Morgunblaðið - 11.08.2015, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015
Í VESTURBÆNUM
Hjörvar Ólafsson
hjorvaro@mbl.is
Fylkismenn mættu til leiks af mikl-
um krafti þegar þeir mættu KR á
Alvogen-vellinum í gær. Strax á upp-
hafsmínútum leiksins fengu leikmenn
Fylkis nokkur fín færi til þess að
komast yfir. Leikurinn var nokkuð
harður, leikmenn gáfu ekkert eftir í
návígi og nokkur hiti var á milli leik-
manna liðanna.
Dómari leiksins var fullsmámuna-
samur og dæmdi oft og tíðum auka-
spyrnur fyrir litlar sakir og af þeim
sökum var lítið flæði í spili beggja
liða. KR-ingar fengu sín færi þegar
komust upp að endamörkum og náðu
í kjölfarið fínum fyrirgjöfum á meðan
Fylkir skapaði sín færi með bein-
skyttum sendingum á snögga og
áræðna framherja sína.
Fylkismenn voru afar skipulagðir
og agaðir í varnarleik sínum og gáfu
fá færi á sér. Sóknarleikur KR var
fremur hægur á köflum og vantaði
meiri kraft í sóknaraðgerðir liðsins.
Krafturinn í sóknarleik Fylkis þvarr
eftir því sem leið á leikinn og liðið fór
niður í skotgrafirnar og uppleggið
breyttist úr því að vera staðráðnir í
að sigra leikinn í að tryggja sér eitt
stig.
Sóknarþungi KR þyngdist eftir því
sem leið á leikinn og það var Þor-
steinn Már Ragnarsson sem braut ís-
inn og eftir það brast stíflan og Pálmi
Rafn Pálmason bætti við öðru marki
skömmu síðar. Það voru varamenn-
irnir Almarr Ormarsson og Þorsteinn
Már Ragnarsson sem fundu glufu á
þéttri vörn Fylkis í fyrra markinu.
Almarr hleypti lífi í sóknarleik KR
með innkomu sinni og átti nokkrar
hættulegar fyrirgjafir eftir að hann
kom inn um miðbik seinni hálfleiks.
Það ber að hrósa KR-ingum fyrir
að láta ekki deigan sína þrátt fyrir að
útlitið væri orðið svart og margt sem
benti til þess að jafntefli yrði stað-
reyndin. Leikmenn KR voru þol-
inmóðir og uppskáru á endanum tvö
lagleg mörk.
Að sama skapi eiga Fylkismenn
heiður skilinn fyrir þá vinnu og orku
sem þeir lögðu í leikinn. Leikmenn
Fylkis virtust hins vegar klára orku-
tankinn um miðbik seinni hálfleiks
sem varð til þess að þeir náðu ekki að
fá eitthvað út úr leiknum sem þeir
áttu svo sannarlega skilið.
Eltingaleikur KR við FH á toppi
deildarinnar heldur því áfram og
munurinn milli liðanna ennþá þrjú
stig. Vonir Fylkis um Evrópusæti
verða langsóttari eftir þetta tap. Sæti
í Evrópukeppni er þó enn raunhæfur
möguleiki, en það þarf margt að ger-
ast til þess að erlend lið mæti á Fylk-
isvöllinn næsta sumar.
Þorsteinn jók
sóknarþungann
Mörkin létu bíða eftir sér hjá KR
Morgunblaðið/Eva Björk
Fagnað Pálmi Rafn fagnar marki sínu með Jónas Guðna á bakinu.
hvort þeir tækju þátt í þeim leik.
Mögulega er reynsluleysi marga
leikmanna í Valsliðinu að verða þeim
að falli nú þegar sjö umferðir eru
eftir af mótinu. Liðið hefur tapað
fimm leikjum í sumar – sá þriðji í
röð í gær, þegar allt var undir.
Blikar fengu færin til þess að
klára leikinn í síðari hálfleik en náðu
ekki að nýta þau. Oft þegar að það
gerist fá lið það í bakið en það gerð-
ist ekki í gær.
„Það er hægt að segja það en það
er erfitt að skora á móti okkur. Við
gefum fá færi á okkur og allir liðinu
vinna hver fyrir annan. En nei, mér
finnst það góð holning á liðinu núna
að mér myndi ekki finnast það týp-
ískt að það myndi gerast í dag,“
sagði Kristinn Jónsson, bakvörður
Blika, við Morgunblaðið sem hefur
verið einn besti leikmaður Íslands-
mótsins til þessa fékk til að mynda
algjört dauðafæri, reyndi að vippa
yfir Anton Ara Einarsson í marki
Valsara en boltinn fór laflaust
framhjá.
„Ég fékk ágætis færi og tók
ákvörðun um að vippa og stend við
hana. Því miður, þá náði ég ekki að
skora,“ sagði Kristinn en aðspurður
sagði hann að þetta hefði farið í
gegnum hugann þegar hann klúðr-
aði:
„Drífðu þig aftur í vörnina og
farðu að verjast.“ Hann reynir að
njóta þess að spila fótbolta þessa
dagana og er ekki farinn að hugsa
um það hvort hann ætli að láta
reyna á atvinnumannadrauminn aft-
ur. „Ég hef aldrei upplifað svona
góða stemningu og er í Breiðabliki í
dag,“ sagði Kristinn sem segir
stemninguna í hópnum vera betri en
þegar Blika tóku titilinn árið 2010.
Titilbarátta þriggja liða
Valsmenn kvöddu baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn Kristinn Jónsson
segir stemninguna í Blikaliðinu vera betri en þegar liðið varð meistari árið 2010
1:0 Þorsteinn Már Ragnarsson79. fékk sendingu frá Almari
Ormarssyni og átti skot sem var var-
ið en boltinn fór aftur í Þorstein og í
netið.
2:0 Pálmi Rafn Pálmason 83.skaut föstu skoti á víta-
teigslínunni sem hafði viðkomu í
varnarmanni og í netið.
I Gul spjöld:Stefán (KR) 25. (brot), Aron
(KR) 83., (brot), Ragnar Bragi
(Fylki) 25. (brot), Hákon Ingi (Fylki)
48., Radovinkovic (Fylki) 56. (brot),
Ásgeir Börkur (Fylki) 87. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
M
Óskar Örn Hauksson (KR)
Jakob Schoop (KR)
Pálmi Rafn Pálmason (KR)
Albert Brynjar Ingason (Fylki)
Ólafur Íshólm Ólafsson (Fylki)
Alvogen-völlur, Pepsi-deild karla, 15.
umferð, mánudag 10. ágúst 2015.
Skilyrði: Stillt veður, en nokkuð kalt.
Völlurinn leit vel út.
Skot: KR 17 (5) – Fylkir 5 (4).
Horn: KR 7 – Fylkir 3.
KR: (4-3-3) Mark: Stefán Logi Magn-
ússon. Vörn: Aron Bjarki Jósepsson,
Rasmus Christiansen, Skúli Jón Frið-
geirsson, Gunnar Þór Gunnarsson.
Miðja: Jónas Guðni Sævarsson, Pálmi
Rafn Pálmason (Kristinn J. Magn-
ússon 85), Jacob Schoop. Sókn: Sör-
en Frederiksen (Almarr Ormarsson
73), Hólmbert Friðjónsson (Þorsteinn
Ragnarsson 36), Óskar Örn Hauksson.
Fylkir: (4-4-2) Mark: Ólafur Íshólm
Ólafsson. Vörn: Andrés Már Jóhann-
esson, Tonci Radovinkovic, Ásgeir Ey-
þórsson, Tómas Þorsteinsson. Miðja:
Ragnar Sveinsson (Ingimundur N.
Óskarsson 59), Jóhannes K. Guð-
jónsson (Oddur Guðmundsson 64),
Ásgeir B. Ásgeirsson, Ásgeir Örn Arn-
þórsson. Sókn: Hákon Jónsson (Kjart-
an Ágúst Breiðdal 75), Albert Ingason.
Dómari: Valdimar Pálsson – 6.
Áhorfendur: 1.501.
KR – Fylkir 2:0
Laugardalsvöllur, Pepsi-deild karla,
15. umferð, mánudag 10. ágúst
2015.
Skilyrði: Skýjað, völlurinn góður.
Skot: Valur 13 (3) – Breiðablik 9
(2).
Horn: Valur 10 – Breiðablik 3.
Valur: (4-3-3) Mark: Anton Ari Ein-
arsson. Vörn: Andri Fannar Stef-
ánsson, Thomas Christensen, Orri S.
Ómarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson.
Miðja: Haukur Páll Sigurðsson (Iain
Williamson 46), Kristinn Freyr Sig-
urðsson, Mathias Schlie. Sókn:
Kristinn Ingi Halldórsson (Andri
Adolphsson 77), Emil Atlason, Sig-
urður Egill Lárusson.
Breiðablik: (4-3-3) Mark: Gunnleifur
Gunnleifsson. Vörn: Arnór S. Að-
alsteinsson (Guðmundur Friðriksson
81), Elfar Freyr Helgason, Damir
Muminovic, Kristinn Jónsson. Miðja:
Ellert Hreinsson, Oliver Sigurjónsson
(Andri Rafn Yeoman 59), Höskuldur
Gunnlaugsson. Sókn: Guðjón Pétur
Lýðsson (Atli Sigurjónsson 77), Jo-
nathan Glenn, Arnþór Ari Atlason.
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þór-
arinsson – 6.
Áhorfendur: 992.
Valur – Breiðablik 0:1
Pepsi-deild karla
ÍA – FH ..................................................... 2:3
Keflavík – Fjölnir ..................................... 1:1
Valur – Breiðablik .................................... 0:1
KR – Fylkir............................................... 2:0
Staðan:
FH 15 10 3 2 33:19 33
KR 15 9 3 3 25:13 30
Breiðablik 15 8 5 2 23:9 29
Valur 15 7 3 5 24:18 24
Fjölnir 15 7 3 5 22:20 24
Stjarnan 15 5 5 5 18:17 20
Fylkir 15 5 5 5 15:20 20
Víkingur R. 15 4 5 6 23:23 17
ÍA 15 4 5 6 19:23 17
ÍBV 15 4 2 9 17:26 14
Leiknir R. 15 3 4 8 14:21 13
Keflavík 15 1 3 11 14:38 6
Markahæstir:
Patrick Pedersen, Val ................................. 8
Þórir Guðjónsson, Fjölni ............................ 7
Atli Viðar Björnsson, FH ........................... 6
Jeppe Hansen, Stjörnunni.......................... 6
Jonathan Glenn, Breiðabliki/ÍBV .............. 6
Pepsi-deild kvenna
ÍBV – Afturelding.................................... 5:1
Chloe Lacasse 17., 44., Díana Dögg Magn-
úsdóttir 20., Kristín Erna Sigurlásdóttir
36., Guðrún Bára Magnúsdóttir 89. – Stef-
anía Valdimarsdóttir 88.
Staðan:
Breiðablik 12 11 1 0 35:2 34
Stjarnan 13 11 0 2 36:7 33
ÍBV 13 7 1 5 30:19 22
Þór/KA 12 6 3 3 32:19 21
Valur 13 7 0 6 26:32 21
Selfoss 12 6 2 4 20:13 20
Fylkir 12 6 1 5 22:22 19
KR 12 1 3 8 9:28 6
Þróttur R. 12 0 2 10 4:35 2
Afturelding 13 0 1 12 7:44 1
Markahæstar:
Fanndís Friðriksdóttir, Breiðabliki ........ 14
Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Fylki ..... 12
Harpa Þorsteinsdóir, Stjörnunni............. 11
Elín Metta Jensen, Val ............................... 9
Sandra María Jessen, Þór .......................... 9
England
WBA – Manchester City ......................... 0:3
Þýskaland
Bikarkeppnin, 1. umferð:
Aalen – Nürnberg ................................... 0:0
Rúrik Gíslason lék í 55 mínútur með
Nürnberg sem sigraði 2:1 í vítaspyrnu-
keppni.
Holland
B-deild:
Jong PSV – Go Ahead Eagles ................ 1:0
Hjörtur Hermannsson fór af velli á 32.
mínútu en Albert Guðmundsson sat á
bekknum hjá PSV allan tímann.
Rússland
Krasnodar – Kuban Krasnodar ............. 1:1
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í
vörn Krasnodar.
Danmörk
AaB – Midtjylland.................................... 0:2
Eyjólfur Héðinsson hjá Midtjylland er
frá keppni vegna meiðsla.
Staðan:
Midtjylland 4 4 0 0 7:1 12
AGF 4 2 2 0 7:5 8
OB 4 2 1 1 7:4 7
København 3 2 1 0 6:3 7
SønderjyskE 4 2 0 2 8:5 6
Viborg 4 1 2 1 3:4 5
Randers 3 1 1 1 8:6 4
AaB 4 1 1 2 3:5 4
Hobro 4 1 1 2 3:5 4
Nordsjælland 4 1 1 2 3:7 4
Brøndby 4 0 1 3 5:9 1
Esbjerg 4 0 1 3 3:9 1
Svíþjóð
AIK – Djurgården .................................. 1:0
Haukur Heiðar Hauksson lék allan leik-
inn með AIK.
Kalmar – Sundsvall ................................ 0:2
Rúnar Már Sigurjónsson og Jón Guðni
Fjóluson léku allan leikinn með Sundsvall.
Staðan:
Gautaborg 19 11 5 3 30:12 38
Norrköping 19 11 5 3 32:20 38
Djurgården 19 10 6 3 30:17 36
AIK 19 10 6 3 36:24 36
Elfsborg 18 10 5 3 33:20 35
Malmö 19 9 7 3 37:25 34
Helsingborg 19 8 3 8 27:25 27
Gefle 18 7 5 6 21:25 26
Häcken 19 6 6 7 23:22 24
Kalmar 19 6 4 9 21:23 22
Sundsvall 19 5 5 9 21:30 20
Hammarby 19 4 7 8 22:27 19
Falkenberg 19 4 4 11 21:36 16
Halmstad 19 3 6 10 12:24 15
Örebro 19 2 7 10 14:37 13
Åtvidaberg 19 1 7 11 18:31 10
KNATTSPYRNA
KNATTSPYRNA
Pepsi-deild kvenna:
Þórsvöllur: Þór/KA – KR ..........................18
Kópavogsv.: Breiðablik – Fylkir..........19.15
Valbjarnarv.: Þróttur R. – Selfoss.......19.15
Í KVÖLD!
0:1 Jonathan Glenn 38. fékkskotið frá Guðjóni Pétri
Lýðsson í höfuðið, boltinn breytti um
stefnu og í netið.
I Gul spjöld:Haukur Páll (Val) 32.(brot),
Christensen (Val), Sigurður (Val) 90.
(brot)., Arnór (Breiðabliki) 34 (brot),
Oliver (Breiðabliki) 53. (brot)., Atli
(Breiðabliki) 89. (brot), Höskuldur
(Breiðabliki) 90. (brot).
I Rauð spjöld: Engin.
M
Bjarni Ólafur Eiríksson (Val)
Kristinn Freyr Sigurðsson (Val)
Sigurður Egill Lárusson (Val)
Jonathan Glenn (Breiðabliki)
Damir Muminovic (Breiðabliki)
Elfar Freyr Helgason (Breiðabliki)
Í LAUGARDAL
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Stigin þrjú sem Blikar fengu í gær-
kvöldi á kostnað Vals á Laugardals-
vellinum voru risastór og ekki
minnka þau í augum Valsara sem
sitja eftir í 4. sætinu. Mögulega
gerðist það í síðasta leik en það var
endanlega staðfest í dag að titilbar-
áttan verður á milli þriggja liða. FH
trónir á toppnum með 33 stig, KR
hefur 30 stig og Blikar hafa 29 stig.
Valsmenn sitja eftir með sárt ennið
og þriðja tapið í röð í deildinni 24
stig.
Lokatölur í leiknum gegn Blikum
í gær voru 1:0 þar sem Jonathan
Glenn skoraði sigurmarkið. Vals-
menn spiluðu hins vegar ágætlega í
leiknum – sér í lagi í fyrri hálfleik
en þeir virkuðu stóra hluta leiks bit-
lausir fram á við. Danski framherj-
inn Patrick Pedersen er meiddur og
var ekki með í gær og án hans virð-
ast Valsmenn varla geta skorað.
Hann missti einnig af leik Valsara
gegn Víkingum og þar enduðu leik-
ar aftur, 1:0. Auk Pedersen var
Ingvar Þór Kale ekki með Val í
gær. Þeir glíma báðir við meiðsli en
mögulega voru þeir hvíldir í dag
vegna bikarúrslitaleiksins sem
framundan er gegn KR. Í samtali
við Morgunblaðið eftir leik sagði
Ólafur Jóhannesson að óljóst væri