Morgunblaðið - 06.08.2015, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2015
Morgunblaðið/Eva Björk
Hjarta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnismanna, fór fremstur í flokki í fagnaðarlátunum eftir sigurinn á KR í gærkvöldi og sýndi áhorfendum þakklæti sitt.
Í EYJUM
Arnar Gauti Grettisson
sport@mbl.is
Fylkir vann svokallaðan „iðn-
aðarsigur“ á ÍBV í gær í Vest-
mannaeyjum þegar liðin mættust í
fyrsta leik 14. umferðar Pepsi-
deildar karla. Jóhannes Karl Guð-
jónsson skoraði eina mark leiksins
á 60. mínútu þegar hann gaf bolt-
ann fyrir beint á Guðjón Orra í
marki Eyjamanna sem missti bolt-
ann í netið, afar klaufalegt og Guð-
jón sem var búinn að vera góður í
leiknum fram að þessu kostaði
Eyjamenn stig í botnbaráttunni.
Það sést vel á leik Fylkis hver er
að þjálfa þá en í leik þeirra er bar-
áttan í fyrirrúmi og ekki mikið um
fótbolta. Það sást hvað best í fyrri
hálfleiknum í gær en baráttan get-
ur komið liðinu langt.
Eyjamenn eru ekki búnir að vera
sannfærandi undir stjórn Ásmundar
Arnarssonar sem í gær mætti sín-
um gömlu lærisveinum. Tölfræðin
talar sínu máli, 3 leikir og 3 töp
með markatöluna -7. Eyjamenn
verða að fara að spýta í lófana ef
ekki á að fara verr, því þessi spila-
mennska sem þeir hafa sýnt í síð-
ustu leikjum dugar ekki til að halda
sér í deild þeirra bestu. Það er hins
vegar nóg eftir af stigum og því
nægur tími til að bjarga sér frá
falli.
Vinna þarf baráttuna í Eyjum
Það var mikill hiti í leikmönnum
og var Ásmundur Arnarsson ekki
sáttur við Ívar Orra dómara leiks-
ins í leikslok. Skiljanlega, hann var
ekki með góð tök á leiknum og var
of mikið í sviðsljósinu.
„Við gáfum þeim markið, það tap-
aði leiknum. Menn lögðu fullt í
þetta í dag, það var mikil barátta í
mannskapnum. Menn sýndu miklu
meiri samvinnu og liðsheild en í
undanförnum leikjum. Þannig að
það er grátlegt að fá ekkert út úr
því,“ sagði Ásmundur.
„Við unnum baráttuna í dag og
þegar þú kemur til Eyja, ég þekki
það vel, og vinnur ekki baráttuna
þá áttu ekki séns. Við unnum
hana,“ sagði Hermann Hreiðarsson,
þjálfari Fylkis, sem var öllu kátari
eftir leikinn gegn sínum gömlu
lærisveinum.
Ljósmynd/Sigfús Gunnar
Einvígi Tómas Þorsteinsson og Ian Jeffs fara upp í skallabolta í leik ÍBV og
Fylkis í gær. Þar virðist Tómas hafa betur líkt og Fylkismenn gerðu í leiknum.
Fylkir vann á
baráttunni
Sendu Eyjamenn niður í fallsæti
0:1 Jóhannes Karl Guð-jónsson 60. fékk boltann
frá Oddi Inga úr aukaspyrnu
vinstra megin og ætlaði að gefa fyr-
ir en boltinn fór beint á Guðjón
Orra í markinu sem missti hann í
netið.
I Gul spjöld:Hafsteinn (ÍBV) 45. (brot),
Oddur (Fylki) 57. (brot), Barden
(ÍBV) 60. (brot), Jóhannes (Fylki)
63. (brot), Adams (ÍBV) 86. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
M
Gunnar Þorsteinsson (ÍBV)
Jose Sito (ÍBV)
Ásgeir Börkur Ásgeirsson (Fylki)
Ásgeir Eyþórsson (Fylki)
Tonci Radovinkovic (Fylki)
Hásteinsvöllur, Pepsi-deild karla, 14.
umferð, miðvikudag 5. ágúst 2015.
Skilyrði: Til fyrirmyndar, völlurinn
flottur og smá gola.
Skot: ÍBV 7 (3) – Fylkir 9 (5).
Horn: ÍBV 2 – Fylkir 7.
ÍBV: (4-4-2) Mark: Guðjón Orri Sig-
urjónsson. Vörn: Jonathan P. Barden,
Tom Even Skogsrud, Hafsteinn
Briem, Jón Ingason. Miðja: Gunnar
Þorsteinsson (Mario Brlecic 66),
Mees Siers, José Sito Seoane. Sókn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, Bjarni
Gunnarsson (Víðir Þorvarðarson 66).
Fylkir: (4-4-2) Mark: Ólafur Íshólm
Ólafsson. Vörn: Andrés Már Jóhann-
esson, Tonci Radovinkovic, Ásgeir Ey-
þórsson, Tómas Þorsteinsson. Miðja:
Jóhannes Karl Guðjónsson (Elís Rafn
Björnsson 64), Ásgeir Börkur Ás-
geirsson, Oddur Ingi Guðmundsson
(Ásgeir Örn Arnþórsson 73). Sókn:
Albert B. Ingason, Hákon Ingi Jóns-
son.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson – 4.
Áhorfendur: 603.
ÍBV– Fylkir 0:1
Eygló ÓskGúst-
afsdóttir hafnaði í
23. sæti í 50 metra
baksundi á
heimsmeistara-
mótinu í sundi í
Kazan í Rússlandi
í gærmorgun.
Eygló Ósk synti á
tímanum 28,75 sekúndum, en Ís-
landsmet hennar í greininni er 28,61
sekúndur. Hún verður í eldlínunni á
morgun, en þá keppir hún í 200 metra
baksundi.
Aron Jóhannsson var í gær form-lega kynntur sem leikmaður
Werder Bremen í þýsku 1. deildinni.
Aron kemur til Werder frá AZ
Alkmaar í Hollandi þar sem hann hef-
ur leikið frá árinu 2013. Hann samdi
við þýska félagið til fjögurra ára og
mun klæðast treyju númer níu.
Hafdís Sig-urðardóttir
keppti í gær í
langstökki á boðs-
móti í frjálsum
íþróttum sem
haldið var í Kaup-
mannahöfn. Haf-
dís stökk lengst
6,42 metra og
hafnaði í öðru sæti, en hún átti önnur
stökk upp á 6,41 metra, 6,34 metra og
6,15 metra. Tvö stökk hennar af sex
voru ógild, en hún er að reyna við lág-
mark inn á heimsmeistaramótið í
Peking síðar í mánuðinum. Til þess
þarf hún að stökkva 6,70 metra fyrir
10. ágúst næstkomandi, en slíkt stökk
kæmi henni einnig inn á Ólympíu-
leikana í Ríó að ári.
Íslenska landsliðið í knattspyrnuskipað piltum 17 ára og yngri tek-
ur nú þátt á Norðurlandamóti í knatt-
spyrnu sem fram fer í Svíþjóð. Ísland
tapaði 3:0 fyrir heimamönnum á
þriðjudag en sneri blaðinu við í gær
og hafði betur gegn Bandaríkjunum,
2:0. Bæði mörkin voru sjálfsmörk og
hafa bæði lið nú þrjú stig í A-riðli eftir
tvo leiki. Svíar eru á toppnum með
fullt hús stiga en Færeyjar eru án
stiga. Ísland mætir Færeyjum á
morgun.
Sara BjörkGunn-
arsdóttir og Glód-
ís Perla Viggós-
dóttir léku báðar
allan leikinn þeg-
ar lið þeirra áttust
við í sænsku úr-
valsdeildinni í
knattspyrnu í
dag. Eskilstuna
United, lið Glódísar, tók á móti
Rosengård, liði Söru, og voru það
gestirnir sem höfðu betur 2:1. Ro-
sengård styrkti með sigrinum stöðu
sína á toppi deildarinnar. Liðið er nú
með 29 stig eftir 12 leiki. Eskilstuna
er í öðru sæti með 25 stig eftir jafn-
marga leiki.
Íslendingaliðið Aue sem leikur íþýsku 2. deildinni í handknattleik
spilaði í gærkvöldi æfingaleik við
tékkneska meistaraliðið Pilsen. Læri-
sveinar Rúnars Sigtryggssonar áttu
náðugan dag og unnu öruggan sigur,
23:10, eftir að hafa verið yfir í hálfleik,
13:4. Bjarki Már Gunnarsson skoraði
fjögur marka Aue í leiknum og var
markahæstur ásamt þeim Jan Faith
og Sebastian Duschek.
Bayern München vann Real Ma-drid, 1:0, í úrslitaleik Audi-
bikarsins í kvöld, en æfingamótið var
leikið á heimavelli Bæjara í München.
Robert Lewandowski skoraði eina
mark leiksins tveimur mínútum fyrir
leikslok með skoti eftir fyrirgjöf Dou-
glas Costa. Tottenham vann bronsið
eftir sigur á AC Milan í leiknum um
þriðja sætið, 2:0.
Fólk sport@mbl.is