Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1991, Page 25

Hagskýrslur um kosningar - 01.01.1991, Page 25
Alþingiskosningar 1991 23 e. Þingsætinu skal úthluta þeim lista framboðsins sem nú hefur hæst hlutfall atkvæðatölu af kjördæmistölu skv. c-lið. Telst það til þess kjördæmis þar sem sá listi var boðinn fram. 114. gr. Takistekki aðfyllatölu þingsætaíkjördæmi með ákvæðum3.tölul. 3.mgr. 113.gr.skalljúkaúthlutuníhverju slíku kjördæmi eftir reglum 1. og 2. tölul. 111. gr. þrátt fyrir skiptingu þingsæta skv. 112. gr. Úthluta skal þingsæti skv. c-lið fyrri mgr. 5. gr. til eins þeirra landsframboða sem nú skortir þingsæti. Akvarða skal hlutfallstölur fyrir hvert landsframboð um sig samkvæmt ákvæðum a- til e-liðar 4. tölul. 3. mgr. 113. gr. Hlýtur sá listi sætið sem þá hefur hæsta hlutfallstölu. Ef tvær eða fleiri tölur eru jafnháar þegar að þeim kemur við úthlutun skv. þessum kafla skal hluta um röð þeirra. Nú eru of fá nöfn á lista til þess að unnt sé að ljúka úthlutun til hans skv. þessum kafla og skal þá ganga fram hjá þeim lista. Ef einungis einn listi er í kjöri hlýtur hann öll þingsæti kjördæmisins." í 4. mgr. 115. gr. segir: „Framboðslisti í kjördæmi, sem hlotið hefur þingmann eða þingmenn kjörna, hefur rétt til jafnmargra varaþingmanna meðan nöfn endast á listanum." Landskjörstjórn kom saman til fundar í Reykjavík föstudaginn 3. maí til þess að úthluta þingsætum. I töflu 4 á bls. 47-50 er sýnt hvemig kjördæmistala er reiknuð skv. 111. gr. kosningalaganna eftir alþingiskosning- arnar 1991. Sést þar að í öllum kjördæmum hefur orðið að fella brott atkvæðatölur lista vegna þess að þær námu minna en 2/3 kjördæmistölunnar, oftast í Reykjaneskjördæmi, sex sinnum, fimrn sinnurn í Norðurlandskjördæmi vestra, Austurlandskjördæmi og Suðurlandskjördæmi og fjórum sinnum í Reykjavfk, Vesturlandskjördæmi, Vestfjarða- kjördæmi og Norðurlandskjördæmi eystra. Auk kjördæmistölunnar í síðasta töludálki hvers kjördæmis eru sýndar lágmarksatkvæðatölur þær sem getið er hér að framan í síðari mgr. 111. gr. og í 1. mgr. 113. gr. I töflu 5 á bls. 50-53 er sýnd úthlutun þingsæta eftir úrslitum í kjördæmum samkvæmt 111. gr. kosningalaganna. Samkvæmt 3. tölul. 1. mgr. á að úthluta eftir henni að minnsta kosti 3/4 hlutum þeirra sæta sem koma í hlut kjördæmis samkvæmt auglýsingu dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, en fyrir henni er gerð grein á bls. 7. Þess vegna koma til úthlutunar eftir 111. gr. 14 sæti í Reykjavík, 9 í Reykjanes- kjördæmi, 6 í Norðurlandskjördæmi eystra, 5 í Suðurlands- kjördæmi og 4 í hverju hinna, Vesturlandskjördæmi, Vestfjarðakjördæmi, Norðurlandskjördæmi vestra og Austurlandskjördæmi. Eru þetta alls 50 sæti, en 12sætumer þá enn óúthlutað af þeim sem ráðstafað hefur verið til kjördæmanna, auk þess eina sem heimilt er að ráðstafa til kjördæmis eftir kosningar. Fyrir hvert kjördæmi eru sýndar atkvæðatölur listanna, í upphafi og eftir að kjördæmistala hefur verið dregin frá svo oft sem reikna þarf til þess að úthlutun þingsætanna liggi ljós fyrir. Þaráeftirersýndúthlutunarröðþingsætahnasamkvæmt atkvæðatölunum. Hlaut Sjálfstæðisflokkur ttest þingsæti í þessari úthlutun, 21, en Framsóknarflokkur 13, Alþýðu- bandalag 8, Alþýðuflokkur 6 og Samtök um kvennalista 2. Frjálslyndir, Grænt framboð, Heimastjórnarsamtök, Verka- mannaflokkur Islands, Þjóðarflokkur—Flokkur mannsins og Öfgasinnaðir jafnaðarmenn hlutu ekki þingsæti. Úthlutunþingsætatillandsframboðaeftirúrslitumálandinu öllu, samkvæmt 112. gr. kosningalaga, er sýnd í töflu 6 á bls. 54. Hlaut Sjálfstæðisflokkur 5 sæti, Alþýðuflokkur 4 sæti, Samtök um kvennalista 3 sæti og Alþýðubandalag 1 sæti. Til þess að ráðstafa þessum 13 þingsætum þarf fyrst að reikna kjördæmistölu að nýju samkvæmt 2. mgr. 113. gr. kosningalaga. Sá reikningur er sýndur í töflu 7 á bls. 55-61. Þegar öllum 12 sætunum, sem ráðstafað var til kjördæma fyrir kosningar, hafði verið úthlutað, skorti Samtök um kvennalista enn eitt þingsæti. Því sæti var ráðstafað til Vestfjarðakjördæmis, og í töflu 8 á bls. 62 er sýndur útreikningur sá sem það byggist á. Úthlutunþingsætasamkvæmt 113.gr.kosningalagaskiptist þannig á áfanga þá sem ákveðnir eru í 3. mgr. að 5 sætum var úthlutað í fyrsta áfanga, 6 í öðrum, 1 í þriðja og 1 sæti í fjórða áfanga. I töflu 9 á bls. 63 er sýnt hvemig þingsætum var úthlutað samkvæmt 113. gr. I 14. yfirliti er sýnd tala þingsæta sem hvert landsframboð hlaut í hverju kjördæmi, í heild og eftir úthlutunarreglum 111. og 113. gr. Alls hlaut Sjálfstæðis- flokkur26 þingsæti, Framsóknarflokkur 13, Alþýðuflokkur 10, Alþýðubandalag 9 og Samtök um kvennalista 5 þingsæti. I töflu 6 sést hve mörg atkvæði reyndust að baki hverju þingsæti landsframboðanna. Að lokinni úthlutun allra þingsæta em flest atkvæði að baki þingmanna Samtaka um kvennalista, 2.614. Alþýðubandalag hefur 2.523 atkvæði að baki hverjum þingmanni, Alþýðuflokkur 2.446, Sjálfstæðis- flokkur2.340ogFramsóknarflokkur2.297. Þjóðarflokkur— Flokkur mannsins, sem hlutu ekki þingmann kosinn skv. 111. gr. og komu því ekki til álita við frekari úthlutun þingsæta, hlutu fleiri atkvæði en em að baki nverjum þing- manni þeirra framboðsaðila sem hlutu menn kosna, 2.871. Ef heildartala atkvæða hefði átt að ráða ein hefði þurft að úthluta 1 sætitil viðbótarþeim63 semvoru til ráðstöfunartil þess að ekkert landsframboð ætti rétt á frekari úthlutun miðað við þá atkvæðatölu sem er að baki þingmanni Framsóknar- flokks, og hefði það gengið til Þjóðarflokks—Flokks mannsins eins og áður segir. Ef hins vegar er miðað einungis við þau landsframboð, sem fengu menn kjörna samkvæmt 111. gr. náðist fullur jöfnuður milli framboðsaðilanna.

x

Hagskýrslur um kosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hagskýrslur um kosningar
https://timarit.is/publication/1173

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.