Morgunblaðið - 11.08.2015, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.08.2015, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. ÁGÚST 2015 upp úr liði FH í kvöld en Emil spilar eins og kóngur á miðri miðjunni. Það er í raun óskiljanlegt að hann hafi verið lánaður frá Hafnarfjarðarliðinu fyrri hluta mótsins. Skagamenn reyndu sitt besta en mættu ofjörlum sínum í gær. Garðar Gunnlaugsson ógnaði mikið í lokin en hafði hægt um sig lengst af. Leik- menn liðsins börðust af krafti en stundum dugar það ekki. Með svip- aðri baráttu og liðið sýndi í lok leiks- ins í gærkvöldi þurfa stuðningsmenn og leikmenn liðsins ekki að óttast fall- drauginn. Morgunblaðið/Styrmir Kári Skoraði Emil Pálsson hefur skorað tvívegis fyrir FH eftir dvölina hjá Fjölni. Mættu ofjörl- um sínum  Topplið FH hefur áfram þrjú stig á KR 1:0 Arnar Már Guðjónsson 4.skallaði boltann í markið eft- ir hornspyrnu Ásgeirs Marteinssonar 1:1 Atli Viðar Björnsson 24.renndi boltanum í netið af markteig eftir sendingu Atla Guðna- sonar. 1:2 Emil Pálsson 49. skallaðiboltann í netið eftir frábæra sókn. 1:3 Atli Viðar Björnsson 53.skallaði boltann í netið eftir sendingu Jeremy Serwy frá hægri. 2:3 Garðar Gunnlaugsson 81.tæklaði boltann í markið af miklu harðfylgi eftir langa sendingu fram völlinn. I Gul spjöld:Ingimar (ÍA), 25. (brot), Ólaf- ur (ÍA) 65. (brot), Hendrickx (FH) 46. (brot), Doumbia (FH) 51. (brot), Ró- bert (FH) 90. (brot). I Rauð spjöld: Andelkovic (ÍA) 90. (mót- mæli) MM Emil Pálsson FH Atli Viðar Björnsson FH M Arnór Snær Guðmundsson (ÍA) Garðar Gunnlaugsson (ÍA) Böðvar Böðvarsson (FH) Þórarinn Ingi Valdimarsson (FH) Jeremy Serwy (FH) Akranesvöllur, Pepsi-deild karla, 15. umferð, mánudag 10. ágúst 2015. Skilyrði: Völlurinn er grænn og flottur. Hitinn um 8 gráður og talsverður næð- ingur. Skot: ÍA 11 (6) – FH 11 (8). Horn: ÍA 2 – FH 12. ÍA: (4-4-2) Mark: Árni Snær Ólafsson. Vörn: Þórður Þ. Þórðarson, Ármann Smári Björnsson, Arnór S. Guðmunds- son, Darren Lough. Miðja: Ingimar Elí Hlynsson (Ólafur Valur Valdimarsson 58), Arnar Már Guðjónsson, Albert Hafsteinsson (Marko Andelkovic 86), Ásgeir Marteinsson (Jón Vilhelm Áka- son 64). Sókn: Eggert Kári Karlsson, Garðar B. Gunnlaugsson. FH: (4-3-3) Mark: Róbert Örn Ósk- arsson. Vörn: Jonathan Hendrickx, Kassim Doumbia, Pétur Viðarsson, Böðvar Böðvarsson (Samuel Tillen 72). Miðja: Davíð Þór Viðarsson, Emil Pálsson, Atli Guðnason. Sókn: Jérémy Serwy, Atli Viðar Björnsson (Kristján Flóki Finnbogason 78), Þórarinn Ingi Valdimarsson. Dómari: Garðar Örn Hinriksson – 7 Áhorfendur: 879. ÍA – FH 2:3 Morgunblaðið/Golli Mark Jonathan Glenn skoraði sitt annað mark fyrir Breiðablik í gær gegn Valsmönnum en sigurinn var þeim afar mikilvægur í toppbaráttunni. Á AKRANESI Jóhann Ólafsson johann@mbl.is FH-ingar keyrðu glaðir heim frá Akranesi eftir 3:2 sigur á ÍA í 15. um- ferð Pepsi-deildar karla í knatt- spyrnu í gærkvöldi. FH hefur áfram þriggja stiga forskot á KR á toppi deildarinnar en Hafnarfjarðarliðið hefur nú 33 stig. ÍA er í 9. sæti með 17 stig. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var leikurinn bráðfjörugur. Heima- menn komust yfir strax á 4. mínútu en gestirnir voru miklu betri í fyrri hálfleik og náðu að jafna og staðan 1:1 í hálfleik. Hafnfirðingar voru áfram með yf- irburði í síðari hálfleik og komust fljótlega í 3:1 forystu. Skagamenn neituðu að gefast upp og minnkuðu muninn skömmu fyrir leikslok. Þrátt fyrir ágætar tilraunir þeirra, þar á meðal skot í stöng, náðu þeir ekki að jafna og FH-ingar fögnuðu sætum sigri. Hafnfirðingar eru heppnir að í þeirra röðum er maður sem skorar alltaf mörk. Atli Viðar Björnsson er ótrúlegur markaskorari og skoraði tvö mörk í kvöld en kappinn er kom- inn með 104 mörk í efstu deild sem er frábær árangur hjá Dalvíkingnum knáa. „Þetta var góður sigur hjá okk- ur og mikilvæg þrjú stig sem við tök- um með í bæinn,“ sagði Atli Viðar við Morgunblaðið eftir leik. „Ég er ánægður að fá að spila og það gengur ágætlega þessa dagana. Við höldum okkur samt á jörðinni, það er bara næsta æfing og næsti leikur.“ Atli Viðar og Emil Pálsson stóðu Aron Pálm-arsson vann um helgina sinn fyrsta titil með ungverska liðinu Veszprém þegar liðið hrósaði sigri á hinu árlega Sparkassen Cup í Þýskalandi. Aron mætti sínum gömlu félögum í Kiel í úrslitaleiknum og vann Veszprém stórsigur, 32:19, eftir að hafa verið yfir, 18:9, í hálfleik. Aron skoraði 2 mörk í leiknum en Gergö Ivancsik var markahæstur með 7 mörk og hann var mótslok valinn besti leik- maður keppninnar. Hjá Kiel var Rune Dahmke markahæstur með 6 mörk.    Drengjalandslið Íslands í knatt-spyrnu fékk bronsverðlaunin á opna Norðurlandamótinu sem lauk í Svíþjóð en íslensku strákarnir lögðu Dani að velli í leiknum um þriðja sætið á mótinu. Leikurinn endaði 0:0 þrátt fyrir góð færi íslensku strákanna til að skora og því var gripið til vítaspyrnukeppni. Þar skoruðu Arnór Sigurðsson, Atli Hrafn Andrason, Aron Kári Að- alsteinsson, Birkir Heimisson og Kristófer Ingi Kristinsson úr fimm spyrnum Íslands en Dönum brást bogalistin einu sinni og lokatölur því 5:4. Svíar sigruðu Pólverja 1:0 í úr- slitaleiknum og Ísland hafnaði því í öðru sæti af Norðurlandaþjóðunum. Eini tapleikur íslensku strákanna á mótinu var gegn þeim sænsku í fyrsta leik riðlakeppninnar.    U19 ára lands-liðs Íslands vann Spán, 25:24, á sunnudag á Heimsmeist- aramótinu í handknattleik. Lokakafli leiks- ins var æsispenn- andi en Spán- verjar jöfnuðu í 24:24 þegar ein tæp ein mínúta var eftir af leiktímanum. Það var síðan markahæsti leik- maður Íslands í leiknum, Ómar Ingi Magnússon, sem tryggði liðinu sig- ur og stigin tvö þegar nokkrar sek- úndur voru eftir af leiknum. Ísland er í 2. sæti B-riðils eftir tvo leiki en báðir hafa þeir unnist.    Íslandsmeist-arinn í högg- leik, Þórður Rafn Gissurarson úr GR, lék í gær á höggi undir pari á móti í Bochum sem er hluti af þýsku Progolf- mótaröðinni en þar hefur Þórður leikið á þessu ári. Skorið í mótinu var gott á fyrsta degi og er Þórður í 44. sæti. Þórður fékk fjóra fugla á hringnum, þrjá skolla og paraði rest. Þórður er í 26. sæti á stigalista mótaraðarinnar. Þórður hefur leikið vel að und- anförnu og hafnaði í 3. sæti í móti á mótaröðinni í júlí og fylgdi því eftir með sigri á Íslandsmótinu á Akra- nesi helgina eftir.    Björk Kristjánsdóttir og IngvarÓmarsson urðu Íslandsmeist- arar í götuhjólreiðum í gær. Mótið fór fram í Hvalfirði og tóku tæplega 60 manns þátt. Björk Kristjáns- dóttir var fyrst í mark í kvenna- flokki eftir spennandi endasprett við Maríu Ögn Guðmundsdóttur. Björk hjólaði 86 kílómetra á tímanum 2:47:26. Ása Guðný Ásgeirsdóttir var þriðja sæti. Í karlaflokki var Ingvar Ómarsson fyrstur í mark, Miroslaw Adam Zyrek var annar og Óskar Ómarsson sá þriðji. Ingvar fór 110 kílómetra á tímanum 2:58:59. Bæði Björk og Ingvar hjóla undir merkjum Tinds. Fólk sport@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.