Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1968, Blaðsíða 7
Forsetakjör 1968
5
3. Kosningarþátttaka.
Participation in election.
Við forsetakjör 30. júní 1968 greiddu alls atkvæði 103 890 kjósendur
eða 92,2% af heildarkjósendatölunni. Er það meiri kosningarþátttaka en
nokkru sinni áður, ef undan er skilin atkvæðagreiðslan um niðurfellingu
sambandslaga og stofnun lýðveldis 1944, en þá var þátttakan 98,4%. Eru
þetta þó ekki sambærilegar tölur, þvi að við lýðveldiskosningarnar giltu
sérstakar reglur til að auðvelda kjósendum þátttöku í þeim.
Síðan 1937 hefur kosningarþátttaka verið sem hér segir:
1937 ... 87,9% 1953 ... 89,9%
1942 6/7 ... 80,3 „ 1956 ... 92,1 „
1942 18/10 ... 82,3 „ 1959 28/„ ... 90,6 „
1944 ... 98,4 „ 195 9 25/10 ... 90,4 „
1946 ... 87,4 „ 1963 ■ ■ ■ 91,1 „
1949 ,.. 89,0 „ 1967 • •• 91,4 „
1952 forsetakjör ... ,.. 82,0 „ 1968 forsetakjör .., ... 92,2 „
í töflu I (bls. 9) sést, hve margir kjósendur greiddu atkvæði við
forsetakjörið í hverju kjördæmi, sýslu og sveitarfélagi. Þá er og sýnt í 1.
yfirliti hér í innganginum, hve þátttaka var mikil hlutfallslega í einstökum
kjördæmum, bæði í heild og fyrir karla og konur, hvort um sig. Við for-
setakjörið greiddu atkvæði 93,0% af karllcjósendum, en 91,3% af kven-
kjósendum. Við alþingiskosningar 1967 voru tilsvarandi hlutföll 92,0%
og 89,8%.
Ef litið er á kosningarþátttöku í einstökum kjördæmum, þá var hún
mest í Reykjaneskjördæmi (93,1%), en minnst í Norðurlandskjördæmi
vestra (90,9%). í Vesturlandskjördæmi var kosningarþátttaka karla hæst
(94,0%), en kvenna í Reykjaneskjördæmi (92,8%). Kosningarþátttaka
karla var minnst í Vestfjarðakjördæmi (91,8%), en kvenna í Norð-
urlandskjördæmi vestra (88,4%). í öllum kjördæmum var þátttaka karla
meiri en kvenna.
I töflu I, þar sem m. a. er sýnd kosningarþátttaka í hverju sveitar-
félagi, er hver kjósandi talinn i því sveitarfélagi, þar sem hann stóð á
kjörskrá, en ekki þar, sem hann greiddi atkvæði, ef hann hefur greilt
atkvæði utan sveitar. Með því að bera tölu greiddra atkvæða saman við
kjósendatöluna, fæst hlutfallsleg kosningarþátttaka i hverju kjördæmi,
sýslu og sveitarfélagi, eins og sama tafla sýnir.
í 2. yfirliti hér í innganginum sést, hvernig sveitarfélögin innan hvers
kjördæmis, og á landinu í heild, skiptust eftir hlutfallslegri kosningarþátt-
þátttöku. 73,6% af sveitarfélögunum voru með þátttöku meiri en 90%,
22,5% milli 80—90% og 3,9% undir 80%. Eins og sjá má í töflu I var
kosningarþátttakan í eftirtöldum sveitarfélögum meiri en 98%:
Grafningshreppur í Árnessýslu ................... 100,0%
Reykjahreppur í Suður-Þingeyjarsýslu ............ 100,0 „
Mýrahreppur í Vestur-ísafjarðarsýslu ............. 98,9 „
Miklaholtshreppur í Snœfellsnessýslu.............. 98,8 „
Hvítársíðuhreppur í Mýrasýlsu ................... 98,5 „
Suðureyrarhreppur í Vestur-Isafjarðarsýslu........ 98,2,,