Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1978, Blaðsíða 12

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1978, Blaðsíða 12
10 1978 tölu sína við kosningarnar. Þingflokkur í þessu sambandi telst aðeins sá flokkur, sem komið hefurað þingmanni í einhverju kjördæmi. Atkvæðatala þeirra fjögra flokka, sem fengu þingmenn kosna í kjördæmum.og talahinna kosnu þingmanna var þessi: Atkvæði Kosnir þingmenn Atkvæðamagn á þingmann Sjálfstæðisflokkur 39982 17 2351 15/17 Alþýðubandalag 27952 11 2541 1/11 Alþýðuflokkur 26912 9 2990 2/9 Framsóknarflokkur . 20656 12 1721 4/12 Hve mörg uppbótarþingsæti hver þingflokkur skuli hljóta.finnstmeð þvfaðdeila 1 atkvæðatölu hans með tölu þingmanna flokksins kosinna f kjördæmum, fyrst að viðbættum 1, síðan 2, þá 3 o. s. frv. Uppbótarþingsætunum er síðan úthlutað til þingflokka eftir útkomunum við þessar deilingar, þannig að fyrsta uppbótarþinesætið fellur til þess jjingflokks, sem hæsta á útkomuna, annað til þess sem a hana næsthæsta, og síðan áfram eftir hæð utkomutalnanna, uns eitt uppbótarþingsæti hefur fallið á hverja þeirra. Þo er hér á gerð sú takmörkun, að ekki er úthlutað nema 11 uppbótarþing- sætum, hversu mörgum sætum sem þá kynni að vera eftir að úthluta til þess að ná sem __ mestum jöfnuði við hlutfallstöluna fyrir alla þingflokka. Eftir stjórnarskrárbreytinguna 1959 skal ávallt út- hluta 11 uppbótarþingsætum, jafnvel þott fullur jöfnuður náist með færri uppbótarþingsætum. f töflu IV (bls. 31) er sýnt, hvernig uppbótarþingsætum hefur verið úthlutað til flokkanna við kosn- ingarnar 1978, og jafnframt kemur þar fram, hvemig úthlutunin hefði orðið, ef haldið hefði verið áfram að úthluta uppbótarþingsætum, þar til fenginn hefði verið sem mestur jöfnuður við þann flokkinn, sem hefur lægsta hlutfallstölu. Af uppbótarþingsætum, sem úthlutað var 1978, hlaut Alþýðuflokkurinn 5, Alþýðubandalagið 3 og Sjálfstæðisflokkurinn 3 uppbótarþingsæti. Þingmannatala flokkanna ogmeðaltalatkvæða á hvem þingmann varð þá sem hér segir: Þing- Atkvæði menn á þingmann Sjálfstæðisflokkur 20 1999 2/20 Alþýðubandalag 1996 8/14 Alþýðuflokkur 14 1922 4/14 Framsóknarflokkur 12 1721 4/12 Ef halda hefði átt áfram að úthluta uppbótarþingsætum, þar til fenginn væri sem mestur jöfn- uður milli þingflokkanna, þá hefði orðið að úthluta 6 viðbótarsætum eins ogsjá má af töflu IV A (bls.31), og hefði Sjálfstæðisflokkurinn fengið3, Alþýðubandalagið 2 og Alþyðuflokkurinn 1 uppbót- arþingsæti. Til þess að finna, hverjir frambjóðendur þingflokks, sem hafa ekki náð kosningu í kjördæm- um, skuli fá uppbótarþingsæti, er farið eftir atkvæðatölu þeirra í kjördæmunum, ymist beinlínis eftir atkvæðatölu þeirra eða eftir atkvæðatölunni í hlutfalli við gild atkvæði í kjördæminu. Fyrsti uppbótarþingmaður þingflokks verður sá, sem hefur hæsta atkvæðatölu, annar sá, sem hefurhæsta hlutfallstölu atkvæða, þriðji sá, sem hefur næsthæsta atkvæðatölu, fjórði sá, sem hefur næsthæsta hlutfallstölu, o. s. frv. - f töflu IV B (bls. 31) er sýnd röð frambjóðenda flokkanna hvað þetta snertir. f töflu IV C (bls. 32) kemur fram, hvaða frambjóðendur hlutu uppbótarþingsætioghverjir urðu varamenn.

x

Hagskýrslur um kosningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.