Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015
ÍÞRÓTTIR
Fótbolti Atli Viðar Björnsson átti stóran þátt í sigri FH á Skaganum og hefur nú skorað alls 104 mörk í efstu
deild. FH-ingar héldu toppsætinu með sigri en KR og Breiðablik unnu einnig 2-3
Íþróttir
mbl.is
Íslands- og bikarmeistarar Stjörn-
unnar verða í dag fyrsta íslenska liðið
í sjö ár sem tekur þátt í forkeppni
Meistaradeildar kvenna í knatt-
spyrnu. Stjarnan mætir þá Hib-
ernians frá Möltu í fyrsta leik sínum í
C-riðli forkeppninnar sem leikinn er
á Kýpur. Önnur lið í riðlinum eru KÍ
frá Færeyjum og Apollon frá Kýpur.
Apollon var úthlutað gestgjafa-
hlutverkinu í riðlakeppninni sem þýð-
ir að allir leikir riðilsins fari fram á
heimavelli liðsins í þessari viku, í dag,
á fimmtudag og á sunnudag.
Íslandsmeistarar hafa frá árinu
2008 átt fast sæti í 32ja liða úrslitum
Meistaradeildarinnar, vegna góðs ár-
angurs árin þar á undan þegar bæði
Valur og Breiðablik komust í átta liða
keppninnar með árs millibili.
Síðustu sex ár hafa íslensku liðin
hinsvegar ávallt fallið út í 32ja liða úr-
slitum og það leiddi til þess að Stjarn-
an þarf að fara í þessa forkeppni í ár.
Fyrirfram bendir flest til þess að
Stjarnan og Apollon leiki úrslitaleik
riðilsins á sunnudag en bæði ættu
þau að vinna auðvelda sigra á meist-
araliðum Möltu og Færeyja sem
hvorugt fékk stig í undankeppninni á
síðasta ári. Lið KÍ frá Klaksvík er þó
mjög reynt í keppninni eftir að hafa
tekið þátt í henni 15 ár í röð, eina fé-
lag Evrópu sem það hefur gert. Valur
vann KÍ 6:0 í forkeppni árið 2007 en
Færeyingarnir hafa alls unnið sex
Evrópuleiki og gert fimm jafntefli.
Leikur Stjörnunnar og Hibernians
verður sá fyrsti á milli félagsliða frá
Íslandi og Möltu frá upphafi og sama
verður að segja um viðureign Apollon
og Stjörnunnar.
Apollon er yfirburðalið á Kýpur og
með fjölda erlendra leikmanna innan-
borðs. Það hefur unnið sinn forriðil
fimm ár í röð og komist í 32ja liða úr-
slitin. Apollon tapaði naumlega, 2:3
samanlagt, fyrir dönsku meist-
urunum Bröndby í 32ja liða úrslit-
unum í fyrra eftir 1:0 sigur í heima-
leiknum og það sýnir líklega best
hversu öflugt kýpverska liðið er og
hversu krefjandi verkefnið er fyrir
Stjörnuna.
Stefnir í úrslitaleik gegn Apollon
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á Möltu Andinn í herbúðum Garðbæinga er góður að sögn Ólafs.
Íslands- og bikarmeistarar Stjörnunnar komnir til Kýpur
Mæta Hibernians frá Möltu í fyrsta leiknum í dag
Manchester City hóf tímabilið með
látum í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í gærkvöldi. Fyrstu
umferðinni lauk þá í Birmingham
og þar hafði City með gegn WBA
3:0. Meistararnir frá árinu 2014 fara
því vel af stað og virðast til alls lík-
legir.
Margir af þeirra mikilvægustu
leikmönnum fundu sig vel í þessum
fyrsta leik. Stuðningsmenn City
gátu varla beðið um meira en að Ya-
ya Toure myndi byrja tímabilið með
tveimur mörkum en hann skoraði
fyrstu tvö mörk leiksins og var City
2:0 yfir að loknum fyrri hálfleik.
Fyrra markið var ekki sérlega
glæsilegt og lak yfir marklínuna en
hið síðara var mjög laglegt. Lúmskt
skot utan teigs eftir þríhyrningsspil
við Wilfried Bony sem var í byrj-
unarliðinu. Sergio Aguero var hins
vegar á bekknum en spilaði síðasta
hálftímann.
Toure var ekki í sama stuðinu á
síðustu leiktíð og hann var veturinn
2013-2014 en leikurinn í gær boðar
gott fyrir City. Þá skoraði fyrirlið-
inn Vincent Company laglegt
skallamark og kom City í 3:0 í upp-
hafi síðari hálfleiks eftir hornspyrnu
David Silva sem átti góðan leik.
Margir knattspyrnuáhugamenn
bíða spenntir eftir því hvernig Ra-
heem Sterling muni reiða af í Man-
chester. Hann byrjaði inn á en var
tekinn út af í seinni hálfleik. Sterl-
ing fékk dauðafæri í fyrri hálfleik
en tókst ekki að nýta sér það.
kris@mbl.is
City sannfærandi
Manchester
City byrjaði best
stóru liðanna
AFP
Fjórir fræknir Silva, Toure, Bony og Company komu allir mikið við sögu hjá City í gærkvöldi.
Helena Sverrisdóttir skoraði 24
stig í sigri á Noregi, 77:73, á NM
kvenna í körfubolta á þessum degi ár-
ið 2004, þá aðeins 16 ára gömul.
Helena er fædd árið 1988 og uppal-
in í Haukum. Hún varð snemma bráð-
efnileg og var tekin inn í meistaraflokk
12 ára og A-landsliðið 14 ára. Er hún sú
yngsta sem spilað hefur fyrir körfu-
boltalandsliðið. Helena gerði það gott
í Dallas þar sem hún lék í NCAA og
fékk All American-útnefningu. Hún
varð síðar atvinnumaður í Póllandi,
Slóvakíu og Ungverjalandi. Hún varð
fyrsta íslenska konan til að spila í
Meistaradeild Evrópu í körfubolta og
komst í undanúrslit árið 2013. Helena
hefur leikið 57 A-landsleiki.
ÍÞRÓTTA-
MAÐUR-
DAGSINS
Óvissa virðist
ríkja um hvort
þrír lykilmanna
Vals í sumar geti
beitt sér þegar
Valur og KR
mætast í úrslita-
leik Borgunar-
bikars karla í
knattspyrnu á
laugardaginn.
Patrick Ped-
ersen var ekki með Val í gær vegna
meiðsla. Markvörðurinn Ingvar Þór
Kale sat á varamannabekknum og
er að sögn Ólafs Jóhannessonar
þjálfara einnig meiddur. Til að
bæta gráu ofan á svart fór Haukur
Páll Sigurðsson meiddur af leikvelli
að loknum fyrri hálfleik. Valsmenn
gætu því verið í kapphlaupi við tím-
ann í vikunni. kris@mbl.is
Kapphlaup
við tímann
Patrick
Pedersen