Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1960, Side 7
INNGANGUR
Introduction
1. BREYTINGARÁ STJORNARSKRÁ OG KOSNINGALÖGUM
New electoral system
Vorið 1959 var lagt fyrir Alþingi frumvarp til stjórnarskipunarlaga, sem fól í sér
breytingu á ákvæðum 31. gr. stjórnarskrárinnar 17. júní 1944 um tölu þingmanna
og kjördæmaskipun við alþingiskosningar. Flutningsmenn þessa frumvarps voru
þeir Ölafur Thors, formaður Sjalfstæðisflokksins, Emil jónsson, formaður Alþýðuflokks-
ins og Einar Olgeirsson, formaður Sameiningarflokks alþýðu-sósíalistaflokksins. Frum-
varp þetta var samþykkt á Alþingi 9% maí 1959 með atkvæðum allra þingmanna ofan
greindra flokka, en þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti því. í 79.
gr. stjórnarskrárinnar er svo fyrir mælt, að nái tillaga um breytingu á stjórnar-
skránni samþykki beggja þingdeilda, skuli þegar rjúfa þing og stofna til almennra al-
þingiskosninga. Samþykki hið nýja þing breytinguna óbreytta, skal hún, eftir stað-
festingu forseta lýðveldisins, taka gildi sem stjórnarskipunarlög. Samkvæmt þessu var
Alþingi rofið frá og með 28. júní 1959 og efnt til nýrra kosninga þann dag. Var þetta
gert með forsetabréfi 11. mai 1959. Almennar kosningar til Alþingis höfðu síðast farið
fram 24. júní 1956, og átti umboð þingmanna því að standa til sumars 1960, ef ekki
hefði komið til þingrofs.
Eftir kosningarnar í júní 1959 kom Alþingi saman til aukafundar 21. júlí 1959.
Fyrir það þing var lagt frumvarp til stjórnarskipunarlaga, samhljóða því frumvarpi,
sem samþykkt var á þingi um vorið. Frumvarp þetta var samþykkt með atkvæðum
þingmanna sömu flokka og áður, og afgreitt sem lög frá Alþingi (lög nr. 51 14. ágúst
1959). Jafnframt þessu samþýkkti aukaþingið frumvarp til laga um kosningar til Al-
þingis (lög nr. 52 14 á^úst 1959), enda þurfti að setja ný kosningalög til sam-
ræmis við hin nýju stjomarskrárákvæði.
í stjórnarskiptinarlögunum frá 14. ágúst var bráðabirgðaákvæði um, að almenn-
ar kosningar til Alþingis skyldu fara fram þegar eftir gildistöku laganna, og
að umboð þingmanna félli niður á kjördegi. Þá voru og í nýju kosningarlögunum
bráðabirgðaákvæði þess efnis, að í kosningum þeim, sem fram færu næst eftir gildis—
töku laganna, skyldu kjördagar vera tveir, þó ekki í þeim kjördeildum, sem eru að
öllu leyti innan takmarka kaupstaðar eða kauptúns. Ef öll kjörstjórn væri sammála
og allir frambjóðendur samþykktu, skyldi þó kjörstjórn heimilt að ákveða við lok
fyrri kjördags, að eigi skyldu vera fleiri kjördagar í kjördeildinni, og einnig skyldu
einróma kjörstjórnarmenn geta tekið þessa ákvörðun einir, ef 80°]o kjósenda hefðu
neytt kosningaréttar hinji fyrri kjördag.
Samkvæmt þessum akvæðum var efnt til almennra alþingiskosninga dagana 25.
og 26. október 1959. Var það gert með forsetabréfi 15. águst 1959.
Eins og fyrr segir fólu stjórnarskipunarlögin í sér breytingu á 31.gr. stjórnarskrár-
innar. Greinin hljóðar nú svo:
"Á Alþingi eiga sæti 60 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir leynilegum kosningum,
þar af:
a. 25 þingmenn kosnir hlutbundinni kosningu í 5 fimm manna kjördæmum:
Vesturlandskjördæmi: Borgarfjarðarsýsla, Akraneskaupstaður, Mýrasýsla, Snæ-
fellsnes- og Hnappadalssýsla og Dalasýsla.
Vestfjarðakjördæmi: Barðastrandarsýsla, Vestur-ísafjarðarsýsla, ísafjarðarkaup-
staður, Norður-ísafjarðarsýsla, Strandasýsla.