Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1960, Page 15
Alþingiskosningar 1959 13
Tala °Io Tala °Io
1934 516 1.0 1946 . . . . 982 1.4
1937 681 1. 2 1949 . . . . 1213 1, 7
1942 5/7 809 1.4 1953 . . . . 1344 1,7
1942 18/10 908 1,5 1956 . . . . 1677 2, 0
1944 sambandsslit 1559 2,1 1959 28/6 . . . . 1359 1,6
1944 lýðveldisstjórnarskrá . 2570 3, 5 1959 25/10 .... . . . . 1331 1,5
Við kosningarnar í júní 1959 voru 1038 atkvæðaseðlar auðir og 321 ógildir. Námu
auðir seðlar þannig 1, 2P]o af greiddum atkvæðum, en ógildir seðlar 0. 4^0 af þeim. Við
haustkos ningarnar voru 1097 auðir seðlar og 234 ógildir, eða 1, 3% og 0, 2°lo.
Hve margir atkvæðaseðlar voru auðir eða ógildir í hverju kjördæmi sést í 3. yfir-
liti (bls. 15), en í 1. yfirliti (bls. 9) sést, hve miklum hluta þeir námu af öllum
greiddum atkvæðum í kjördæminu við báðar kosningarnar.
7. FRAMBJÖÐENDUR OG ÞINGMENN
Candidates and elected members of Althing
Við kosningarnar í júní 1959 voru alls í kjöri 260 framb jóðendur frá 5 stjórn-
málaflokkum, þ.e. frá Alþýðubandalaginu, Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum,
Sjálfstæðisfloklóium og þjoðvarnarflokknum. Þrir flokkanna, þ. e. Alþýðubandalagið,
Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, höfðu frambjóðendur í öllum kjördæm-
um. Alþýðuflokkurinn bauð fram í öllum kjördæmum nema Vestur-Skaftafellssýslu.
Þjóðvarnarflokkurinn bauð fram í Reykjavík og Norður-Þingeyjarsýslu. Frambjóðendur
skiptust þannig á kjördæmi:
Reykjavík................. 80
TVeggja manna kjördæmi... 96
Eins manns kjördæmi....... 84
Frambjóðendur við sumarkosningarnar eru allir taldir með nafni, stöðu og heimili
í töflum III og IV
Við sumarkosningar 1959 voru í kjöri 47 þingmenn, sem setið höfðu sem aðal-
menn á næsta þingi á undan. Af þessum frambjóðendum náðu 36 kosningu, annað
hvort sem kjördæmakjörnir þingmenn eða landskjörnir þingmenn. Hinir 5 þingmenn
undanfarandi kjörtímabils, sem ekki voru í kjöri, voru: Haraldur Guðmundsson, jóhann
Þ. jósefsson, Pétur Ottesen, Steingrímur Steinþórsson og Sveinbjörn Högnason. Þeir
þingmenn, sem náðu ekki kjöri, voru: Aki Jakobsson, Alfreð Gislason læknir, Bene-
dikt Gröndal, Eiríkur Þorsteinsson, Friðjón Þórðarson, Jón Kjartansson, jón Pálmason,
Ölafur Björnsson, Pétur Pétursson og Sigurvin Einarsson. Auk þeirra Jón Sigurðsson,
sem var í efsta sæti framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Skagafjarðarsýslu í alþingis-
kosningum 1956, en í neðsta sæti listans í sumarkosningum 1959. Hinir 16 nýkosnu
þingmenn voru: Björn Björnsson, Björn Pálsson, Eggert G. Þorsteinsson, Einar Ingi-
mundarson, Gísli jónsson, Guðlaugur Gíslason, Gunnar Gíslason, jón Arnason, jónas
G. Rafnar, MatthíasA. Mathiesen, Ölafur Jóhannesson, Öskar jónsson, Steindór Stein-
dórsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Þórarinn Þórarinsson og Þorvaldur Garðar Kristjáns-
son. Fjórir þessara þingmanna hafa verið aðalmenn á þingi áður (Eggert Þorsteinsson
1953-1956 og varamaður 1957-1959, Einar Ingimundarson 1953-1956, Gísli jónsson
1942-1956, Jónas G. Rafnar 1949-1956 og varamaður 1956, Vilhjálmur Hjálmarsson
1949-1956), og fjórir hafa verið á þingi sem varamenn áður (Björn Björnsson, Gunnar
Gíslason, Ölafur jóhannesson og Steindór Steindórsson).
Við haustkosningar 1959 voru alls í kjöri 438 frambjóðendur frá 5 stjórnmála-
flokkum. Alþýðubandalagið, Alþýðuflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðis-
flokkurinn buðu fram í öllum kjördæmum, en Þjóðvarnarflokkurinn bauð fram í þrem
kjördæmum, þ.e. Reykjavík, Reykjaneskjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra.
Frambjóðendur skiptust þannig a kjördæmi í haustkosningunum: