Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1960, Page 5

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1960, Page 5
FORMÁLI Preface Dráttur sá^ sem orðið hefur á útkomu þessa heftis, stafar af tvennu. Annars veg- ar stóð á upplýsingum frá sumum yfirkjörstjómum um atkvæði, sem greidd voru utan kjörfundar á kjördegi og afhent í aðra kjördeild í kjördæminu en kjósandi var á kjör- skrá. Samkvæmt ö.málsgr. 71.gr. hinna nýju kosningalaga er nægilegt, að bréf með utankjörfundaratkvæði sé komið í einhverja kjördeild þess kjördæmis, þar sem ikjós— andi er á kjörskrá, áður en kjörfundi lýkur. Kvað nokkuð að því, að menn notfærðu sér þetta nyja ákvæði í haustkosningum 1959, aðallega vegna þess að kjördagar voru víða tveir í sveitakjördeildum. Hin ástæða dráttarins á útkomu þessa heftis er sú, að útgáfa þess þarfnaðist iér- staks undirbúnings, þar sem það er fyrsta hagskýrslan, sem vélrituð er á þar til gerð prentspjöld ("master") í Hagstofunni í sama broti og prentaðar Hagskýrslur, og :siðan fjölrituð. Til verksins er notuð IBM-rafmagnsritvel með sérstöku leturborði, -sem Hagstofan hefur nýlega fengið til þessara nota. __ Uppsetning taflna og meginmáls í þessu hefti var höfð eins lík prentuðum Hagskýrslum og unnt var, en þar er mesti annmarkinn sá, að ritvél Hagstofunnar hefur aðeins eina tegund letuxs. Hagstofan gaf í fyrra út í tilraunaskyni ha^skýrsluna "Reikningar sveitarfélaga og stofnana þeirra 1952", sem var vélrituð a prentspjöld og síðan fjölrituð. Var þetta áður en Hagstofan fékk hina nýju ritvél og var því ekki hægt að hafa þá bók í sama.’broti og Hagskýrslur, en uppsetning taflna og meginmáls var þar líkþví,. sem er'í þessu hefti. Fjölritunarstofa Daníels Halldórssonar annaðist fjölritun þessarar bókar, en Ríkis- prentsmiðjan Gutenberg lagði til pappír, prentaði kápu og titilblað og annaðist heft- ingu hennar. Prentspjöldin, sem fjölritað var eftir, voru sem fyrr segir gerð í Hag- stofunni, og ber hún sjálf því ábyrgð á uppsetningu og áferð bókarinnar. Eru lesend- ur hennar beðnir um að líta á hana sem frumsmíð, sem stendur til bóta. Hagstofa íslands, í ágúst 1960 Klemens Tryggvason

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.