Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1968, Blaðsíða 6

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1968, Blaðsíða 6
4 Forsetakjör 1968 í 5. gr. stjórnarskrárinnar er svo fyrir mælt, að forseti skuli kjörinn beinum, leynilegum kosningum af þeim, er kosningarrétt hafa til Alþingis. Samkvæmt lögum nr. 36/1945 skulu undir- og yfirkjörstjórnir vera hinar sömu við forsetakjör og við alþingiskosningar, en hins vegar eru Hæstarétti þar falin þau störf, sem landskjörstjórn annast við alþingis- kosningar. Samkvæmt lögum nr. 39/1963, um breyting á lögum nr. 36/1945, fer um kjörskrár til afnota við kjör forseta íslands á sama hátt og við alþingiskosningar. Um kosningarathöfn, undirbúning hennar, og atkvæða- greiðslu á kjörstað og utan hans fer að öðru leyti samkvæmt lögum um kosningar til Alþingis (sjá 6. gr. laga nr. 36/1945). 2. Tala kjósenda. Number of voters on register. Með stjórnskipunarlögum, nr. 9 5. apríl 1968, um breyting á stjórnar- skrá lýðveldisins íslands 17. júní 1944 (sbr. lög nr. 48/1968), var lág- marksaldur til alþingiskosninga lækkaður úr 21 ári í 20 ár, sem hann liafði verið frá og með alþingiskosningum 1934. Við þetta varð tala kjósenda á kjörskrá um 3 600 liærri en hún ella hefði orðið. Á kjörskrá við forsetakjörið var tala kjósenda alls 112 737, eða 55,9% af íbúatölu landsins, sé hún talin hafa verið 201 700 í júnílok 1968. Frá og með alþingiskosningum 1934 hefur kjósendatalan verið sem hér segir: Tala í % af kjósenda íbúatðlu 1934, alþingiskosningar......................... 64 338 56,4 1937, alþingiskosningar......................... 67 195 57,1 1942, alþingiskosningar 5. júlí ............... 73 440 59,7 1942, alþingiskosningar 18. október ........... 73 560 59,7 1944, þjóðaratkvœðagreiðsla .................... 74 272 58,5 1946, alþingiskosningar......................... 77 670 59,0 1949, alþingiskosningar......................... 82 481 58,7 1952, forsetakjör ............................. 85 877 58,2 1953, alþingiskosningar........................ 87 601 58,4 1956, alþingiskosningar......................... 91 618 56,8 1959, alþingiskosningar 28. júní............... 95 050 55,3 1959, alþingiskosningar 25. og 26. okt...... 95 637 55,2 1963, alþingiskosningar 9. júní................ 99 798 53,9 1967, alþingiskosningar 11. júní.............. 107 101 53,9 1968, forsetakjör 30. júní ................... 112 737 55,9 Af kjósendatölunni 1968 voru karlar 56 350 en konur 56 387, og skipt- ist hún því hartnær til helminga milli kynja. Hinn 1. des. 1967 var fjöldi allra karla 101 111 og kvenna 98 809, og sést af þessu, að innan kosningar- aldurs (20 ár) eru fleiri karlar en konur, en á kosningaraldri heldur fleiri konur. Tala kjósenda á kjörskrá i hverju kjördæmi, sýslu og sveitarfélagi er sýnd á töflu I (bls. 9).

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.