Skólavarðan - 01.10.2002, Síða 6

Skólavarðan - 01.10.2002, Síða 6
Auk þeirra lögðu um 300 aðilar fram sinn skerf til tvíæringsins sem var eins og gefur að skilja ákaflega fjölbreyttur. Markmið hans var að sýna fram á að verklegir og bók- legir hlutar tónlistarkennslu væru jafn mikil- vægir og var reynt að skapa þar einstæðan viðburð þar sem þessir þættir blönduðust saman og bættu hver annan upp. Hver dagur var uppfullur af spennandi viðburðum, tónleikum, fyrirlestrum, um- ræðuhópum, fundum og skoðunarferðum. Skólavarðan fékk þá Egil Rúnar Frið- leifsson kórstjóra og námsstjóra, Sigursvein Magnússon skólastjóra og Þóri Þórisson tónlistarkennara og fræðimann til spjalls og skrifa um ISME. Ánægjulegt hve marg- ir komu frá Íslandi Egill Rúnar Friðleifsson er löngu landskunnur sem stofnandi kórs Öldutúnsskóla og stjórnandi hans alla tíð. Egill Rúnar hefur jafnframt verið mjög virkur í alþjóðlegu samstarfi tónlistarkennara og sótt ráðstefnur og námskeið víða um lönd síðustu þrjá áratugi. Hann hefur fylgst grannt með þróun samtakanna ISME frá upphafi átt- unda áratugarins og lét sig að sjálfsögðu ekki vanta á þing þeirra í Bergen í sumar. Við spurðum Egil Rúnar hvort hann gæti reifað sögu ISME í stórum dráttum og jafnframt sagt svolítið frá eigin reynslu af þátttöku í samtökunum. „Eins og flestum er kunnugt var Unesco sett á laggirnar í kjölfar stofnunar Samein- uðu þjóðanna,“ segir Egill Rúnar. „- Skömmu síðar var stofnuð deild innan Unesco sem heitir International Society for Music Education, eða ISME í daglegu tali. Þetta eru alþjóðleg samtök tónlistar- uppalenda, vettvangur fyrir alla þá sem starfa að tónlistaruppeldi alveg frá leikskóla upp í háskóla. Árið 1953 héldu samtökin sitt fyrsta stóra þing sem var í Brüssel og ári síðar annað þing í Kaupmannahöfn. Frá þeim tíma hafa þingin hins vegar verið haldin annað hvort ár, í þetta sinn í Bergen, en það er 25. þing samtakanna.“ Sovéskur tukthúslimur Egill Rúnar fór á sitt fyrst ISME-þing til Moskvu árið 1970. „Þetta var ógleymanleg ferð,“ segir hann, „en byrjaði reyndar ekki gæfulega. Ég var stöðvaður á flugvellinum og sviptur ferðafrelsi í átta klukkustundir á meðan pappírarnir voru grandskoðaðir. Þannig að ég er - innan gæsalappa - fyrr- verandi sovéskur tukthúslimur! En þingið varð mér geysileg hvatning, þarna hittust starfsfélagar frá öllum heimshornum. Ég sá og upplifði margt skemmtilegt og þetta varð líka til þess að mér var boðið að koma með kór Öldutúnsskóla á næsta þing sem haldið var í Túnis 1972.“ Kórinn hefur komið fram á tveimur þingum til viðbótar því í Túnis; í Kanada árið 1978 og í Ástral- íu árið 1988, en þess má geta að kórinn er nú á sínu 38. starfsári. Egill Rúnar segir að ISME-þingin séu ómetanleg í því skyni að kynnast nýjungum og heyra um það besta sem er að gerast í heiminum á þessu sviði. „Þetta eru langstærstu samtök tónlistarkennara sem um getur í heiminum og kjörinn vettvang- ur fyrir alla sem vilja halda sér ferskum og lifandi í starfi. Sú hætta er alltaf fyrir hendi, þegar maður situr sem fastast í sínu horni, að maður staðni. Kulnunar í starfi verður vart hjá tónlistarkennurum ekkert síður en öðrum kennarahópum.“ Sakna tónlistarfólksins frá Austur- Evrópu Að mati Egils Rúnars hafa orðið geysi- lega miklar breytingar á starfi ISME á þeim tíma sem liðinn er frá því hann fór að taka þátt í starfi samtakanna. „Og ekki allar jákvæðar,“ segir hann. „Breytingarnar end- urspegla á vissan hátt stöðuna í heimsmál- unum. Þegar Sovétríkin hrundu á sínum tíma og austurblokkin opnaðist gjörbreytt- ist auðvitað pólitískt ástand á þessum svæð- um og sú breyting hefur sett mark sitt á þing ISME síðan. Austurblokkin var mjög áberandi á þingunum, enda frábærir tón- listarmenn sem þaðan komu. En nú bregð- ur svo að á þinginu í Bergen var ekki einn Tónl istarþ ing 8 Dagana 11. - 16. ágúst síðastliðinn var alþjóðlegur tvíæringur ISME hald- inn í 25. sinn. Hann bar yfirskriftina Samspil og þar komu fram ýmsir fyr- irlesarar, svo sem Bergljót Jónsdóttir stjórnandi alþjóðlegu tónlistarhátíðar- innar í Bergen sem hélt fyrirlestur á opnunarhátíð tvíæringsins, Joan Armatrading söngkona og tónskáld sem talaði á lokahátíðinni, Mícheál ‘O Súilleabáin prófessor, tónskáld og stjórnandi The Irish World Music Centre sem hélt fyrirlestur um tónlist án landamæra og mismunandi tón- listarheima, Liora Bresler prófessor í tónlistarkennslu við háskólann í Illino- is og Morton Subotnick tónskáld sem nefndi fyirlestur sinn „Um sýndar- veruleika og veruleika“. Tvíæringur ISME í Bergen 2002 Hvað er ISME? Í tilefni af alþjóðlegri ráðstefnu um hlutverk og stöðu tónlistar í menntun ung- menna og fullorðinna, sem UNESCO samtökin og þá nýstofnað alþjóðatónlist- arráð stóðu fyrir árið 1953, voru stofnuð alþjóðasamtök tónlistaruppalenda eða International Society for Music Education, skammstafað ISME. Markmið samtakanna var og er að veita tónlistarkennurum og flytjendum frá öllum heimshornum færi á að hittast og vinna saman að tilteknum verkefnum, standa fyrir pall- borðsumræðum, fyrirlestrum, sýningum og tónleikum. Samtökin hafa frá upphafi staðið fyrir tvíæringi sem er í senn ráðstefna og tónlistarhátíð og hefur reynst slíkur vettvangur. Auk tvíæringsins standa samtökin fyrir minni ráðstefnum um allan heim þar sem tónlist og tónlistarkennsla frá ýmsum svæðum er kynnt og rædd. Innan ISME starfa sjö nefndir sem hver um sig hefur sitt sérsvið: • Tónlistarvirkni samfélagsins. • Tónlistaruppeldi smábarna. • Menntun atvinnutónlistarmanna. • Tónlist og umhverfið. • Tónlist í skólum og menntun kennara. • Tónlist og sérkennsla. • Rannsóknarstörf. Íslandsdeild NMPU er aðili að ISME f.h. Félags tónlistarskólakennara, Tónmennta- kennarafélag Íslands og Samtaka tónlistarskólastjóra. Áhugasamir geta aflað sér frekari upplýsinga um samtökin á heimasíðu þeirra www.isme.org eða haft samband við isme@iinet.net.au

x

Skólavarðan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.