Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1960, Side 9

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1960, Side 9
Alþingiskosningar 1959 7 Tala í % af kjósenda íbúatölu 1934, alþingiskosningar...................... 64338 56,4 1937, alþingiskosningar...................... 67195 57,1 1942, alþingiskosningar 5. júlí.............. 73440 59,7 1942, alþingiskosningar 18. október . . . 73560 59,7 1944, þjóðaratkvæðagreiðsla.................. 74272 58,5 1946, alþingiskosningar...................... 77670 59,0 1949, alþingiskosningar.................. 8248 1 58,7 1952, forsetakjör............................ 85877 58,2 1953, alþingiskosningar...................... 87601 58,4 1956, alþingiskosningar...................... 91618 56,8 1959, alþingiskosningar 28. júní......... 95050 55,3 1959, alþingiskosningar 25. og 26. okt. . 95637 55,2 Lækkun sú á kjósendahlutfallinu, sem þessar tölur sýna, stafar af ýmsum ástæð- um. Aðalástæða lækkunarinnar frá því í alþingiskosningum 1953 er sjálfsagt sú, að fæðingatalan hefur verið mjög há á seinni arum, en hins vegar hefur tala einstakl- inga, sem náð hafa 21 árs aldri og því bætzt í kjósendahópinn, verið tiltölulega lág, vegna lágrar fæðingatölu á árunum fyrir stríð. Afleiðingin er sú, að hlutdeild þess hluta landsmanna, sem kosningarétt hefur, verður minni. í öðru lagi gætir þess hér, að kjörstjórnir eiga ekki lengur að telja í kjósendatölunni dána menn og þá, sem öðlast ekki kosningarétt fyrr en eftir kjördag á kjörskrárárinu. í þriðja lagi hefur sennilega kveðið minna að því í síðustu kosningum en áður, að menn væru á kjör- skrá í fleiri en einu umdæmi. í kosningunum 1956 og 1959 byggðust kjörskrár á kjörskrárstofnum Þjóðskrárinnar - samkvæmt ákvæðum 15. gr. laga nr. 31/1956, um þjóðskrá og almannaskráningu - og hefur tvítöldum kjósendum sennilega fækkað við það, þó að hin nýja tilhögun þessara mála takmarki ekki á neinn hátt rétt sveitar- stjórna og annarra hlutaðeigenda til að ákveða, hverjir skuli vera á kjörskrá og hverjir ekki. í skýrslu Hagstofunnar (nr. 129) um alþingiskosningarnar 1949 er, á bls. 5, yfir- lit um kjósendatölu við allar alþingiskosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur frá 1874, og sömuleiðis er þar stuttlega greint frá skilyrðum fyrir kosningarétti síðan 1903. Vísast til þess. Við sumarkosningar 1959 voru 49, 8*70 af kjósendatölunni karlar, en 50, 2% konur. Koma því 1008 kvenkjósendur á móts við hvert þúsund karlkjósendur. Af öllum kjósendum í landinu komu að meðaltali 1828 kjósendur á hvern þingmann, en 1762 við næstu kosningar á undan, sumarið 1956. Tala kjósenda í hverju kjördæmi er sýnd í töflu II (bls. 25). Mikið ósamræmi er milli kjósendatölu og þingmannatölu í einstökum kjördæmum, enda eiga uppbótarþingsætin að bæta úr þvi. Minnst kjós- endatala kemur á þingmann á Seyðisfirði, 435, þar næst í Dalasýslu, 701, og í Aust- ur-Skaftafellssýslu, 787, en í 8 kjördæmum alls koma færri en 1000 kjósendur á þing- mann. Aftur á móti kemur hæst kjósendatala á þingmann í Gullbringu- og Kjósar- sýslu, 8484, þar næst í Reykjavík, 4960, á Akureyri, 4732, og í Hafnarfirði, 3621. í öðrum kjördæmum koma færri en 3000 kjósendur á þingmann. Við haustkosningar 1959 voru 49, 8°lo af kjósendatölunni karlar, en 50,2°]o konur. Koma 1008 kvenkjósendur á móts við hvert þúsund karlkjósendur. Af öllum kjósendum við haustkosningar-komu að meðaltali 1594 kjósendur á hvern þingmann, móts við 1828 í sumarkosningunum. Stafar þessi lækkun eingöngu af fjölgun þing- manna úr 52 { 60. Tala kjósenda í ijverju kjördæmi og í hverjum kaupstað og hverri sýslu er sýnd í töflu VI (bls. 44). Ósamræmið á milli kjósendatölu og þingmannatölu í einstökum kjördæmum minnkaði verulega við hina nýju kjördæmaskipun. Tala kjósenda á hvern kjördæmakosinn þingmann við haustkosningarnar 1959 er sem hér segir:

x

Hagskýrslur um kosningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.