Þjóðmál - 01.03.2008, Page 78

Þjóðmál - 01.03.2008, Page 78
76 Þjóðmál VoR 2008 talið. sér. skylt. að. láta. gyðingana. finna. til. tevatnsins . Þjóðverjar. kölluðu. það. aðgerð,. aktion,.þegar. þeir. skipulögðu. fjöldamorð. á. gyðingum.undir.beru.lofti ..Í.fyrstu.aðgerð- inni. í. Bolechow. í. lok. október. 1941. voru. þeir.með.lista.yfir.málsmetandi.gyðinga.sem. skyldu. teknir. í. fyrstu. umferð .. Þessi. aðferð. er.töm.alræðisríkjum;.brjóta.niður.siðferðis- þrek.fólks.með.því.að.útrýma.þeim.sem.hugs- anlega.gætu.skipulagt.mótspyrnu ..Þjóðverj- ar. þekktu. ekki. til. í. Bolechow .. Listinn. var. tekinn. saman. með. hjálp. heimamanna. sem. vísuðu.þeim.á.hús.og.heimili.þeirra.sem.voru. skráðir ..Gyðingar.sem.voru.á.götum.úti.voru. gripnir,.hvort.sem.nöfn.þeirra.voru.á.listanum. eða.ekki ..Líkur.eru.að.barið.hafi.verið.á.dyr. Shmiel.og.fjölskyldu.þennan.októberdag ..En. annað.hvort.hefur.fjölskyldunni.tekist.að.fela. sig.eða.hún.ekki.verið.heima ..Ein.dætranna. komst.þó.ekki.undan . Daníel.fær.að.vita.það.hjá.Jack.Grünschlag. sem. núna. býr. í. Ástralíu. en. er. borinn. og. barnfæddur. í. Bolechow. að. Ruchele,. næst. yngsta. dóttir. Shmiel,. hafði. ætlað. að. hitta. þrjár.vinkonur.sínar.þennan.dag ..Jack.missti. bæði.móður.og.bróður.í.fyrstu.aðgerðinni.og. Ruchele. var. kærasta.hans ..Þau. voru. sextán. ára . Daníel.hefur.ekki.beinan.vitnisburð.um. afdrif. Ruchele .. En. um. aðgerðina. sjálfa. er. nokkur. vitneskja .. Alls. var. um. 700–1000. gyðingum. safnað. í. þorpinu. og. smalað. í. félagsheimilið.Dom.Katolicki ..Þar.var.þeim. haldið. í. hálfan. annan. sólarhring. án. þess. að. fá. vott. eða. þurrt .. Böðlarnir. drápu. um. 30. manns. í. félagsheimilinu. og. fóru. verst. með. rabbínana .. Þeir. voru. augnstungnir. og. kross. skorinn. á. brjóst. þeirra .. Með. blóðugar.augntóttir.voru.gyðingaprestarnir. þvingaðir. til. að.dansa. við.ungar.konur ..Á. meðan.þessu.vatt.fram.var.grafinn.skurður.í. nálægum.skógi ..Þegar.hann.var.tilbúinn.var. fólkið. leitt. til. slátrunar .. Þverplanki. lá. yfir. skurðinn .. Börnum,. konum,. karlmönnum. og. gamalmennum. var. skipað. að. ganga. plankann.og.þau. skotin.niður. í. skurðinn .. Síðan. var. urðað .. Moldin. bifaðist. dögum. saman.á.eftir.þar.sem.skothríðin.særði.suma. og. voru. þeir. grafnir. lifandi .. Engin. þýsk. náðarskot.í.fjöldaslátruninni . Þjóðverjar. rukkuðu. gyðingaráðið. í. Bolechow.fyrir.kostnaði.vegna.aðgerðarinnar,. en.ráð.þessi.voru.sett.á.laggirnar.af.Þjóðverjum. til.að.þjóna.sem.stjórnsýsla.herraþjóðarinnar. gagnvart. þeim. dæmdu .. Gyðingar. borguðu. fyrir.kúlurnar.sem.notaðar.voru.til.að.drepa. fjölskylduna,.ættingja.og.vini .. Shmiel,. Ester. og. dæturnar. sem. nú. voru. þrjár. lifðu. veturinn. og. næsta. sumar .. Uppskeran. brást. vegna. flóða. og. aðdrættir. voru.erfiðir ..Hungrið.svarf.að . Seinni.aðgerðin.í.Bolechow.hófst.í.byrjun. september.1942 ..Þjóðverjar.höfðu.að.nokkru. iðnvætt. útrýminguna. og. fluttu. gyðingana. til.Belzec.þar. sem.gasklefar.biðu ..Það.kom. þó. ekki. í. veg. fyrir. morð. undir. beru. lofti .. Samkvæmt.frásögnum.voru.börn.myrt.með. berum.höndum;.þeim.var.slengt.á.veggi.og. gangstéttar.og.höfuðkúpubrotin ..Öðrum.var. fleygt.ofan.úr.háum.byggingum . Ester,. Lorka. og. Bronia,. sú. yngsta,. sem. aðeins.var.12.ára,.áttu.sín.síðustu.andartök. í.gasklefum.Belzec ..Shmiel.tekst.að.komast. undan. aðgerðinni. ásamt. Frydku. og. fær. felustað. í. kjallara .. Það. virðist. hafa. verið. pólskur.kærasti.Frydku. sem.hjálpaði.þeim .. Einhver,. líklega. nágranni,. vísar. böðlunum. á. feðginin .. Þau. eru. leidd. út. og. skotin. í. nálægum.garði,.réttdræp.vegna.uppruna.og. trúar . Daníel.Mendelsohn.hefur.með.bók.sinni. bjargað. sögu. þeirra. hjóna. Shmiel. og. Ester. og. dætranna,. meira. en. hálfri. öld. eftir. að. þau.týndu.lífi ..Þegar.sagan.er.sögð.fær.dauði. fjölskyldunnar. tilgang. sem.hann.hafði.ekki. áður.þegar.þau.sex.voru.aðeins.tölur .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.