Þjóðmál - 01.03.2008, Side 97

Þjóðmál - 01.03.2008, Side 97
 Þjóðmál VoR 2008 95 í. Waffen-SS,. hernaðararm. hinna. illræmdu. stormsveita. Himmlers,. í. nóvember. 1944 .. Hersveit. hans. var. send. á. vígstöðvarnar. í. febrúar. árið. eftir,. en. í. apríl. særðist. hann. í. orrustu,. var.handtekinn.og. sendur. í. banda- rískar. stríðsfangabúðir. sem. varð. honum. væntanlega. til. lífs. því. ef. hann. hefði. lent. í. klóm.sovéska.hersins.hefði.hann.líkastil.end- að.ævina.í.Síberíu.en.Sovétmenn.tóku.mjög. hart.á.liðsmönnum.SS.og.Waffen-SS . Grass. rekur. þessa. sögu. skilmerkilega. í. bókinni. en. víða. ber. hann. þó. við. minnisleysi. eða. fer. fljótt. yfir. sögu .. Það. er.til.að.mynda.erfitt.að.trúa.því.að.hann. hafi. aldrei. hleypt. af. skoti,. þó. hersveit. hans. hafi. ekki. komist. á. vígstöðvarnar. fyrr. en. stríðinu. var. nánast. lokið .. Þegar. hann. lýsir. bréfinu. sem. berst. þar. sem. það. er. tilkynnt. að. hann. sé. kallaður. til.herþjónustu. í.Waffen-SS.man.hann.til. að. mynda. lítið. og. nefnir. hve. freistandi. það. sé. að. draga. fram. allskyns. afsakanir. og.útskýringar,. en.vísar. síðan. í. söguna.af. Harry.Liebenau.sem.getið.er.hér.að.ofan .. Í.ævisögunni.segir.Grass.frá.fyrirmyndum. fjölda.persóna.sem.við.þekkjum.úr.verkum. hans .. Aðallega. úr. Danzig-þríleiknum,. Blikktrommunni,.Ketti og mús. og.Hunda- árum,. en. hann. kynnir. líka. til. sögunnar. ýmsar.persónur.sem.hann.nýtti.síðar,.auk- inheldur.sem.ýmsar.uppákomur.í.bókum. hans.eiga.sér.stoð.í.raunveruleikanum . Svo.var.það.hermaðurinn.guðhræddi. sem. var. samfangi. hans. í. haldi. hjá. bandaríska. hernum.í.stríðslok,.kýtti.við.hann.um.trúmál. og.heimspeki,.spilaði.við.hann.teningaspil.og. deildi.með.honum.kúmenfræjum ..Jósep.hét. hann,. jafnaldri. hans. frá. Bæjaralandi,. hafði. verið.í.Hitlersæskunni.en.ætlaði.sér.að.verða. kardínáli ..Ætli.það.sé.Joseph.Alois.Ratzinger?. Grass.segir.það.ekki.beint,.en.hann.gefur.það. óneitanlega.sterklega.í.skyn . Eftir.að.hafa.verið.í.haldi.Bandaríkjamanna. og. síðar. Breta. var. Grass. sleppt. enda. var. hann.ekki.talinn.hæfur.til.erfiðisvinnu.vegna. sprengjubrots. sem. hann. ber. enn. í. vinstri. öxlinni. —. fyrir. vikið. losnaði. hann. við. það. að.vera.sendur.til.að.vinna.í.velskri.kolanámu. eins.og.margir.félagar.hans ..Hann.lenti.í.basli. við.að.eiga.í.sig.og.á,.líkt.og.flestir.samlandar. hans.um.þær.mundir,. og. lýsir. tilfinningum. sínum.svo.eftir.að.honum.var.sleppt,.eftir.að. hann.fékk.frelsi.sem.hann.átti.erfitt.með.að. skilja.og.skilgreina: „Notaði. stefnulausi. svartamarkaðsbraskar- inn,.sem.bar.nafn.mitt,.klæki.sína.sem.afsökun. til.að.komast.hjá.því.að.fara.aftur.í.skóla.og. fresta. lokaprófi.sínu?.Hugleiddi.ég.að.gerast. lærlingur.og.þá.í.hvaða.iðn? Saknaði.ég.föður.míns,.móður.og.systur.svo. mjög.að.ég.var.tíður.gestur.á.skrifstofum.sem. birtu.flóttamannalista? Voru. þrengingar. mína. bundnar. við. mig. einan.eða.náðu.þær. til.heimsins.alls?.Nánar. tiltekið,.tók.ég.þátt.í.því.sem.þá.hafði.fengið. heitið,. gæsalappalaust,. samsekt. Þjóðverja?. Getur. verið. að. sorg.mín.hafi. aðeins.náð. til. þess.að.ég.glataði.húsi,.heimili.og.fjölskyldu. og.einskis.annars?.Hvað.syrgði.ég.annað.sem. glataðist? Svör. lauksins. eru. eftirfarandi,. þó. með. eyðum: Ég.gerði.engar.tilraunir.til.að.skrá.mig.í. skóla. í.Köln.og.lærlingsstaða.freistaði.mín. ekki .. Ég. skilaði. engum. umsóknum. til. skráningarstofu. sem. hélt. skrá. yfir. flótta- menn. frá. austurhluta. landsins. eða. yfir. þá. sem. misst. höfðu. heimili. sín.. í. loftárás- um .. Mynd. móður. minnar. var. skýr. í. huga. mér,. en. ég. saknaði. hennar. ekki. svo. mjög .. Ég. skrifaði. engin. saknaðarljóð .. Ég.fann.ekki.til.neinnar.sektar .“ Beim Häuten der Zwiebel. lýkur. um. það. leyti. sem.Blikktromman.kemur.út,.enda.sú. bók.vendipunktur.í.sögu.hans ..Lokaorð.Grass. eru.þau.að.hann.hafi.hvorki.lauk.né.löngun. til.að.segja.meira.af.ævi.sinni.—.vill.kannski. forðast.að.fletta.of.mörgum.lauklögum,.enda. er.enginn.kjarni.þegar.flett.hefur.verið.öllum. lögum.lauksins .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.