Skólavarðan - 01.10.2002, Síða 4

Skólavarðan - 01.10.2002, Síða 4
Vits er þörf þeim er víða ratar dælt er heima hvað. Að augabragði verður sá er ekki kann og með snotrum situr. Fyrir sjö árum átti ég þess kost að sækja nokkra kennarafundi í framhaldsskólum í því skyni að kynna Leonardó starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Mitt verkefni var að kynna hvað stæði til boða og hvetja til þátttöku nemenda og kennara í áætluninni. Flestir tóku málflutningnum vel en nokkrir spurðu hvort þetta væri virkilega stefna stjórnvalda og í samræmi við þá ákvörðun að standa utan við Evr- ópusambandið. Að baki efasemdaröddunum bjó lík- lega sú spurning hvort með þessu móti væri verið að lauma Evrópusambandinu inn bakdyramegin. Þrátt fyrir eðlilegar efasemdir í upphafi er óhætt að fullyrða að viðbrögðin hafi verið jákvæð sem sést best á því að þátttaka frá Ís- landi hefur verið mikil og meiri en flestir áttu von á. Íslendingar taka mjög virkan þátt í tveimur stórum menntaáætlunum, Sókrates og Leonardó, æskulýðsáætlun, menningaráætlun og gríðarstórri rannsóknaáætlun - svo að þær helstu séu taldar. Þátttakan er raun- ar orðin svo umfangsmikil að erfitt er að fá tæmandi upplýsingar. Þó er hægt að fullyrða að nú, átta árum eftir að samningur- inn um evrópska efnahags- svæðið tók gildi, hafi töluvert meira en eitt prósent þjóðar- innar verið á faraldsfæti fyrir tilstilli þessara áætlana. Það er ekki amalegur árangur og líklega erum við Evrópu- meistarar miðað við höfða- tölu á þessu sviði eins og fleirum. Alþjóðlegri nemendur? Stærsti hópur þeirra sem nýtt hafa þau tækifæri sem þátttaka í evrópskum sam- starfsáætlunum felur í sér er ungt fólk sem sótt hefur hluta af menntun sinni eða starfsþjálfun til annarra Evr- ópuríkja. Það er ekkert nýtt að íslenskir nemendur séu á faraldsfæti að búa sig undir lífið. „Dælt er heima hvað“ segja Hávamál og alla tíð frá víkingaöld hefur það verið hluti af íslenskri hefð að ferðast og afla sér reynslu og þekkingar - þótt ferðalög íslenskra ungmenna suður til Evrópu séu vonandi mun friðsamlegri nú en í þá tíð. Sumpart kemur þetta til af mannfæð og takmörkuðu framboði á tækifærum en annan part af þeirri trú að í ferðalaginu sjálfu sé fólgin mikilvæg reynsla. Áður en þátttaka í evrópskum samstarfsáætlunum kom til voru íslenskir nemendur alþjóðlegri en nemendur margra annarra þjóða því að þeir sóttu hluta af háskólamenntun sinni og alla framhalds- menntun til annarra landa. Þessi hefð skýrir að mínu mati hvers vegna þátttaka Íslands í evrópskum samstarfsáætlunum var þegar í upphafi mikil. Sú breyting hefur átt á sér stað með tilkomu evrópsks samstarfs að alþjóðavæðingin færist neðar í skólakerfið. Þar skiptir almenn alþjóðavæðing samfélagsins auðvitað miklu máli og einnig breyt- ingar í samskiptum og fjarskiptum sem orðið hafa á sama tíma. En þótt vafstur um veraldarvefinn og smáskilaboðavæðing yngra fólks- ins hafi áhrif á samskiptamynstur og heimssýn þá hefur það ennþá miklu dýpri áhrif á einstaklinginn að ferðast og dveljast í framandi umhverfi, hvort sem er um lengri eða skemmri tíma. Þær athuganir sem gerðar hafa verið benda allar til þess að meirihluti þeirra ungmenna sem tekið hafa þátt í evrópskum sam- starfsáætlunum telji að þátttakan hafi skipt þau miklu máli og haft áhrif á heimssýn þeirra og skilning á sjálfum sér. Í þessu felst alls ekki að allir komi heim sannfærðir Evrópusinnar í hefðbundinni merkingu þess orðs. Þvert á móti, mörg koma þau til baka mjög meðvituð um menningarlegan og efnahagslegan mun ólíkra Evr- ópuþjóða, tungumálavandkvæði sem standa samstarfi fyrir þrifum og svo kunna þau mörg einhverjar sögur af skrifræðinu sem þessu fylgir. Lykilatriðið hér er að þau eru upplýstari en þau voru fyrir. Það er ekki ólíklegt að þessi hópur, sem hefur beina persónulega reynslu, taki virkan þátt í umræðunni um tengsl okkar við Evrópu á komandi árum. Það kann líka að vera að hann hafi til- hneigingu til að vera skoð- anamyndandi fram yfir marga aðra hópa því að oft eru þetta ungmenni sem sýndu frumkvæði og dug og hlutu því styrki til þátttöku í evrópsku samstarfi. Alþjóðlegri kennarar? Frumkvæði er einnig orð sem kemur upp í hugann um hlut íslenskra kennara í þátt- töku okkar í evrópsku sam- starfi. Skriffinnskan sem stundum fylgir þátttöku hefur hvílt þyngra á kennur- um en nemendum. Í mörg- um tilfellum hafa kennarar lagt á sig mikla vinnu um- fram það sem mælt er og vegið í þeim tilgangi að skapa áhugaverð tækifæri fyrir sig og nemendur sína. Góður árangur Íslendinga í evrópsku samstarfi er því ekki síst að þakka miklu og óeigingjörnu starfi einstakl- inga við mismunandi ytri aðstæður. Í sumum skólum er hvatt ein- dregið til þátttöku í evrópsku samstarfi og umbun látin fylgja orð- um en annars staðar er minni skilningur. Þannig þarf alþjóðlegt samstarf líka að vera. Það er ekki skyn- samlegt að ýta fólki út í samvinnu sem það er ekki tilbúið í eða hef- ur ekki áhuga á. Stjórnvöld geta því fyrst og fremst skapað farveg Ges task r i f Alla tíð frá víkingaöld hefur það verið hluti af íslenskri hefð að ferðast og afla sér reynslu og þekkingar - þótt ferðalög íslenskra ungmenna suður til Evrópu séu von- andi mun friðsamlegri nú en í þá tíð. Sumpart kemur þetta til af mannfæð og takmörkuðu framboði á tæki- færum en annan part af þeirri trú að í ferðalaginu sjálfu sé fólgin mikilvæg reynsla. 5 Fólk á faraldsfæti

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.