Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 5
5
GESTASKRIF
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004
Ég man enn eftir skólabræðrum mínum skríðandi undir lest
sem stóð á lestarstöðinni í bænum. Við höfðum aldrei séð slíkt
farartæki. Þeir þurftu að komast að því hvernig þetta undar-
lega fyrirbæri kæmist áfram.
Ég sit í hótelherbergi í Nuuk á Græn-
landi. Vinnudegi er lokið. Haustsólin
er að setjast. Ég horfi út yfir hafið og
útsýnið er ótrúlegt. Mér finnst ég vera
lánsöm. Ég stunda vinnu sem gefur
mér tækifæri til þess að búa og starfa
með Norðurlandabúum. Í þessari viku
er Grænland vinnusvæðið. Í þar næstu
viku Álandseyjar. Starfið hefur orð-
ið til þess að ég á vini og kunningja í
Norður-Finnlandi, Árósum, Færeyjum,
Grænlandi, Gotlandi. Listinn yrði alltof
langur ef hann ætti að vera tæmandi.
Lykillinn að öllu þessu er að ég kann
norsku.
Á námsárunum í MA datt einhverjum
„snillingi“ í hug að bekkurinn færi í skóla-
ferðalag til Noregs. Við fórum til Álasunds
med flugi beint frá Akureyri. Þetta var
fyrsta flugferðin mín um ævina. Ég man
enn eftir skólabræðrum mínum skríðandi
undir lest sem stóð á lestarstöðinni í bæn-
um. Við höfðum aldrei séð slíkt farartæki.
Þeir þurftu að komast að því hvernig
þetta undarlega fyrirbæri kæmist áfram.
Við sáum margt annað í fyrsta skipti í þess-
ari ferð. Skógi vaxnar fjallshlíðar, sauðfé
með hala, hrökkbrauð og brúnan ost, svo
að eitthvað sé nefnt. Allt var nýtt og hafði
sterk áhrif.
Eftir þessa fyrstu heimsókn opnaðist
mér ný sýn á granna okkar. Þegar kom
að vali á framhaldsnámi var Skandinavía
því raunverulegur valkostur. Ég aflaði mér
vitneskju um möguleika á námsleiðum
gegnum Norræna húsið. Hjá Norræna
félaginu fékk ég upplýsingar um náms-
styrki. Allt þetta gekk svo eftir og mín
biðu spennandi og gefandi námsár í Ósló.
Þessi tími olli því að ég varð „nordist“ eins
og við köllum það í norrænni samvinnu og
átti síðar eftir að skapa mér ótal tækifæri.
Reynsla mín af því að kynnast grönnum
okkar á unga aldri hefur sannfært mig
um gildi þess að hvetja unglinga til þess
að ferðast til grannlandanna, kynnast
jafnöldrum þar, stunda nám eða ráða sig
í sumarvinnu.
Við sem búum á Norðurlöndum eigum
margt sameiginlegt. Við eigum sameigin-
lega sögu, við búum við svipaða þjóðfé-
lagsuppbyggingu, svipað menntakerfi
og þannig mætti lengi telja. Og út á við
stöndum við sem ein heild í gegnum um-
fangsmikið samstarf, bæði óformlegt og
formlegt.
Einn liður í þessu samstarfi er styrk-
veitingar af ýmsum toga. Fyrst ber þar
að nefna Nordplus áætlunina. Þegar ég
starfaði við Háskóla Íslands fyrir nokkrum
árum kynntist ég persónulega þeim mögu-
leikum sem Nordplus býður bæði nemend-
um og kennurum upp á. Ég otaði þessu að
nemendum og nokkrir fóru. Sjálf komst ég
inn í tengslanet kennara í mínu fagi. Stóri
kosturinn við þetta kerfi er sá að einfalt
Norrænt samstarf - greið leið til samskipta
Sigrún Stefánsdóttir