Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 27

Skólavarðan - 01.10.2004, Blaðsíða 27
SKÓLAVARÐAN 8.TBL. 4. ÁRG. 2004 Jan Ámos Komenský (1592-1670) öðru nafni Johannes Amos Comenius var frá borginni Prerov á Mæri í Tékkalandi. Hann var uppeldisfræðingur og prestur. Hann var kenningasmiður og brautryðj- andi í kennslufræðum sem teljast nútíma- leg enn þann dag í dag. Hann setti m.a. fram hugmynd að samfelldu skólakerfi frá forskóla til háskóla. Kennslubækur Komenskýs breyttu hugmyndum manna um nám og kennslu. Þekktustu rit hans eru Janua linguarum reserata sem er kennslubók í latínu og hafði mikil áhrif á kennslufræði tungu- mála á sinni tíð, í ritinu Dictata magna setti hann fram uppeldiskenningar sínar og Orbis sensualium pictus frá 1658 er fyrsta myndskreytta barnabókin. Á heim- síðu barnabókasafns Háskólans í Åbo er bókin sýnd í heild. Komenský settist að í Hollandi 1656 og ferðaðist víða um Evrópu. Hann hafði mik- il áhrif á skipan skólamála um álfuna. Comeniusar-áætlunin er ein undirgrein Sókratesar-áætlunarinnar og nær til grunn- og framhaldsskóla. http://bibbild.abo.fi/barnbok/S/COO1.htm Hver var Comenius? Blaðsíða úr Orbis sensualium pictus sem er fyrsta myndskreytta barnabókin. Vegna verkfalls grunnskólakennara hef- ur menntamálaráðuneytið ákveðið að fresta samræmdum prófum í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk grunn- skóla, en prófin átti að halda dagana 14. og 15. október nk. Menntamála- ráðuneytið mun senda grunnskólum bréf með nýjum dagsetningum þegar kennsla hefst að nýju. Ráðuneytið telur rétt að skólum gef- ist ráðrúm til að koma skólastarfi aftur í eðlilegt horf að loknu verkfalli og munu samræmdu prófin því ekki verða haldin fyrr en a.m.k. tvær kennsluvikur eru liðn- ar frá lokum verkfalls. Frá menntamálaráðuneytinu 1. október 2004. Frestun samræmdra prófa í 4. og 7. bekk haustið 2004 27

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.