Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1964, Síða 7

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1964, Síða 7
Inngangur. Introduction. 1. Tala kjósenda. Number of registered electors. Með forsetabréfi 5. apríl 1963 var ákveðið, að Alþingi skyldi rofið frá og með 9. júní 1963 og efnt til nýrra kosninga þann dag. Næstu alþingiskosningar á undan höfðu farið fram 25. og 26. október 1959. Við alþingiskosningar 9. júní 1963 var tala kjósenda á kjörskrá 99 798 eða 53,9% af íbúatölu landsins. Hér er miðað við, að íbúatalan hafi verið 185 200 í júní 1963. Síðan kosningaraldur var færður niður í 21 ár með stjórnarskrárbreyt- ingunni 1934, hefur kjósendatalan verið sem hér segir: Tala 1 % af kjóaenda íbúatölu 1934, alþingiskosningar......................... 64 338 56,4 1937, alþingiskosningar......................... 67 195 57,1 1942, alþingiskosningar 5. júlí ............... 73 440 59,7 1942, alþingiskosningar 18. október ........... 73 560 59,7 1944, þjóðaratkvæðagreiðsla .................... 74 272 58,5 1946, alþingiskosningar......................... 77 670 59,0 1949, alþingiskosningar......................... 82 481 58,7 1952, forsetakjör ............................. 85 877 58,2 1953, alþingiskosningar........................ 87 601 58,4 1956, alþingiskosningar......................... 91 618 56,8 1959, alþingiskosningar 28. júní............... 95 050 55,3 1959, alþingiskosningar 25. og 26. okt..... 95 637 55,2 1963, alþingiskosningar 9. júní................ 99 798 53,9 Lækkun sú á kjósendahlutfallinu, sem tölur þessar sýna, stafar af ýmsum ástæðum. Er þar fyrst að nefna, að fæðingartalan hefur verið mjög há á seinni árum, en hins vegar hefur tala einstaldinga, sem náð hafa 21 árs aldri og því bætzt í kjósendahópinn, verið tiltölulega lág, vegna lágrar fæðingartölu fyrir stríð og fram að árinu 1942. Afleiðingin er sú, að hlutdeild þess hluta landsmanna, sem kosningarrétt hefur, verður minni. í öðru lagi gætir þess hér, að í síðari kosning- um hafa ekki verið með i kjósendatölunni dánir menn og þeir, sem öðlast ekki kosningarrétt fyrr en eftir kjördag á árinu. í þriðja lagi hefur smám saman kveðið minna og minna að því, að menn væru á kjörskrá í fleiri en einu umdæmi. Frá og með kosningum 1956 hafa kjörskrár verið byggðar á kjörskrárstofnum Þjóð- skrárinnar og hefur tvítöldum kjósendum sennilega fækkað við það, þó að hin breytta tilhögun þessara mála takmarki ekki á neinn hátt rétt sveitarstjórna og annarra hlutaðeigenda til að ákveða, hverjir skulu vera á kjörskrá og hverjir ekki. í skýrslu Hagstofunnar (nr. 129) um alþingiskosningarnar 1949 er, á bls. 5, yfirlit um kjósendatölu við allar alþingiskosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur frá

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.