Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1968, Blaðsíða 20

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1968, Blaðsíða 20
Hagstofa Islands gefiir út eftirtalín rit: 1. Hagskýrslur Islands koma út öðru hverju í sjálfstæðum, tölusettum heftum. Þar eru birtar ýtarlegar skýrslur um efni, sem Hagstofan tekur til meðferðar (Yerzlun- arskýrslur, Búnaðarskýrslur, Iðnaðarskýrslur, Manntal, Mannfjöldaskýrslur, Alþingiskosningar, Sveitarsjóðareikningar, o. fl.). í I. útgáfuflokki Hagskýrslna, sem hófst 1914, voru 132 rit, í II. útgáfuflokki, sem hófst 1951, hafa komið út 44 rit.—Áskrifendum Hagskýrslna er tilkynnt útkoma rita jafnóðum og þau koma út, og þeir eru beðnir að senda greiðslu. Að henni móttekinni eru rit send þeim í pósti. 2. Hagskýrslur íslands, aukaflokk. í lionum eru sams konar rit og í aðalflokki Hag- skýrslna, nema hvað þau eru í öðru hroti (kvartbroti) og ,,off-set“-f jölrituð. 3. Hagtíðindi, mánaðarrit. Þar eru birtar mánaðarlegar skýrslur um utanríkisverzlun, fislcafla, þróun peningamála, framfærsluvísitölu o. fl., og árlegar skýrslur um ýmisleg efni, sem ekki þykir taka að birta í sérstöku hefti af Hagskýrslum. — Ár- legt áskriftargjald Hagtíðinda er 75 kr. 4. Statistical Bulletin er sameiginlegt rit Hagstofunnar og Seðlabanka íslands. Það er á ensku -—- enda ætlað útlendingum •— og kemur út ársfjórðungslega (frá og með 1963, þar áður var það mánaðarrit). — í Statistical Bulletin eru birtar ýmsar töflur úr Hagtíðindum, og úr Fjármálatíðindum, riti Seðlabanka íslands. — Erlendir áskrifendur þessa rits fá það ókeypis, en innanlands er árlegt áskrift- argjald þess 45 kr. 5. íbúaskrá Rcykjavíkur kemur út á hverju vori. í henni eru allir íhúar Reykjavíkur næsthðinn 1. desember samkvæmt þjóðskrá, með þeim upplýsingum, sem hún liefur að geyma um hvern mann. íhúaskrá Reykjavíkur 1. desember 1967 var 1312 bls., og verð 1800 kr. í bandi. Upplag þessarar bókar er mjög takmarkað, enda við það miðað, að hún seljist upp. Afgreiðsla ofan greindra rita er í Hagstofunni, Arnarhvoli (inngangur frá Lindar- götu), Reykjavík. Sími 24460.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.