Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 HANDBOLTI Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Landsliðsmaðurinn Aron Pálmarsson yfirgaf sem kunnugt er þýska meist- araliðið Kiel í sumar og gekk til liðs við ungversku meistarana í Veszp- rém. Eftir sex frábær ár hjá Kiel, þar sem hann varð fjórum sinnum þýskur meistari, tvisvar bikarmeistari, vann Meistaradeildina í tvígang auk þess að vinna fleiri titla, ákvað Aron að söðla um og upplifa ný ævintýri á ferli sínum. Aron er hægt og bítandi að koma sér inn í hlutina hjá Vezsprém og í nýju landi en það dró heldur betur til tíðinda í herbúðum félagsins í vikunni þegar spænska þjálfaranum Antonio Carlos Ortega var óvænt sagt upp störfum. Aðstoðarmaður hans, Xavi Sabate, mun stýra liðinu tímabundið þar til félagið ræður nýjan þjálfara. Kom eins og köld vatnsgusa „Það er óhætt að segja að það sé hasar í gangi hjá liðinu. Þessi brott- rekstur kom eins og köld vatngusa framan í okkur og maður er svona enn að átta sig á þessu. Við bjugg- umst ekki við svona hörðum aðgerð- um. Við mættum á æfingu klukkan tíu á mánudagsmorguninn og þar tjáðu eigendurnir að það væri búið að reka þjálfarann,“ sagði Aron Pálm- arsson við Morgunblaðið. Forráðamenn Veszprém ákváðu að segja Ortega upp í kjölfar jafnteflis liðsins gegn Wisla Plock í Meistara- deildinni. Þeir voru ekki ánægðir með þau úrslit og eins þegar liðið tapaði fyrir Füchse Berlin í úrslita- leik á heimsmeistaramóti félagsliða sem fram fór í Katar fyrr í þessum mánuði. Skrýtið andrúmsloft „Nú er unnið að því dag og nótt að finna nýjan þjálfara. Ég er búinn að heyra nöfn eins og Slavko Goluza, Lino Cervar og Martin Schwalb en hver það verður sem tekur við er ómögulegt að segja. Svona staða er algjörlega ný fyrir mig. Það kom aldrei til greina að reka Alfreð á þeim sex árum sem ég spilaði með Kiel. Það er svolítið skrýtið andrúms- loft hjá klúbbnum núna en við erum atvinnumenn og látum þetta ekkert slá okkur út af laginu. Þetta var þó ekki besta tímasetningin þar sem við tökum á móti Flensburg í Meist- aradeildinni um næstu helgi,“ sagði Aron. Aðstæður hinar bestu En hvernig eru fyrstu kynni þín af liðið Veszprém og Ungverjalandi? „Þetta er náttúrlega allt annað en Þýskaland. Hér er allt miklu rólegra og afslappaðra. Það er kannski ekki allt eftir bókinni en hingað til hefur mér liðið vel og er ánægður. Ég bý vel. Ég er í húsi á mjög skemmti- legum stað við Balatonvatnið þannig að aðstæður fyrir mig eru allar hinar bestu, bæði heima fyrir og hvað varð- ar liðið. Við æfum alltaf í höllinni þar sem við spilum og þar er lyft- ingasalur og allt til alls. Fyrstu kynn- in af landi og þjóð og af liði hafa bara verið afar góð og eins og við var að búast. Hér tala flestallir þýsku sem er mjög jákvætt og ég er bara ánægður hérna. Það er ekkert stress á hlutunum og ef það vantar að kippa einhverju í liðinn eru þau mál bara leyst eftir eitt til tvö símtöl,“ segir Aron Pálmarsson. Aron segir að það hafi verið von- brigði að vinna ekki heimsmeist- aramót félagsliða í Katar. „Það voru auðvitað vonbrigði. Þeg- ar maður horfir yfir hópinn hjá okkur þá finnst mér að við eigum ekki að tapa einum leik,“ segir Aron en með honum í liði Vezprém eru leikmenn á borð við ungversku stórskyttuna Lazslo Nagý, Serbann Momir Ilic, markvörðinn Mirko Alilovic, spænska hornamanninn Christian Ugalde, spænska leikstjórnandann Chema Rodríguez, línumanninn Renato Sulic og Þjóðverjann Christian Zeitz svo einhverjir séu nefndir. Eigum að fara alla leið „Það eru þvílík gæði í þessu liði og alveg klár markmiðin hjá okkur; að vinna alla titla sem í boði eru,“ segir Aron en auk þess að spila í Meist- aradeildinni spilar Veszprém í ung- versku deildinni þar sem liðið kemur inn í deildina á síðari stigum hennar Andrúmsloftið er svolítið skrýtið  Þjálfari Arons Pálmarssonar var óvænt rekinn frá störfum  Er ánægður með lífið og tilveruna hjá Veszprém í Ungverjalandi  Markmiðin að vinna alla titla England Deildabikarinn, 32-liða úrslit: Crystal Palace – Charlton .......................4:1  Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á hjá Charlton á 59. mínútu. Milton Keynes Dons – Southampton ......0:6 Newcastle – Sheff.Wednesday ................0:1 Norwich – WBA ........................................3:0 Tottenham – Arsenal ................................1:2 Walsall – Chelsea ......................................1:4 Manchester United – Ipswich..................3:0 Ítalía Inter – Hellas Verona ..............................1:0  Emil Hallfreðsson lék ekki með Verona vegna meiðsla. Carpi – Napoli ...........................................0:0 ChievoVerona – Torino.............................1:0 Fiorentina – Bologna ................................2:0 Juventus – Frosinone ..............................1:1 Lazio – Genoa ............................................2:0 Palermo – Sassuolo ...................................0:1 Sampdoria – Roma....................................2:1 Staða efstu liða: Inter 5 5 0 0 6:1 15 Fiorentina 5 4 0 1 7:3 12 Sassuolo 5 3 2 0 8:5 11 Chievo 5 3 1 1 9:3 10 Sampdoria 5 3 1 1 11:7 10 Torino 5 3 1 1 9:5 10 Lazio 5 3 0 2 6:10 9 Roma 5 2 2 1 8:6 8 Palermo 4 2 1 1 4:3 7 Napoli 5 1 3 1 10:6 6 Milan 4 2 0 2 5:6 6 Atalanta 4 1 2 1 5:4 5 Juventus 5 1 2 2 5:5 5 Empoli 4 1 1 2 6:8 4 Spánn Celta – Barcelona ......................................4:1 Bilbao – Real Madrid ................................1:2 Staða efstu liða: Real Madrid 5 4 1 0 14:1 13 Celta 5 4 1 0 14:6 13 Barcelona 5 4 0 1 9:6 12 Villarreal 4 3 1 0 10:4 10 A.Madrid 4 3 0 1 7:2 9 Espanyol 5 3 0 2 6:11 9 Eibar 4 2 2 0 7:3 8 Vallecano 5 2 1 2 4:7 7 Þýskaland Leverkusen – Mainz .................................1:0 Gladbach – Augsburg ...............................4:2 Hannover – Stuttgart ...............................1:3 Hoffenheim – Dortmund ..........................1:1 Schalke – Frankfurt..................................2:0 Staða efstu liða: Bayern München 6 6 0 0 20:3 18 Dortmund 6 5 1 0 19:4 16 Schalke 6 4 1 1 9:5 13 Wolfsburg 6 3 2 1 9:7 11 Hertha B. 6 3 1 2 7:7 10 Hamburger 6 3 1 2 8:9 10 Köln 6 3 1 2 9:11 10 Ingolstadt 6 3 1 2 3:5 10 Svíþjóð Hammarby – Gefle ...................................3:0  Ögmundur Kristinsson og Birkir Már Sævarsson léku allan tímann með Hamm- arby. Malmö – Falkenberg ................................4:3  Kári Árnason lék allan tímann með Malmö. Norrköping – Djurgården ......................4:2  Arnór Ingvi Traustason lék allan leikinn fyrir Norrköping og skoraði eitt mark. Sundsvall – AIK ........................................0:2  Jón Guðni Fjóluson og Rúnar Már Sig- urjónsson léku allan tímann með Sundsvall.  Haukur Heiðar Hauksson lék allan leik- inn með AIK. Staðan: Norrköping 25 16 6 3 48:27 54 AIK 25 16 6 3 49:29 54 Gautaborg 24 16 5 3 41:13 53 Malmö 25 13 8 4 49:30 47 Elfsborg 24 13 6 5 45:29 45 Djurgården 25 11 7 7 39:31 40 Gefle 25 9 5 11 28:40 32 Helsingborg 24 9 3 12 33:35 30 Häcken 24 8 6 10 29:31 30 Hammarby 25 6 9 10 29:32 27 Kalmar 25 7 6 12 25:31 27 Sundsvall 25 7 5 13 25:40 26 Örebro 24 5 8 11 24:43 23 Falkenberg 25 6 4 15 28:46 22 Halmstad 25 3 7 15 17:38 16 Åtvidaberg 24 2 9 13 21:35 15 Noregur Bikarinn, undanúrslit: Rosenborg – Stabæk ................................3:2  Matthías Vilhjálmsson kom inn á á 83. mínútu hjá Rosenborg og skoraði sigur- markið. Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Rosenborg. Danmörk Bikarkeppnin: Vestsjælland – FC Köbenhavn................0:2  Frederik Schram lék ekki með liði Vestsjælland. Köge – Horsens.........................................2:0  Kjartan Henry Finnbogason lék með Horsens. Sviss Young Boys – Basel..................................4:3  Birkir Bjarnason lék allan tímann með Basel. KNATTSPYRNA Aðeins fjórar þjóðir fyrir utan gestgjafa Frakk- lands hafa tryggt sér þátttökurrétt í úrslitakeppni Evrópumóts karlalandsliða í knattspyrnu en það eru Ísland, Austurríki, Tékk- land og England. Þegar tvær umferðir eru eftir af undankeppninni keppa 32 þjóðir um þau 19 sæti sem enn eru boði. Þetta eru: Albanía, Belgía, Bosnía, Búlg- aría, Króatía, Kýpur, Danmörk, Eistland, Finnland, Þýskaland, Ungverjaland, Ísrael, Ítalía, Lithá- en, Svartfjallaland, Holland, N- Írland, Noregur, Pólland, Portúgal, Írland, Rúmenía, Rússland, Skot- land, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sví- þjóð, Sviss, Tyrkland, Úkraína og Wales. Tvær efstu þjóðirnar í hverjum riðli komast á EM sem og liðið sem nær bestum árangri í þriðja sætinu. Önnur lið í þriðja sæti fara í umspil. Lokaumferðirnar í riðlunum verða spilaðar 8.-10. október og 11.- 13. október. gummih@mbl.is 32 lið berjast um 19 sæti Heimir Hallgrímsson Sinisa Mihajlovic, þjálfari ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan, hrósar Mario Balotelli í há- stert fyrir frammi- stöðu sína í leiknum gegn Udinese í fyrrakvöld. Balotelli skoraði þá sitt fyrsta mark í sjö mánuði þegar hann skoraði með góðu skoti beint úr aukaspyrnu og kom sínum mönnum í 1:0. „Hinn raunverulegi Balotelli er mættur aftur. Hann var frábær í leikn- um og langbesti maðurinn á vellinum. Frammistaða hans skipti sköpum og ég er ánægður. Nú verður hann bara að halda áfram á þesari braut,“ sagði Mihajlovic. Balotelli er í láni hjá Milan frá Liver- pool en ítalski framherjinn upplifði martröð í herbúðum Liverpool á síð- ustu leiktíð þar sem hann var meira í fréttum fyrir verk sín utan vallar. „Hægt og bítandi er ég byrjaður að fjarlægja steina úr skónum mínum því á undanförnum árum á Ítalíu og Eng- landi hefur margt verið sagt um mig en ég hef þagað,“ sagði Balotelli við fjöl- miðla. gummih@mbl.is Balotelli fékk mikið hrós Mario Balotelli HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is Ólafur Gústafsson handknattleiks- maður vonast til þess að vera kominn á beinu brautina á nýjan leik eftir að hafa glímt við meiðsli í hnjám í á annað ár. „Ég fór í tvær aðgerðir í sumar, þá síðari snemma í júlí. Ég er að minnsta kosti á áætlun um þessar mundir, far- inn að hjóla og hlaupa í vatni,“ sagði Ólafur við Morgunblaðið í gær en hann hefur ýmislegt reynt síðasta árið til þess að fá bót meina sinna. Það sem hrjáir Ólaf er svokallað „jumper’s knee“ sem tengist patella-sininni framan á hnénu. Rifur myndast í henni og blæðingar, sem er ekki eðlilegt. Segja má að meiðsli af þessum toga séu af stofni álagsmeiðsla. „Ég náði að taka þátt í fáeinum leikjum með Álaborg í byrjun tímabils- ins í fyrra og lék þá eingöngu með í vörninni því ég gat ekki stokkið,“ segir Ólafur en meðferð við þessum meiðslum er erfið þar sem engin ein meðferð hentar öllum þeim sem fá jumper’s knee. „Sumum nægir að fara í sprautur, nálastungur hafa hjálpað einhverjum en aðrir komast ekki hjá skurðaðgerð,“ segir Ólafur. Reynt var í lengstu lög að forðast skurðaðgerð en eftir að eitt og annað hafði verið reynt, m.a. nálastungur, var ljóst í vor að ekki yrði hægt að komast hjá aðgerð, að sögn Ólafs. Hann gekkst undir hana hjá Brynjólfi Jónssyni bæklunarlækni. „Nú er ég loksins að ná mér á strik. Ég finn það því ég er farinn að geta gert meira af æfingum upp á síðkast- ið,“ segir Ólafur bjartsýnn. „Útlitið er gott í augnablikinu.“ Ólafur fann fyrir þessu síðustu mán- uðina sem hann lék með þýska liðinu Flensburg vorið 2014 og hefur átt í þessu síðan en hann flutti sig um set til Danmerkur þá um sumarið og skrifaði undir samning við úrvalsdeildarliðið Aalborg håndbold. „Það er ennþá mikil vinna fram- undan áður en ég get farið að leika með liðinu mínu. Vonandi styttist þó í að ég geti farið að hlaupa,“ segir Ólafur sem reiknar ekki með að leika með Álaborgarliðinu fyrr en í febrúar þegar danska deildin fer á fullt eftir hlé sem verður gert í janúar vegna þátttöku danska lands- liðsins í Evrópumeistaramótinu í Pól- landi. „Ef allt gengur upp get ég náð leikjum í desember en það getur verið að best sé að bíða fram í febrúar. Aðal- málið er að ná sér góðum,“ segir Ólaf- ur Gústafsson og bætir við að for- ráðamenn Álaborgarliðsins sýni sér þolinmæði í þessari þrautagöngu. Ólafur reiknar ekki með að leika aftur fyrr en í febrúar  Tvær aðgerðir á hnjám að baki  Þrálát og erfið meiðsli Ógnandi Ólafur Gústafsson í leik á HM 2 verið saknað í landsliðinu síðustu árin. Ó

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.