Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1974, Side 12
10
1974
Af uppbótarþingsætum, sem úthlutað var 1974, hlaut Alþýðuflokkurinn 4, Alþýðubandalagið3,
Sjálfstaeðisflokkurinn 3 og Samtök frjálslyndra og vinstri manna l uppbótarþingsæti. Þingmannatala
flokkanna og meðaltal atkvæða á hvern þingmann varð þá sem hér segir:
Þing- __ Atkvæði
menn á þingmann
Sjálfstæðisflokkur...................... 25 1950 14/25
Framsóknarflokkur ...................... 17 1669 8/17
Alþýðubandalag ......................... 11 1902 2/11
Alþyðuflokkur............................ 5 2069
Samtök frjálslyndra og vinstri manna 2 2 622 1/2
Ef halda hefði átt áfram að úthluta uppbptarþingsætum, þar til fenginn væri sem mestur jöfn-
uður milli þingflokkanna, þá hefði orðið að úthluta 7 viðbótarsætum eins og sjá má af töflu IV A
(bls. 31), og hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið 4 en Alþýðubandalagið.Alþyðuflokkurinn og Samtök
frjálslyndra og vinstri manna fengið hvert sitt uppbótarþingsætið.
Til þess að finna, hverjir frambjóðendur þingflokks, sem hafa ekki náð kosningu í kjördæm-
um, skuli fá uppbótarþingsæti, er farið eftir atkvæðatölu þeirra í kjördæmunum, ymist beinlínis
eftir atkvæðatölu þeirra eða eftir atkvæðatölunni í hlutfalli við gild atkvæði í kjördæminu. Fyrsti
uppbótarþingmaður þingflokks verður sá, sem hefur hæsta atkvæðatölu ^ annar sá, sem hefurhæsta
hlutfallstölu atkvæða, þriðji sá, sem hefur næsthæsta atkvæðatölu, fjórði sá, sem hefur næsthæsta
hlutfallstölu, o.s. frv. - f töflu IV B (bls. 31) er sýnd röð frambjóðenda flokkanna hvað þetta
snertir.
f töflu IV C (bls. 32) kemur fram, hvaða frambjóðendur hlutu uppbótarþingsætioghverjir urðu
varamenn.