Alþýðublaðið - 11.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 11.12.1919, Blaðsíða 2
ALPÝÐUBLABIÐ stæðum líkama, svo að vér ekki fylgjum athugalaust hugsun ein- stakra persóna, hugsjónum, sem eru rígskorðaðar við persónulega pröngsýni og rangláta eigingirni Jðinstaklingsins. Því það er vegur, sem alt af liggur til glötunar, sjálfstæðismissis, sorgar og myrk- urs. Þar sem aftur á móti grund- völlur til gleði og mannástar er sameiginleg hagsmunaþrá. Að endingii bið eg allá sanna og hugsandi mannvini, að bæta okkar íslenzku löggjöf. Mér væri $að stórt gleðiefni, eí eg sæi ein- hverjar athugasemdir, tillögur eða endurbætur við þessa nýgræðings- hugsjón mína, þar sem mér væri hað aftur á móti sorgarefni, ef enginn vildi taka þær til greina. Trotzlsij. (Grein þessi er að mestu tekin eftir „La Russie bolcheviste" eftir Étienne Antonelli. Paris 1919, hiutlausri bók um ástandið í Eúss- landi fyr og nú frá pólitisku sjón- armiði séð). Lev Davidoff Bronstein, stund- um kallaður „Nicolas Trotzkij*, „Trotskij", „Ivanoffskij" etc, er sonur nýbyggja í stjórnarumdæm- inu (gouvernement) Kherson, Júði að ætt. Hann er fæddur 1877. Eíns og aðrir frelsisvinir rúss- neskir, þótti hann snemma ákafur í garð stjórnarinnar, og 1898 var hann kærður ásamt fleiri meðlim- um „Suðurrússneska verkamanna- félagsins" (Syndicat ouvrier du sud de la Russie). 10. okt. 1899 var hann dæmdur til 4 ára Síberíu- vistar. Þaðan tókst honum samt að flýja eftir nokkra dvöl. 1905 var forseti verkamanna- sambandsiös í Petrograd, Plekhan- off tekinn fastur og var þá Trotzkij kosinn i hans stað, en það þótti aerin sök, og 13. okt. 1906 var hann móti lögum og rétti dæmd- ur til útlegðar í Síberíu og fluttur til Tobolsk. 20; febrúar 1907 flýði hann þaðan og komst til Wien. Þar dvaldi hann nokkurn tíma, en fór síðan til Paría. Eftir að stríðið braust út „agiteraði* hann Jar fyrir friði, en það var ekki vinsælt af dómstólunum og því var hann gerr landrækur. Hann hélt síðan til Ameríku, en í Can- ada var hann handtekinn og haldið í varhaldi, þar til Nikolas keisara var steypt úr stóli, þá fór hann til Rússlands og gerðist þar for- ingi hinna ákafari socialista. Trotzkij er maður hár vexti, snarplegur og gáfulegur. Augun eru skær og tindrandi, munnur- inn stór, hárið mikið og strokið aftur á bak. Hann er mesti gáfu- maður, mælskur með afbrigðum og áhrifamikill. Hann er tilfinn- ingamaður mikill og skapstór. Kurteis er hann og þægilegur við- móts og kann vel að haga orðum sínum, hver sem í hlut á, enda bera blaðamenn þeir sem náð hafa tali af honum, honum það orð, að hann sé gleðimaður mesti, og að því leyti ólikur Lenin, sem er dulur og ekki við almenningsskap. Ðugnaðarmaður er hann og hers- höfðingi mikill og kann vel að halda uppi aga í her sínum. Þegar Bolsivíkar mynduðu hina íyestu stjórn sína varð hann utanríkisráðherra (þjóðfulltrúi ut- anríkismála), en er nú hermála- ráðherra. + IreMír á MlisMði. Nýiega sáust að sögn fitnm hreindýr í hóp á Hellisheiði. Hreindýr hafa nú verið algerlega friðuð um nokkurra ára skeið, og hefir að sögn fjölgað mikið. Hreihdýr eru á tveim stöðum á landinu: hér á Reykjanesfjallgarði frá Lönguhlíð upp á Hengil, og á öræfunum norðaustan við Vatna- jökul. Er einkum mesti fjöldi af þeim á síðarnefnda staðnum, og fara þau oft á vetrin niður á Fljótsdalshérað og jafnvel niður í ijörðu. Hreindýr voru fyrir 1829 á mikið fleiri stöðum. T. d. á afrétt- inni upp af Rangárvallasýslu, og á Vaðlaheiði, milli Eyjafjarðar og Fnjóskadals, en á báðum stöðum var þeim algerlega útrýmt f fyrsta skifti sem hreindýr voru ófriðuð.. Skrafií um heimseniú Morgunblaðið flytur grein í gær, þar sem það er að breiða yfir greinina, sem það flutti um heims- endi, og jáfnframt að reyna að draga úr hræðslu þeirri, sem það — ásamt Vísi — hefir vakið hjá fjölda fólks, sem. einnig er skilj- anlegt, þar eð almenningur er afarófróður um stjörnufræðisleg fyrirbrigði. Morgunblaðið flytur lesendum sinum /yrsf nú, að þetta heims- endaskraf sé amerískt blaðaþvað- ur, fundið upp til þess að ginna menn til þess að kaupa blöðin, sem flytja það. En hvers vegna flutti Morgunblaðið þá sjálft fregn- ina með þumlungs háu fyrirsagn- arletri? Auðvitað af sömu ástæðu og amerísku blöðin; það vildi vekja eftirtekt á sér rheð skrafi, sem það með greininni í gær viðurkennir að sé ekki annað »n vitleysa. Annars má segja, að fyrir þá, sem hafl fest einhvern trúnað á. þetta heimsendisskraf blaðsins, þá; sé fremur lítil huggun í þessart gærdagsgrein, þó það sé tilgangur hennar. Tvennu er þar haldið' fram, til hughreystingar þeim, sem lagt hafa trúnað á skrafið (auk þess að þetta séu amerískar blaða- lygar): Að visindin viti ekkert i stjörnnfrœði, og geti þvi ekkert sagt um þetta, og að þéir, sem á annað borð vilji trúa því, að dómsdagur komi snðgglega, þeir megi reiða sig á, að hann komi eins og vþjófar á nóttun, eins og ritningin segi. Hvorug þessi stað- hæfing er eiginlega til þess fallin, sem MorgunbJ. ætlast. Um hina síðari skal ekki annað sagt hér, en aö fæstir munu það vera n« orðið, sem trúabókstaf biblíunnar. En um hina fyrri staðhæfingu er það að segja, að hún er beinlínis staðlegsa. Vísindin vita fullvel, að> áhrif pjánetanna á jarðlíflð hljótar sökum fjarlægðarinnar, að vera hverfandi, eða svo tekið sé dæmir áhrif plánetanna á lífið hér á jörðu munu viðlíka mikil — eða réttara lítil — eins og áhrifin yrðu á vindil, sem hr. Árni Óla blaða- maður við Morgunbl. stæði með i Bankastræti, þó kveikt væri á eld- spýtu inni i Öskjuhlíð, Annars er auðséð á fleiru, að>

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.