Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1967, Side 8
6
Alþingiskosningar 1967
í töflu I á bls. 14 er sýnd tala kjósenda og hlutfallsleg kosningarþátttaka í
liverju kjördæmi, og í liverjum kaupstað, hverri sýslu og hverjum hreppi. Enn
fremur er þar sýnd tala kjósenda og lilutfallsleg kosningarþátttaka á hverjum kjör-
stað í Reykjavík. — Tala kjósenda á hvern kjördæmiskosinn þingmann var sem hér
segir í hverju kjördæmi í alþingiskosningunum 1967:
Reykjavík .................................. 3 785
Reykjaneskjördæmi........................... 3 345
Vesturlandskjördæmi......................... 1 380
Vestfjarðakjördæmi.......................... 1 077
Norðurlandskjördæmi vestra.................. 1 128
Norðurlandskjördæmi eystra.................. 1 941
Austurlandskjördæmi ........................ 1 207
Suðurlandskjördæmi ......................... 1 559
2. Kosningarþátttaka.
Participation in elections.
Við kosningarnar sumarið 1967 greiddu atkvæði alls 97 855 kjósendur eða
91,4% af lieildarkjósendatölunni. Mest liefur þátttaka í alþingiskosningum orðið
1956 eða 92,1%, en við atkvæðagreiðsluna um niðurfelhng sambandslaga og stofnun
lýðveldis 1944 var þátttakan 98,4%.
í skýrslu Hagstofunnar um alþingiskosningar 1949, bls. 6—8, er gerð nokkur
grein fyrir þátttöku í kosningum frá 1874. Vísast til þess.
Síðan 1937 hefur kosningarþátttaka verið sem hér segir:
1937 87,9% 1953 89,9%
1942 B/, 80,3 „ 1956 92,1 „
1942 le/io 82,3 „ 195 9 28/6 90,6 „
1944 98,4 „ 1959 “/10 90,4 „
1946 87,4 „ 1963 91,1 „
1949 89,0 „ 1967 91,4 „
Þegar athuguð er þátttaka karla og kvenna í kosningunum, þá sést í 1. yfirliti
(bls. 8), að þátttaka kvenna er minni en þátttaka karla. Við kosningarnar 1967
greiddu atkvæði 92,9% af karlkjósendum, en 89,8% af kvenkjósendum. Við kosn-
ingarnar 1963 voru þessi hlutföll 93,1% og 89,2%, og við haustkosningarnar 1959
voru þau 93,0% og 87,8%.
Hve mikil kosningarþátttaka var hlutfallslega í einstökum kjördæmum, sést í
1. yfirhti (bls 8). Mest var kosningarþátttakan í Suðurlandskjördæmi og Vestur-
landskjördæmi (92,5%), en minnst í Vestfjarðakjördæmi (90,1%). Þátttaka karla
var mest í Suðurlandskjördæmi (94,6%), en kvenna í Reykjavík og Vesturlands-
kjördæmi (90,5%). Kosningarþátttaka karla var minnst í Reykjaneskjördæmi og
Vestfjarðakjördæmi (92,2%), en kvenna í Vestfjarðakjördæmi (87,8%). Þátttaka
kvenna var í öllum kjördæmum minni en þátttaka karla, þar sem hún var minnst.
í töflu I (bls. 14) er sýnt, hve margir kjósendur greiddu atkvæði og hlutfallsleg
þátttaka þeirra í hverju sveitarfélagi. Er þar liver kjósandi talinn í því sveitarfélagi,
þar sem hann stóð á kjörskrá, en ekki þar, sem hann greiddi atkvæði, ef hann liefur
greitt atkvæði utan sveitar. Hvernig sveitarfélögin innan hvers kjördæmis og á
landinu í heild, að meðtöldum kaupstöðum, skiptust eftir kosningarþátttöku, sést
í 2. yfirliti (bls. 8), 63,9% af sveitarfélögunum voru með þátttöku meiri en 90%.
Eins og sjá má í töflu I var kosningarþátttaka í eftirtöldum hreppum meiri en 98%.