Elvar Páll Sigurðsson (Kristján Páll Jónsson 85.). Sókn: Hilmar Árni Halldórsson, Danny Schreurs (Ólaf- ur H. Kristjánsson 77.). Stjarnan: (4-4-2) Mark: Gunnar Nielsen. Vörn: Heiðar Ægisson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Daníel Laxdal, Hörður Árnason (Jóhann Laxdal 77.). Miðja: Arnar Már Björg- vinsson, Michael Præst, Pablo Pu- nyed, Ólafur K. Finsen. Sókn: Guð- jón Baldvinsson, Veigar Páll Gunnarsson (Þórhallur Kári Knúts- son 46.). Dómari: Guðmundur Ársæll Guð- mundsson – 5. Áhorfendur: Óuppgefið. Leiknir R. – Stjarnan 1:0 Fjölnisvöllur, Pepsi-deild karla, 14. um- ferð, miðvikudag 5. ágúst 2015. Skilyrði: Völlurinn góður, sólin skein og smá gola. Skot: Fjölnir 9 (4) – KR 5 (5). Horn: Fjölnir 3 – KR 14. Fjölnir: (4-4-2) Mark: Þórður Inga- son. Vörn: Atli Már Þorbergsson, Bergsveinn Ólafsson, Jonatan Neftalí, Viðar Ari Jónsson. Miðja: Ragnar Leósson (Aron Sigurðarson 84), Illugi Þór Gunnarsson, Guðmundur B. Guð- jónsson, Guðmundur K. Guðmunds- son. Sókn: Gunnar Már Guðmundsson (Mark Magee 75), Kennie Chopart (Hans Viktor Guðmundsson 90). KR: (4-3-3) Mark: Sindri Snær Jens- son. Vörn: Gonzalo Balbi (Sören Frederiksen 46), Skúli Jón Frið- geirsson, Rasmus Christiansen, Gunn- ar Þór Gunnarsson. Miðja: Kristinn J. Magnússon, Jacob Schoop, Pálmi Rafn Pálmason (Gary Martin 72). Sókn: Almarr Ormarsson (Þorsteinn Már Ragnarsson 57), Hólmbert Aron Friðjónsson, Óskar Örn Hauksson. Dómari: Erlendur Eiríksson – 7. Áhorfendur: 1.264. Fjölnir – KR 2:1 Pepsi-deild karla ÍBV – Fylkir.............................................. 0:1 Víkingur – ÍA............................................ 1:1 FH – Valur ................................................ 2:1 Leiknir R. – Stjarnan............................... 1:0 Fjölnir – KR.............................................. 2:1 Breiðablik – Keflavík ............................... 4:0 Staðan: FH 14 9 3 2 30:17 30 KR 14 8 3 3 23:13 27 Breiðablik 14 7 5 2 22:9 26 Valur 14 7 3 4 24:17 24 Fjölnir 14 7 2 5 21:19 23 Fylkir 14 5 5 4 15:18 20 Stjarnan 14 5 4 5 17:16 19 ÍA 14 4 5 5 17:20 17 Víkingur R. 14 4 4 6 22:22 16 Leiknir R. 14 3 4 7 14:19 13 ÍBV 14 3 2 9 15:26 11 Keflavík 14 1 2 11 13:37 5 Markahæstir: Patrick Pedersen, Val ................................. 8 Þórir Guðjónsson, Fjölni ............................ 7 Jeppe Hansen, Stjörnunni.......................... 6 Steven Lennon, FH..................................... 5 Óskar Örn Hauksson, KR .......................... 5 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðabliki...... 5 Jonathan Glenn, Breiðabliki ...................... 5 Albert Brynjar Ingason, Fylki................... 5 1. deild kvenna C Tindastóll – Einherji ................................ 2:1 Staðan: Völsungur 9 9 0 0 59:2 27 Tindastóll 9 5 2 2 18:11 17 Hamrarnir 9 4 1 4 12:20 13 Fjarðabyggð 8 4 0 4 14:12 12 Sindri 9 3 2 4 13:17 11 Höttur 9 1 2 6 11:28 5 Einherji 9 0 3 6 6:43 3 Svíþjóð A-deild kvenna: Eskilstuna – Rosengård.......................... 1:2  Glódís Perla Viggósdóttir spilaði allan leikinn með Eskilstuna.  Sara Björk Gunnarsdóttir spilaði allan leikinn með Rosengård.  Staðan: Rosengård 29, Eskilstuna 25, Linköping 22, Piteå 21, Göteborg 18, Örebro 16, Kristianstad 16, Vittsjö 15, Umeå 9, Hammarby 9, Mallbacken 5, AIK 1. Meistaradeild Evrópu 3. umferð síðari leikir: Basel – Lech Poznan ................................1:0  Birkir Bjarnason spilaði allan leikinn og skoraði mark Basel sem fer áfram, sam- anlagt 4:1. Malmö – Salzburg.....................................3:0  Kári Árnason lék allan leikinn fyrir Malmö sem fer áfram, samanlagt 3:2. KNATTSPYRNA KNATTSPYRNA Pepsí-deild kvenna: Hlíðarendi: Valur - Stjarnan ................19:15 1. deild karla: Grindavíkurv: Grindavík - Selfoss .......19:15 2. deild karla: Dalvíkurvöllur: Dalvík/Reynir - Huginn..19 Fjarðabyggðarhöllin: Leiknir F. - KF .....19 4. deild karla: Leiknisvöllur: Afríka - Snæfell .................19 Í KVÖLD! 1:0 Guðmundur K. Guðmunds-son 5. smurði boltann í hægra hornið með skoti rétt innan vítateigs vinstra megin. 1:1 Hólmbert Aron Friðjónsson56. tók aukaspyrnu af 25 metra færi og þrumaði boltanum framhjá veggnum og í þverslána og inn. 2:1 Mark Magee 77. slapp einn ígegn eftir sendingu frá Guð- mundi K. og kláraði færið af mikilli yfirvegun. I Gul spjöld:Bergsveinn (Fjölni) 39. (brot), Neftalí (Fjölni) 56. (brot), Guð- mundur B. (Fjölni) 67. (brot), Magee (Fjölni) 81. (töf), Þórður (Fjölni), 82. (töf), Skúli Jón (KR) 50. (brot). I Rauð spjöld: Engin. M Þórður Ingason (Fjölni) Guðmundur K. Guðmundss.(Fjölni) Bergsveinn Ólafsson (Fjölni) Mark Magee (Fjölni) Ragnar Leósson (Fjölni) Hólmbert Aron Friðjónsson (KR) Jacob Schoop (KR) Óskar Örn Hauksson (KR) Í GRAFARVOGI Pétur Hreinsson peturhreins@mbl.is Ef KR-ingar héldu að „þetta væri komið“ eftir afar sannfærandi sigur gegn ÍBV í undanúrslitum bikarsins í síðustu viku vöknuðu þeir heldur bet- ur upp við vondan draum í gærkvöldi í sólinni í Grafarvogi. Lokatölur 2:1 fyr- ir heimamenn í Fjölni sem unnu þar með sinn annan sigur í röð eftir fjög- urra leikja taphrinu í deildinni. KR-ingar fengu óskabyrjun á leikn- um þar sem Óskar Örn Hauksson fékk dauðafæri strax á 4. mínútu en Þórður Ingason í marki Fjölnismanna varði frábærlega í markinu. Þórður átti eftir að láta til sín taka í leiknum og ef það er hægt að draga einhvern einn úr liði Fjölnis þá átti Þórður kannski stærstan þátt í annars frá- bærum liðsheildarsigri Grafarvogs- pilta sem börðust eins og ljón allan leikinn og gáfu KR-ingum ekki tommu eftir. Spjaldasöfnun þeirra í leiknum er engin tilviljun. KR-ingar spiluðu þennan leik hins vegar ágætlega þrátt fyrir tapið. Þeir fengu nokkur ágæt færi, sér í lagi í fyrri hálfleik. Í stöðunni 1:1 litu málin vel út fyrir Vesturbæinga sem höfðu tögl og hagldir á leiknum og Fjölnis- menn virtust vera að missa trúna á verkefnið. Sigurmark Charles Magee kom nokkuð óvænt eftir þunga pressu KR-inga en vörn þeirra lá mjög fram- Atli Viðar Björnsson og Bjarni Þór Við- arsson skoruðu heldur betur tímamótamörk í sigri FH á Val í gær. Atli Viðar skoraði sitt 102. mark í efstu deild þegar hann kom FH yfir og er þar með orðinn einn í þriðja sætinu yfir markahæstu leikmenn efstu deildar karla frá upphafi. Hann fór upp fyr- ir Guðmund Steinsson sem skoraði 101 mark fyrir Fram og Víking á árunum 1978 til 1993. Aðeins Tryggvi Guðmundsson, með 131 mark, og Ingi Björn Al- bertsson, með 126 mörk, hafa skor- að fleiri mörk en Atli Viðar í deild- inni. FH komið í þúsund mörk Þegar Bjarni Þór skallaði boltann í mark Vals og kom FH í 2:1 skoraði hann þúsundasta mark FH í efstu deild frá upphafi. FH er þar með sjöunda félagið sem nær að skora 1.000 mörk eða meira í deildinni. KR hefur skorað flest, 1.936 talsins. vs@mbl.is Tímamót hjá Atla og FH Atli Viðar Björnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.