Skólavarðan - 01.10.2002, Blaðsíða 3

Skólavarðan - 01.10.2002, Blaðsíða 3
4 Leiðar i Ritstjóri: Kristín Elfa Guðnadóttir kristin@ki.is Ábyrgðarmaður: Helgi E. Helgason helgi@ki.is Hönnun: Penta ehf. Ljósmyndun: Jón Svavarsson Teikningar: Ingi Auglýsingar: Öflun ehf. / Kristín Snæfells / kristin@oflun.is / sími: 533 4470 Prentun: Prentsmiðjan Grafík / Gutenberg ehf. Forsíðumynd: Jón Svavarsson / tekin í Öldutúnsskóla. Skólavarðan, s. 595 1118 (Kristín) og 595 1119 (Helgi). Fyrirsjáanlegur skortur á fjármagni Skólastefna Kennarasambandsins hefur verið gefin út í sérstöku riti, en hún var samþykkt á þingi KÍ í mars sl. Í þeim hluta sem fjallar um fram- haldsskólann segir meðal annars: „Nauðsynlegt er að framhaldsskólar verði fjárhagslega og faglega sjálfstæðir þannig að þeir geti sjálfir stjórnað því hvernig þeir laga sig að breytingum í samfélaginu, þörfum og kröfum nemenda. Fjárhagslegt sjálfstæði feli í sér m.a. að ríkisvaldið tryggi framhaldsskólum nægi- legt fjármagn til þess að þeir geti staðið undir þeim kröfum sem gerðar eru til skólahalds í nútímasamfélagi og aðal- námskrá gerir ráð fyrir. Reiknilíkan fram- haldsskóla þarf að mæla réttlátt fjármagn til skólanna miðað við raunkostnað þeirra af skólahaldinu.“ Víða í framhaldsskólum hefur fólk áhyggjur af því að fé til skólanna verði skorið við nögl og illa muni ganga að standa undir þeim metnaðarfullu áformum, sem koma fram í markmiðssetningu síðustu kjarasamninga, og yfirlýsingum ráðherra fjármála og menntamála um að styrkja stöðu framhaldsskólans sem þeir undirrituðu í tengslum við gerð samninganna. Svo virðist sem kostnaður vegna kjarasamnings annars vegar og nýrrar aðalnámskrár hins vegar sé vanmetinn. Það eru því verulegar blikur á lofti um hvort takist að halda í þann kjaralega ávinning sem fékkst í síðustu samning- um og tryggja launasetningu til samræmis við laun annarra háskóla- menntaðra starfsmanna ríkisins, og ekki síður hvort framhaldsskólinn geti sinnt nemendum sínum eins og gerðar eru kröfur um samkvæmt aðalnámskrá. Enn liggur ekki endanlega fyrir með hvaða hætti þessi mál þróast en menntamálaráðherra, Tómas Ingi Olrich, tók þeirri beiðni Skólavörðunnar vel að svara nokkrum spurningum um málið og eru svör hans birt í þessu tölublaði. Samstarf við önnur lönd Gestaskrifari Skólavörðunnar að þessu sinni er Ágúst Hjörtur Ing- þórsson sem hefur í áratug starfað ötullega að samstarfi Íslands og annarra Evrópulanda í menntamálum, vísinda- og rannsóknaráætlun- um. Ágúst segir ljóst að pólitískt vægi menntunar hafi aukist til muna á undanförnum árum og framundan sé mikil umræða um hvert hlutverk evrópskrar samvinnu eigi að vera í því að efla og bæta menntun í álf- unni. Að mati Ágústs er brýnt að íslenskt menntasamfélag komi að þeirri umræðu. Stefnt er að því að gera Evrópu að samkeppnishæfasta þekkingarsamfélagi veraldar árið 2010 og fyrir liggur að umtalsverðu fjármagni verði varið til að ná því markmiði, bæði til rannsókna- og þróunarstarfa og til menntamála í víðu samhengi. Hvað sem líður skoðunum fólks á inngöngu Íslands í Evrópusam- bandið er samvinna af þessum toga mjög áhugaverð fyrir Íslendinga og í raun nauðsynleg. Eða hvernig hyggjumst við viðhalda þeim menningararfi að sækja þekkingu út fyrir landsteinana og hleypa nýj- um hugmyndum og ferskum vindum inn í samfélagsumræðuna? Kristín Elfa Guðnadóttir Efni Greinar Tvíæringur ISME 8 í Bergen 2002. Alþjóðlegt þing tónlistaruppalenda var haldið í ágúst sl. og íslenskir þátttakendur hafa aldrei verið fleiri. Skólavarðan fékk þá Egil Rúnar Friðleifsson, Sigursvein Magnússon og Þóri Þórisson til spjalls og skrifa um þingið. Nýtt orlofshús í miðbæ Reykjavíkur 12 Kynning á hinu stórglæsilega orlofshúsi að Sóleyjargötu 25 sem tekið var í notkun í sumarbyrjun. Farsældin felst í ábyrgðarkennd beggja 13 Tómas Ingi Olrich situr fyrir svörum um málefni framhaldsskólans. Iðnskólinn í Reykjavík tók við Margmiðlunarskólanum 14 Það vakti athygli í vor þegar sú frétt barst út að Margmiðlun- arskólinn yrði hluti af Iðnskólanum. Baldur Gíslason skóla- meistari fræðir lesendur Skólavörðunnar um málið. Starfsmenn í Kennarahúsinu 16 Nýir starfsmenn bætast enn í hópinn og aðrir kveðja. Hugur, hjarta og hönd 18 er meginstefið í smíðakennslunni, segir Sveinn Alfreðsson smíðakennari í Öldutúnsskóla, sem þekktur er fyrir skapandi starf og hönnunarvinnu. Passaðu bara píanóputtana 20 sagði Sólmundur við Unni Maríu dóttur sína þegar hún til- kynnti að hún ætlaði að verða smíðakennari. Öryggismálin brenna á Unni Maríu sem telur að á því sviði þurfi smíða- kennarar og yfirvöld virkilega að bretta upp ermarnar. Gengið yfir brúna 22 Samstarf leik- og grunnskóla stendur með miklum blóma í Seljahverfi en hvert verður framhaldið? Það fer eftir áhuga einstaklinganna og fjármagni segja þær Rannveig A. Jóhannsdóttir og Ólöf Helga Pálmadóttir. Hlakka til að mennta þjóðhöfðingja! 24 Skólavarðan fékk nýútskrifaðan grunnskólakennara til að segja frá væntingum til starfsins og verkefnum í upphafi þess. Fastir liðir Formannspistill 3 Finnbogi Sigurðsson skrifar. Gestaskrif 5 Ágúst Hjörtur Ingþórsson hellir upp á evrópskt kaffi. Vefanesti 26 Gefðu þér tíma til að líta inn á NordSpes! segir Sylvía Guðmundsdóttir. Smiðshöggið 30 Hafsteinn Karlsson skrifar um unga karlmenn í bobba. Auk þess smáauglýsingar, leiðari, tilkynningar og fréttir um allt milli himins og jarðar.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.