Morgunblaðið - 06.08.2015, Side 4
Í SMÁRANUM
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Umferðin í Pepsí-deild karla í gær-
kvöldi var á margan hátt mjög góð
fyrir Blika. Bæði KR og Valur töp-
uðu sínum leikjum og Breiðablik
vann 4:0 stórsigur. Fyrir vikið fór
liðið upp fyrir Val í 3. sæti deild-
arinnar og er aðeins stigi á eftir KR.
Eins og fyrir umferðina er liðið fjór-
um stigum á eftir FH.
Keflvíkingar bíða enn um sinn eft-
ir öðrum sigri sínum í deildinni í
sumar og sitja í botnsætinu með að-
eins 5 stig. Þó enn séu átta leikir eft-
ir þá finnst manni Keflvíkingar vera
að falla á tíma. Þeir eru átta stigum
frá 10. sætinu og þurfa væntanlega
að vinna alla vega fjóra til fimm leiki
til viðbótar ef þeim á að takast að
halda sæti sínu í deildinni. Keflvík-
ingar voru ekki jafn slæmir í fyrri
hálfleik og úrslit leiksins gefa til
kynna. Hólmar átti til að mynda slá-
arskot í stöðunni 0:0.
Eins og svo oft áður í sumar var
Kristinn Jónsson magnaður fyrir
Breiðablik. Ég sé eftir því að hafa
ekki talið rispur hans fram kantinn.
Þær hljóta að hafa verið nálægt tíu á
þeim 70 mínútum sem hann spilaði
og þá tel ég eingöngu þær rispur þar
sem hann fékk boltann. Kristinn er
ekki bara mjög fljótur heldur sendir
hann nettar og nákvæmar fyrir-
gjafir á fullri ferð, en fáir hafa vald á
því að staðaldri.
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði
tvívegis í leiknum og er búinn að
hrista af sér hettusóttina og fylgi-
kvilla hennar. „Ég þurfti að komast
aftur í leikform og vissi að það
myndi taka sinn tíma. Ég hélt áfram
að æfa vel og mér finnst ég verða
betri með hverri vikunni sem líður,“
sagði Höskuldur og hann er bjart-
sýnn á framhaldið.
„Allt stefnir í fjögurra liða baráttu
á lokasprettinum þó enn séu átta
leikir eftir. Við gátum ekki beðið um
betri úrslit í kvöld en við vorum þó
fyrst og fremst ákveðnir í að vinna
okkar leik. Addi (Grétars þjálfari)
sagðist reyndar viss um að eitthvað
óvænt myndi gerast í kvöld. Það
gekk eftir og hann er góður að spá
fyrir um úrslit.“
Enn líf í Blikunum
Minntu á sig í titilbaráttunni Arnar Grétars spáði fyrir um óvænta
atburði í gærkvöldi Keflvíkingar áttu sláarskot í stöðunni 0:0
Í VÍKINNI
Hjörvar Ólafsson
hjorvaro@mbl.is
Víkingur og ÍA sættust á jafnan hlut
þegar liðin mættust á Víkingsvellinum
í gær. Stigið gerir ansi lítið fyrir bæði
lið sem hefðu getað kvatt fallbarátt-
unna endanlega með sigri. Það var þó
liðunum til happs að ÍBV tapaði sínum
leik í þessari umferð og staða liðanna í
fallbaráttunni vænkaðist því aðeins
með þessu stigi.
Bæði lið höfðu verið á góðu skriði í
deildinni fyrir þennan leik. Víkingur
hafði unnið tvo leiki í röð og ÍA státaði
af næstbesta árangrinum í deildinni í
síðustu fimm umferðunum með þrjá
sigra og eitt jafntefli.
Víkingar léku fínan fótbolta úti á
vellinum, en liðinu gekk hins vegar erf-
iðlega að reka endahnútinn á laglega
uppbyggðar sóknir sínar. Leikmenn
Víkings komu sér oft í góða stöðu til
þess að skapa færi, en náðu svo ekki að
fylgja því eftir þegar á hólminn var
komið.
Skagamenn ógnuðu aðallega úr föst-
um leikatriðum frá Jóni Vilhelm Áka-
syni og úr einni slíkri skoraði Garðar
Bergmann Gunnlaugsson. Þá var Ás-
geir Marteinsson hættulegur í fram-
línu Skagamanna þá sér í lagi þegar
hann fann sér svæði milli varnar og
miðju Víkings.
Jafntefli var þegar allt kemur til alls
sanngjörn niðurstaða. Liðin skiptust á
að hafa yfirhöndina í leiknum. Víkingur
var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik á
meðan Skagamenn mættu grimmir til
leiks í seinni hálfleikinn. Liðin eru bæði
enn að daðra við fall úr efstu deild þó
svo að bæði lið standi ansi vel að vígi í
fallbaráttunni eftir drjúga stigasöfnun
í síðustu leikjum liðanna.
Stig sem gefur lítið
Víkingur og ÍA skiptu með sér stigunum í Fossvoginum Bæði lið gátu
stimplað sig frá fallbaráttu með sigri Sameinast í fögnuði á tapi Eyjamanna
Morgunblaðið/Eggert
Fyrsta markið Jonathan Glenn skoraði sitt fyrsta mark fyrir Blika í gær og fagnar því með Kristni Jónssyni.
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. ÁGÚST 2015
Kópavogsvöllur, Pepsi-deild karla,
14. umferð, miðvikudag 5. ágúst
2015.
Skilyrði: Mjög fín. Hægviðri, skýjað
og hiti um 10 stig. Völlurinn góður.
Skot: Breiðablik 13 (10) – Keflavík 8
(6).
Horn: Breiðablik 9 – Keflavík 4.
Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur
Gunnleifsson. Vörn: Arnór S. Aðal-
steinsson, Elfar Freyr Helgason,
Damir Muminovic. Miðja: Oliver Sig-
urjónsson (Andri Rafn Yeoman 82),
Guðjón Pétur Lýðsson, Arnþór Ari
Atlason (Atli Sigurjónsson 74).
Sókn: Ellert Hreinsson, Jonathan
Glenn, Höskuldur Gunnlaugsson.
Keflavík: (4-5-1) Mark: Sindri K.
Ólafsson. Vörn: Alexander Magn-
ússon (Daníel Gylfason 74), Paul
Bignot, Einar Orri Einarsson, Magnús
Þ. Matthíasson. Miðja: Bojan Stefán
Ljubicic, Farid Zato (Frans Elvarsson
13), Sindri Snær Magnússon, Samu-
el Jimenez (Martin Hummervoll 62).
Sókn: Chukwudi Chijindu.
Dómari: Garðar Örn Hinriksson – 7.
Áhorfendur: 1.128.
Breiðablik – Keflavík 4:0
Víkingsvöllur, Pepsi-deild karla,
14. umferð, miðvikudag 5. ágúst
2015.
Skilyrði: Örlítil gola en nokkuð
hlýtt í Fossvoginum. Völlurinn
virkaði þurr og nokkuð sléttur og
þéttur.
Skot: Víkingur R. 5 (2) – ÍA 12
(6).
Horn: Víkingur R. 3 – ÍA 10.
Víkingur R.: (4-4-2) Mark: Thom-
as Nielsen. Vörn: Dofri Snorra-
son, Tómas Guðmundsson, Milos
Zivkovic, Halldór Smári Sigurðs-
son. Miðja: Davíð Örn Atlason,
Igor Taskovic, Viktor Bjarki Arn-
arsson, Hallgrímur Mar Stein-
grímsson. Sókn: Rolf Toft (Andri
Rúnar Bjarnason 59), Vladimir
Tufegdzic (Agnar Darri Sverrisson
69).
ÍA: (4-4-2) Mark: Árni Snær
Ólafsson. Vörn: Þórður Þ. Þórð-
arson, Ármann Smári Björnsson,
Arnór S. Guðmundsson, Darren
Lough. Miðja: Hallur Flosason
(Eggert Kári Karlsson 72), Albert
Hafsteinsson, Arnar Már Guð-
jónsson, Jón Vilhelm Ákason
(Marko Andelkovic 84). Sókn: Ás-
geir Marteinsson, Garðar B.
Gunnlaugsson.
Dómari: Pétur Guðmundsson – 7.
Áhorfendur: 930.
Víkingur – ÍA 1:1
1:0 Hallgrímur Mar Steingrímsson 3. var staddur á vítateigshorninu,lék inn í teiginn og skoraði með föstu skoti í nærhornið.
1:1 Garðar Bergmann Gunnlaugsson 31. skoraði með með föstumskalla eftir góða hornspyrnu frá Jóni Vilhelm.
I Gul spjöld:Zivkovic (Víkingi) 24. (brot), Arnar Már (ÍA) 52. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
M
Hallgrímur Mar Steingrímsson (Víkingi)
Milos Zivkovic (Víkingi)
Ásgeir Marteinsson (Víkingi)
Jón Vilhelm Ákason (Víkingi)
1:0 Jonathan Glenn 42. setti boltann ínetið með brjóstkassanum af stuttu
færi eftir fyrirgjöf Kristins.
2:0 Höskuldur Gunnlaugsson 44. meðviðstöðulausu skoti eftir fyrirgjöf
Ellerts og skallasendingu Guðjóns.
3:0 Arnþór Ari Atlason 50. með hnit-miðuðum skalla eftir fyrirgjöf
Kristins.
4:0 Höskuldur Gunnlaugsson 67.með góðum skalla eftir auka-
spyrnu Guðjóns Péturs.
I Gul spjöld:Bojan Stefán (Keflavík) 64. (mót-
mæli), Franz (Keflavík) 65. (brot), Einar
Orri (Keflavík) 67. (brot), Sindri (Keflavík)
72. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
MM
Kristinn Jónsson (Breiðabliki)
Höskuldur Gunnlaugsson (Bbliki)
M
Gunnleifur Gunnleifsson (Bbliki)
Arnór Aðalsteinsson (Breiðabliki)
Oliver Sigurjónsson (Breiðabliki)
Arnþór Ari Atlason (Breiðabliki)
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðabliki)
Ellert Hreinsson (Breiðabliki)
Sindri K. Ólafsson (Keflavík)
Hólmar Örn Rúnarsson (Keflavík)
Þegar ég ræði við íþrótta-
áhugamenn sem ekki eru ný-
hættir á bleiu, og vita við hvað
ég starfa, þá fæ ég tvær spurn-
ingar oftar en aðrar. Önnur
þeirra er: „Hvar er Julian Dura-
nona?“ Hin spurning er af sama
meiði: „Hvar er Mihajlo Biber-
cic?“
Nú á ég erfitt með að átta
mig á því hvers vegna fólk telur
sjálfsagt að ég fylgist með af-
drifum goðsagna í íþróttum
löngu eftir að þeir eru hættir að
spila. En þessar spurningar
benda mjög sterkt til þess
hversu mikinn svip margir snjall-
ir erlendir leikmenn hafa sett á
boltagreinarnar hérlendis. Tilþrif
þeirra og taktar eru greypt í
minni íþróttaunnenda.
Ég tel að þetta gleymist stund-
um þegar við ræðum um erlenda
leikmenn á Íslandi. Oft á tíðum
setja menn spurningarmerki við
þegar íslensk lið leita eftir liðs-
styrk erlendis frá. Ég ætla alls
ekki að mæla því bót að menn
eyði um efni fram í þeim efnum,
eða geri slíkt á kostnað efnilegra
leikmanna sem eru tilbúnir í
slaginn. En líkast til eru menn að
vonast eftir því að finna næsta
Duranona eða næsta Bibercic.
Í körfuboltanum er það
orðinn árviss viðburður að menn
takast á um hversu marga út-
lendinga skal leyfa. Ekki virðast
menn vilja hafa það frjálst og ríf-
ast því um heppilegasta kvóta-
kerfið. Á stundum hefur manni
virst sem körfuboltahreyfingin
sé nánast klofin í herðar niður
vegna þessa þrætueplis en sjálf-
sagt mun Hannes formaður
skamma mig fyrir að taka svo
sterkt til orða. Um leið og hann
er búinn að skamma félaga sína í
FIBA Europe fyrir að halda Vest-
urbæjarstórveldinu fyrir utan
Evrópukeppnina.
Í handboltanum eru mun
færri útlendingar en oft áður.
Sjálfsagt hefur skortur á fjár-
magni nokkuð með það að gera. Í
ljósi þess að gríðarlegur fjöldi
handboltamanna okkar leikur er-
lendis, þá mætti deildin hér
heima alveg við því að hér væru
nokkrir erlendir leikmenn sem
gætu glatt augað. Að því gefnu
að þeir séu betri en þeir sem fyr-
ir eru. Slíkir leikmenn geta einnig
haft jákvæð áhrif á aðsóknina.
BAKVÖRÐUR
Kristján Jónsson
kris@mbl.is