Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.09.2015, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2015 Mathieu Flamini af öllum mönnum var hetja Arsenal þegar liðið lagði granna sína í Tottenham, 2:1, í 32-liða úrslitum ensku deildabikar- keppninnar í knattspyrnu í gær. Flamini, sem skorar ekki á hverjum degi, gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk sinna manna og sigur- markið 20 mínútum fyrir leikslok eft- ir að Tottenham hafði jafnað metin með sjálfsmarki Calum Chambers. Manchester United átti ekki í vandræðum með að vinna Ipswich á heimavelli en 3:0 urðu lokatölurnar. Wayne Rooney, Andreas Pereira og Frakkinn ungi, Anthony Martial, skoruðu mörkin en Martial hefur svo sannarlega verið iðinn við kolann. Chelsea, sem á titil að verja, vann auðveldan 4:1 sigur á móti Walsall. Loic Remy, Ramires, Kennedy og Pedro settu mörkin fyrir Chelsea. Steve McClaren, stjóri Newcastle, er orðinn valtur í sessi eftir 1:0 tap á heimavelli gegn Sheffield Wed- nesday. Jóhann Berg Guðmundsson lék síðasta hálftímann fyrir Charlton sem tapaði fyrir Crystal Palace, 4:1. gummih@mbl.is AFP Ánægður Mathieu Flamini fagnar öðru marki sínu gegn Tottenham. Flamini var hetjan FRJÁLSAR Kristján Jónsson kris@mbl.is Ólympíufarinn Kári Steinn Karls- son úr ÍR mun ekki hlaupa mara- þonhlaup þetta haustið eins og hann hafði stefnt að. Kári tjáði Morgun- blaðinu að hann hefði þurft að taka sér hvíld frá æfingum eftir erfitt sumar, þar sem hann missti kraft og orku af einhverjum ástæðum sem ekki liggja fyrir. Kári hafði hugsað sér að hlaupa annaðhvort í Berlín í september eða í Frankfurt í október. „Ég var í basli í sumar. Var í fantaformi, og í bætingagír, þegar kom að Hamborgarmaraþoninu í lok apríl. Þar var eins og ég hefði lent á einhverjum vegg og var svakalega lengi að jafna mig eftir hlaupið. Ég hef alltaf verið tilbúinn í markvissar æfingar tveimur vikum eftir hlaup en það var alls ekki raunin í þetta skiptið. Þegar ég ætl- aði að reyna að koma mér af stað var alltaf einhver þreyta, svimi og máttleysi. Sú var eiginlega saga sumarsins. Þar sem ég hafði stefnt að því að reyna við ólympíu- lágmarkið í Berlín í september var ég að rembast við að drífa mig aftur í form. Eftir á að hyggja voru það mistök. Þegar ég sá að fyrirvarinn var orðinn skammur fór ég að spá í Frankfurtmaraþonið. Þegar ég sá að ég skánaði ekki ákvað ég að taka mánuð í algera hvíld og ná þessu úr mér. Nú er tæpur mánuður síðan ég hóf æfingar að nýju. Ég er ekki í neinu standi eins og er en leiðin liggur rólega upp á við. Það eru liðnir fimm mánuðir síðan ég var í toppformi og það tekur því lengri tíma fyrir mig að vinna mig í form.“ Ofþjálfun furðulegt fyrirbæri Lýsingar Kára minna nokkuð á lýsingar íþróttamanna sem lent hafa í ofþjálfun. Spurður um þær vangaveltur blaðamanns segir Kári erfitt að skilgreina ofþjálfun og mæla hana. Ekki hafi verið greint hvað hafi nákvæmlega komið fyrir. „Þetta hefur mögulega verið ein- hvers konar ofþjálfun eða of mikil áreynsla. En þessi ofþjálfun er furðulegt fyrirbæri og erfitt að mæla hana. Að hluta til getur svona lagað verið andlegt en það var ekki hjá mér í vor. Viljinn var fyrir hendi og ég var brattur að takast á við æf- ingar en líkaminn sagði einfaldlega stopp. Nú er verkefnið að vera skynsamur, ná fullri heilsu og kom- ast á góðan skrið. Þá verður stefnan sett á næsta maraþon. Ég brenndi mig á því í sumar að setja stefnuna á maraþon án þess að vera kominn í stand og lenti þá í kapphlaupi við tímann. Það reyndist ekki vel og nú verður heilsan og formið í fyrsta sæti. Þegar það er komið negli ég niður næsta hlaup.“ Eitt tækifæri til að ná Ríó? Maraþonhlauparar eru í annarri stöðu en margir aðrir afreks- íþróttamenn því þeir keppa afar sjaldan í sinni aðalgrein. Mannslík- aminn býður einfaldlega ekki upp á meira en kannski þrjú maraþon- hlaup á ári ef góður tími á að nást. Ólympíuleikarnir fara fram í Ríó í ágúst á næsta ári. Takist Kára að vinna sig út úr þeim vandræðum sem að honum sóttu í sumar er spurning hvort hann muni ekki bara fá eitt tækifæri til þess að ná lág- markinu fyrir Ríó? „Já, það stefnir jafnvel í að sú verði staðan. Hinn möguleikinn væri þá að taka hlaup snemma árs og eiga annað tækifæri um mán- aðamótin apríl-maí. Fræðilega er það hægt. Í janúar þyrfti maður væntanlega að ferðast til Asíu enda kalt á þeim árstíma í Evrópu. Fyrsta hraða hlaupið í Evrópu er væntanlega í Sevilla í febrúar. Þægilegra væri að fá tvö tækifæri en ef ekki þá verður maður að vera vel undirbúinn og ná góðu hlaupi. Ég mun skoða þetta með mínu fólki en á þessum tímapunkti er það ekki tímabært.“ Neistinn er að kvikna á ný Kári sýndi á Ólympíuleikunum í London að hann á fullt erindi á þann vettvang þegar hann er vel upplagður. Þar hafnaði hann í 42. sæti en átti fyrirfram 97. besta ár- angurinn af keppendunum 105. Eft- ir að hafa kynnst leikunum í Lond- on hefur Kári eftir sem áður mikinn áhuga á að vera á meðal keppenda í Ríó. „Jú, engin spurning. Þegar mað- ur er búinn að gíra sig upp í æfinga- tímabil, og ætlar sér að negla lág- markið í Berlín, þá er þetta svolítið erfið staða. Þegar ég reyndi aftur og aftur að koma mér í gang dró að- eins úr manni. En undanfarið eru æfingarnar að þokast upp á við hjá mér og mér hefur gengið betur. Ég er smám saman að finna neistann aftur,“ sagði Kári Steinn Karlsson, margfaldur Íslandsmethafi, enn- fremur í samtali við Morgunblaðið. Líkami Kára sagði stopp  Hlauparinn sigursæli tók sér mánaðarhvíld  Lýsingar sem minna á ofþjálfun  Aðeins ár í Ólympíuleikana í Ríó  Hleypur ekki maraþon þetta haustið Morgunblaðið/Golli Hvíld Kári Steinn Karlsson mun ekki hlaupa maraþon þetta haustið. Ætli megi ekki kenna um smá spennufalli hjá sumum af ís- lensku landsliðsmönnunum í knattspyrnu að þeir hafa ekki al- veg náð sér á strik með liðum sínum á undanförnum vikum. Leikirnir á móti Hollandi og Ka- sakstan tóku mikið á og menn lögðu á sig gríðarlega vinnu til að tryggja íslenska landsliðinu farseðilinn eftirsótta á EM. Gylfi Þór Sigurðsson, Kol- beinn Sigþórsson og fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson, sem telj- ast til lykilmanna í íslenska landsliðinu og eru nánast ómiss- andi, hafa haft hægt um sig með liðum sínum. Gylfi hefur enn ekki komist á blað með Swansea, hvorki á markalistanum né í stoðsendingum, Kolbeini hefur ekki tekist að skora fyrir Nantes og var á dögunum úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir ljótt brot og Aron Einar hefur aðeins kom- ið við sögu í tveimur af átta leikj- um Cardiff í ensku B-deildinni. Ekki hef ég neinar áhyggj- ur af þremenningunum. Ég veit að þeir komast aftur á rétta braut með félagsliðum sínum og verða örugglega öflugir í tveimur síðustu leikjum Íslands í undan- keppninni í næsta mánuði, gegn Lettum á Laugardalsvelli og á móti Tyrkjum ytra. Aron verður að vísu í leikbanni á móti Lett- unum en skarð hans verður örugglega vel fyllt. BAKVÖRÐUR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is NÝR VIÐBURÐAVEFUR Allt það helsta á einum stað - vinsælasti vefur landsins KVIKMYNDIR FUNDIR OG RÁÐSTEFNUR TÓNLIST LEIKHÚS MYNDLIST SJÓNVARPSDAGSKRÁ AÐRIR VIÐBURÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.