Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 sem meistarar. Þá spilar liðið í SEHA-deildinni, en í henni spila tíu lið frá Balkanlöndunum. „Við erum alveg búnir að fá að heyra það að við eigum að fara alla leið í Meistaradeildinni í ár. Það er talað um að þetta sé besta Veszprém- lið allra tíma og hópurinn sem liðið hafi úr að spila sé rosalega sterkur. Ég er stoltur af að vera í þessu liði og við eigum með þetta lið að ná frá- bærum árangri. Mig langaði að prófa eitthvað annað og að vera Íslend- ingur hér í Ungverjalandi er eitthvað nýtt. Mér hefur verið tekið mjög vel og allir eru jákvæðir í minn garð. Nú þarf maður bara að sýna góða hluti inni á vellinum. Það er númer eitt, tvö og þrjú.“ Þarf að vera samviskusamur Finnurðu mikinn mun á álagi hjá Veszprém og Kiel? „Við æfum nú kannski ekkert minna en ég gerði með Kiel. Maður þarf að vera samviskusamur og æfa sjálfur mikið og það hef ég gert. Hjá Ortega gengu æfingarnar mikið út á að standa úti á velli og spjalla. Þetta er því ekkert eins og hlaupin hjá Alla. Ég hef haldið góðu sambandi við nokkra félaga mína hjá Kiel og auð- vitað saknar maður ákveðinna hluta. Þegar ég horfði á Kiel spila í Flens- burg um daginn viðurkenni ég alveg að ég hefði verið til í að vera þar. En þetta var mín ákvörðun og ég vissi hvað ég var að fara út í og hverju ég var að hlaupa frá. Ég hef ekki fundið fyrir neinni eftirsjá enn sem komið er en nú er smá óvissa hjá félaginu varðandi þessi þjálfaramál. Eðlilega er maður pínulítið stressaður yfir því hver verður ráðinn en á meðan verð- ur maður bara að vera duglegur að æfa og vona að málin leysist vel.“ Ljósmynd/Veszprém Ánægður Aron Pálmarsson kominn í skotstöðu í leik með ungverska liðinu Veszprém sem hann gekk til liðs við í sumar. Aron Pálmarsson » Aron er 25 ára gamall, fædd- ur og uppalinn í Hafnarfirði og lék með FH áður en hann gekk til liðs við Kiel árið 2009. » Aron lék með Kiel í sex ár og vann fjölda titla með liðinu. Hann var valinn maður úrslita- helgarinnar í Meistaradeildinni árið 2014 og hefur verið lykil- maður í íslenska landsliðinu. Útlit er fyrir að hinn 18 ára gamli Jökull Blængsson standi í marki Fjölnis á laugardag þegar liðið mætir FH, þar sem FH getur með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu. Þórður Ingason, aðal- markvörður Fjölnis, er í agabanni og æfir ekki með liðinu, og varamark- vörðurinn Steinar Örn Gunnarsson fékk þungt högg á höfuðið í leik gegn Víkingi R. á sunnudaginn. „Ég hef bara hvílt mig frá því á sunnudaginn. Ég tek æfingu með Gunnari [Sigurðssyni, markmannsþjálfara] á morgun [í dag] og ef hún gengur vel æfi ég með liðinu á föstudag og spila á laugardaginn,“ sagði Steinar. Það er því ljóst að ef hann spilar verður undirbúningurinn mjög takmarkaður, og oftast þurfa menn lengri tíma til að jafna sig eftir höfuðhögg. Steinar kveðst þó telja að hann hafi sloppið við heilahristing: „Ég gerði mér ekki grein fyrir því strax hve alvarlegt þetta var fyrr en ég leit upp og sá strákana. Það var lík- lega vitleysa að spila áfram, eins og ég gerði. Þegar leik- urinn byrjaði aftur fann ég fljótt hjartsláttinn í hausnum og sá bara stjörnur, þannig að þá ákvað ég að fara út af. Ég fór svo upp á sjúkrahús, það þurfti að sauma 10-12 spor, og ég fann aðeins fyrir þessu um kvöldið en síðan er ég búinn að vera nokkuð fínn. Ég held að ég hafi alveg örugglega ekki fengið heilahristing, svo það er strax já- kvætt,“ sagði Steinar, sem stefnir á að spila á laugardag: „Ef allt fer á versta veg hjá mér þá fær Jökull séns- inn,“ sagði Steinar, en Jökull leysti hann af hólmi gegn Víkingi í sínum fyrsta meistaraflokksleik. sindris@mbl.is Ekkert búinn að æfa eftir höfuðhöggið Þórður Ingason Arnór Ingvi Traustason skoraði fyrir Norrköping í 4:2 sigri á Djurgården í efstu deild sænska fótboltans í gærkvöldi. Arnór skoraði fyrsta mark liðsins á 21. mínútu og lagði upp annað en hann hefur skorað 6 mörk í 24 leikjum með liðinu í deildinni á tímabilinu. Með sigrinum komst Norrköping á toppinn ásamt AIK með 54 stig. AIK vann 2:0 útisigur á Sundsvall og lék Hauk- ur Heiðar Hauksson allan leikinn hjá AIK eins og Jón Guðni Fjóluson og Rúnar Már Sigurjónsson gerðu hjá Sundsvall. Hjálmar Jónsson og samherjar hjá Gautaborg eru stigi á eftir með 53 stig og eiga leik til góða. Birkir Már Sævarsson og Ögmundur Kristinsson spiluðu allan tímann í góðum 3:0 sigri Hammarby á Gefle. Kári Árnason var á sínum stað í vörn Malmö sem hleypti inn þremur mörk- um á heimavelli gegn Falkenbergs en komst upp með það og vann 4:3. kris@mbl.is Íslendingar í toppbaráttu Arnór Ingvi Traustason Ljósmynd/Hilmar Þór 2013 á Spáni. Vegna meiðsla hefur hans Ólafur vonast til að vera á batavegi. Áður en árið er úti mun Hólmfríður Magnúsdóttir að öllum líkindum bætast í hóp þeirra knattspyrnu- kvenna sem leikið hafa 100 A- landsleiki fyrir Ísland. Hólmfríður lék sinn 99. landsleik þegar hún skoraði fyrra markið í 2:0-sigrinum á Hvíta-Rússlandi í fyrrakvöld. Sá leikur var sá hundraðasti hjá Mar- gréti Láru Viðarsdóttur en áður höfðu fjórar landsliðskonur, sem allar eru hættar, náð 100 leikja áfanganum. Katrín Jónsdóttir var fyrst til þess og Edda Garðarsdóttir náði því árið 2013. Í fyrra bættust svo Þóra B. Helgadóttir og Dóra María Lárusdóttir í hópinn, en þessar fjórar hafa allar lagt skóna á hilluna. Hólmfríður spilar sennilega 100. leikinn sinn í Skopje, höfuðborg Makedóníu, eftir tæpan mánuð. Á eftir Hólmfríði er, ótrúlegt en satt, Sara Björk Gunnarsdóttir næst 100 leikja múrnum. Sara verð- ur 25 ára í næstu viku en hefur þegar leikið 85 landsleiki. Fastlega má búast við að Sara spili áfram alla leiki nema hún sé meidd eða í banni. Þá myndi hún spila leikina tvo sem eftir eru á þessu ári, leik- ina fimm í undankeppni EM á næsta ári, sennilega fjóra leiki í Algarve-bikarnum í mars, og einn eða tvo vináttulandsleiki. Gangi allt að óskum næði hún því líklega 100 leikja áfanganum í Algarve- bikarnum 2017, þá aðeins 26 ára gömul, sem yrði að sjálfsögðu met. Sara lék sinn fyrsta A-landsleik í ágúst 2007, áður en hún varð 17 ára. Næstar á eftir Söru í núverandi hópi eru Rakel Hönnudóttir (71 landsleikur), Hallbera Guðný Gísla- dóttir (64) og Fanndís Friðriks- dóttir (62). Þá á Katrín Ómarsdóttir 64 leiki en síðasti leikur hennar var í maí í fyrra. sindris@mbl.is Hólmfríður og Sara næstar Morgunblaðið/Golli Næstar Sara Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir. Þýskaland Flensburg – Füchse Berlin................. 30:30  Bjarki Már Elísson skoraði ekki fyrir Füchse Berlin. Erlingur Richardsson er þjálfari liðsins. Rhein-Neckar Löwen – Stuttgart ..... 31:20  Alexander Petersson skoraði 2 fyrir Lö- wen og Stefán Rafn Sigurmannsson 2. Göppingen – Kiel ................................. 29:21  Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel. Staðan: RN Löwen 7 7 0 0 205:147 14 Göppingen 7 5 0 2 185:155 10 Melsungen 6 5 0 1 171:153 10 Kiel 7 5 0 2 207:184 10 Füchse Berlín 6 4 1 1 183:155 9 Flensburg 7 4 1 2 196:177 9 Hamburg 6 3 1 2 169:152 7 Wetzlar 6 3 1 2 157:161 7 Leipzig 6 3 0 3 159:171 6 Gummersbach 5 3 0 2 134:134 6 Magdeburg 6 3 0 3 157:163 6 Hann-Burgdorf 6 2 1 3 153:164 5 Bergischer 7 2 0 5 171:191 4 Lemgo 6 1 1 4 155:180 3 Balingen 6 1 0 5 157:175 2 Stuttgart 6 1 0 5 148:172 2 Eisenach 6 1 0 5 154:200 2 N-Lübbecke 6 0 0 6 156:183 0 Frakkland Ivry – Nimes......................................... 35:36  Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 11 fyr- ir Nimes og Ásgeir Örn Hallgrímsson 8. Paris SG – St.Raphael......................... 34:27  Róbert Gunnarsson skoraði ekki fyrir Paris SG.  Arnór Atlason skoraði 5 fyrir St.Rapha- el. Danmörk Nordsjælland – Skjern........................ 28:29  Jóhann Karl Reynisson leikur með Nordsjælland. Esbjerg – SöndejyskE......................... 27:35  Steinunn Hansdóttir leikur með Sönder- jyskE. Randers – Nyk ..................................... 31:26  Rut Jónsdóttir leikur með Randers. HANDBOLTI KNATTSPYRNA Undankeppni EM U17 karla: Laugardalsvöllur: Ísland – Grikkland.19.15 Kaplakriki: Danmörk – Kasakstan...........15 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olís-deildin: KA-heimili: Akureyri – Haukar ............... 19 Fram-hús: Fram – Valur ..................... 19.30 Austurberg: ÍR – Víkingur.................. 19.30 Varmá: Afturelding – FH .................... 19.30 Í KVÖLD! Oliver Sigur- jónsson, lykil- maður Breiða- bliks, var dæmdur í eins leiks bann á fundi aganefnd- ar KSÍ. Hann missir því af heimsókn ÍBV á laugardaginn líkt og marka- hrókurinn Jonathan Glenn, sem er lánsmaður frá ÍBV. Auk Olivers fengu eins leiks bann þeir Kristján Flóki Finnbogason, FH, Einar Orri Einarsson og Frans Elvarsson, Keflavík, Vladimir Tufegdzic og Arnþór I. Kristinsson, Víkingi, Stefán Logi Magnússon, KR, og Gunnar Már Guðmundsson, Fjölni. Blikar án lykilmanna Oliver Sigurjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.