Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 23
23
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004
Málþing um málefni sérkennslu var hald-
ið í Kennaraháskóla Íslands 10.-11. sept-
ember sl. Yfirskrift málþingsins var Skóli
án aðgreiningar. Þátttakendur, sem
fylltu fyrirlestrasalinn Skriðu,
hlýddu á fyrirlestra, voru í mál-
stofum og að lokum fóru fram
pallborðsumræður.
Tveir gestafyrirlesarar komu
erlendis frá, Cor JW. Meijer verk-
efnisstjóri í Evrópumiðstöð um
þróun í sérkennslu og Dianne
Ferguson prófessor við háskóla í
Oregon og St. Louis. Þau greindu
frá straumum og stefnum í sérkennslumál-
um beggja vegna Atlantsála. Auk þeirra
töluðu m.a. Arthúr Morthens frá Fræðslu-
miðstöð Reykjavíkur, Hanna Hjartardóttir
skólastjóri Snælandsskóla, Valgerður Ei-
ríksdóttir kennari í Fellaskóla, Málfríður
Gísladóttir sérkennari í Álftanesskóla og
Dóra S. Bjarnason prófessor í KHÍ.
Veigamikill árangur á Íslandi
Arthúr Mortens sagði í erindi sínu að
það sem einkenndi norræna skólahefð
væri velferðarþátturinn. Þung áhersla
væri á lýðræði, manngildi, jafnrétti, sam-
hjálp og mikla aðstoð við fötluð börn og
börn með sérþarfir. Skólarnir væru vel
mannaðirog mikið lagt upp úr því að laga
nám og kennslu að þörfum einstaklinga.
Í máli hans kom fram að Norðurlanda-
þjóðirnar hefðu gengið lengra en aðrir
í viðleitni til að jafna aðstöðu nemenda
innan grunnskólans með markvissum að-
gerðum og að þessi viðleitni hefði skilað
miklum árangri. Sérkennslan hefði alla tíð
gegnt veigamiklu hlutverki ásamt öflugri
sérfræðiþjónustu. Hann benti á að sam-
kvæmt Písa-rannsókninni hefði þó engin
þjóð náð meiri árangri en Íslendingar í að
jafna aðstöðu fatlaðra
nemenda og nemenda
með námsörðugleika.
Margvíslegar ástæður
sérkennsluþarfa
Arthúr sagði að sér-
kennslu hér á landi mætti
skipta í þrjá grunnþætti. Í
fyrsta lagi væru sérskólar
og sérhæfðar deildir sem þjónuðu 0,5%
eða um 220 nemendum. Í öðru lagi væru
nemendur með almenna og sértæka
námsörðugleika eða 10-12%. Þennan
flokk fylltu einnig nemendur með minni
háttar hegðunarraskanir. Þriðji hópurinn
væru þeir sem fjallað væri um í 37. grein
grunnskólalaganna, en það væru nemend-
ur með fatlanir, alvarlegar málhamlanir
og hegðunarraskanir, þeir væru u.þ.b.
5-6% nemenda. Undir hverjum þessara
þátta væru svo margir undirþættir.
Nauðsynlegt að efla kennaramenntun
Arthúr varpaði fram þeirri spurningu
hvort allir kennarar gætu kennt öllum.
Það væri staðreynd að í skólana kæmu
seinþroska nemendur, nemendur með
lesblindu, málhamlanir, skerta sjón,
heyrn- eða skynhamlanir, einhverfir, fjöl-
fatlaðir og nemendur með geðraskanir og
atferlistruflanir á mismunandi stigum svo
Skóli sem þjónar öllum nemendum, fötluðum sem ófötluðum
Skóli án aðgreiningar
Fræðsluráð Reykjavíkur skipaði þriggja manna nefnd árið 2000 sem mót-
aði tillögur um sérkennslu og sérúrræði í Reykjavík. Nefndin starfaði í
samráði við starfsmenn Fræðslumiðstöðvar, starfsmenn skóla og ýmsa
aðra aðila sem hagsmuna eiga að gæta. Nefndin skilaði afrakstri af starfi
sínu í veglegri skýrslu sem er aðgengileg á heimasíðu Fræðsluráðs Reykja-
víkur. Stefnumörkun sú sem þar kemur fram var samþykkt í Fræðsluráði
Reykjavíkur haustið 2001 og stefnt að því að markmiðin sem þar eru sett
fram kæmust til framkvæmda í áföngum 2002-2004.
Bakgrunnur sérkennslustefnu Reykjavíkur liggur í grunnskólalögun-
um, reglugerð um sérkennslu, aðalnámskrá og Salamanca yfirlýsingunni
sem Ísland er aðili að. Upplýsingar úr ítarlegri rannsókn á sérkennslu í
grunnskólum Reykjavíkur voru grunnur til að byggja stefnumörkun á.
Umfangsmikil könnun var gerð á sérkennslumálum í Reykjavík og kom út
skýrsla byggð á henni haustið 2000. Þar kom fram m.a. að 20% nemenda
voru í sérkennslu og sérúrræðum. Jafnframt var við þessa stefnumörkun
sótt í smiðju annarra þjóða, þar má nefna Kanada, Noreg og Bretland.
Leiðarljós og hugmyndabanki
MÁLÞING OG RÁÐSTEFNUR
Úr myndasafni