Skólavarðan - 01.10.2002, Blaðsíða 7

Skólavarðan - 01.10.2002, Blaðsíða 7
einasti Tékki, Rússi eða Ungverji! Ástæðan er kannski fyrst og fremst sú að það er óheyrilega dýrt að taka þátt í þessu. Bara það að skrá sig og segja: „Ég ætla að vera með,“ kostar ekki undir 40 þúsund krón- um. Í upphafi voru skráningargjöldin nán- ast ekki neitt, þegar ég fór fyrst voru þau tíu dollarar. En nú er þetta orðið svona hátt og öll ytri umgjörð þinganna er líka orðin mjög glæsileg. Í Noregi var til dæmis mikil viðhöfn, Sonja drottning kom og ávarpaði þingið og öllu var tjaldað sem til var. Þingið var haldið í hinni frægu Grieg- höll sem er eitt albesta tónlistarhús á Norðurlöndum. En ég sakna þess að starfs- félagar okkar frá Austur-Evrópu sjást ekki lengur á ISME-þingum og sömuleiðis hef- ur fækkað mjög ungu fólki vegna þess hve dýrt er að taka þátt í þessu. Þetta finnst mér mikill skaði og tel að það sé eitt af verkefnum stjórnar ISME að gera ungu fólki sem er að hefja sinn feril kleift að koma á þingin. Ef ég lít í eigin barm veit ég hversu mikils virði það var að geta tekið þátt í þessu starfi sem ungur maður.“ Egill Rúnar segist líka hafa saknað yngstu kynslóðarinnar á þinginu í Bergen, þ.e. barnanna. „Börnin voru miklu minna áberandi en oft áður og til dæmis sló það mig mjög að á lokaathöfninni - sem var glæsileg - kom ekki eitt einasta barn fram. Þetta er algjört einsdæmi. Á öllum þingum sem ég hef tekið þátt í hafa börn verið miklu sýnilegri.“ Góð þátttaka Íslendinga Margt var þó líka mjög ánægjulegt við þingið og Egill Rúnar nefnir þar sérstak- lega góða þátttöku frá Íslandi. „Við vorum fjórtán úr tónlistargeiranum sem tókum þátt núna og það er einstakt því að oft hef- ur einungis einn mætt héðan og algengt á bilinu tveir til fjórir. Ég hef hvatt mjög til þess að menn sæktu þessi þing, en það hef- ur bara tekið þrjátíu ár að vekja áhuga fólks! Ég geri þó ráð fyrir að hlutur Íslands verði meiri hér eftir en hingað til vegna þess að við erum aðilar að Nordisk Musik- pedagogisk Union sem nú eru orðin félagi í ISME. Tónmenntakennarar, sem eru ekki sem slíkir í ISME, eru hins vegar í NMPU og því eiga bæði þeir og tónlistarskóla- kennarar aðild að samtökunum. Þessir eiga því að fá allar upplýsingar um starfsemi ISME.“ Egill Rúnar starfar um þessar mundir sem námsstjóri hjá skólaskrifstofu Hafnar- fjarðar í hálfu starfi og einnig í hálfu starfi sem kórstjóri. Hann segir yfirboðara sína hafa sýnt starfinu mikinn skilning alla tíð og nefnir þar sérstaklega fyrrverandi skóla- stjóra Öldutúnsskóla, Hauk Helgason. „Án hans stuðnings hefði ég aldrei fengið að sprikla eins og ég gerði,“ segir Egill. „Starf tónlistarkennarans getur verið bæði mjög erfitt og vanþakklátt en það er líka mjög skemmtilegt og gefandi. Bæjaryfirvöld hér sýna tónlistarstarfi - eins og öðru æskulýðs- starfi - vaxandi skilning. Hlúð hefur verið að tónlistarskólum og við eigum einn glæsilegasta tónlistarskóla á landinu, mikill áhugi er á að gera veg hans sem mestan og auka við kennslukvóta hans. Einnig eru uppi hugmyndir um að stofna skólalúðra- sveit Hafnarfjarðar og hefur beiðni um það verið vel tekið af bæjaryfirvöldum. Langstærsti vandinn sem við stöndum frammi fyrir er skortur á vel menntuðum kennurum og ég sé ekki hvernig við eigum að klóra okkur út úr þessu. Það hryggir mig að tónmenntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík skuli lögð niður en við skulum vona að úr þessu rætist á farsælan hátt.“ Þingið í Bergen er það tíunda sem Egill Rúnar sækir heim og í lokin er hann spurð- ur hvort ekki standi til að fagna hálfrar ald- ar afmæli ISME á næsta ári með einhverj- um hætti þótt það sé ekki „þingár“. „Rætt er um að gefa út veglegt afmælisrit en hátíðahöld verða ekki að öðru leyti en því að hugsa fallega og hlýlega hvert til annars!“ segir Egill og brosir. „Það verður samfelldur, huglægur fögnuður í tvö ár þar til við hittumst næst á Tenerife árið 2004!“ keg Tónl istarþ ing 9 Sigrún Grendal formaður FT var á þinginu í Bergen ásamt Agli og tólf öðrum Íslendingum. „Þetta eru langstærstu samtök tónlistarkennara sem um getur í heiminum og kjörinn vettvangur fyrir alla sem vilja halda sér ferskum og lifandi í starfi,“ segir Egill Rúnar Friðleifsson um ISME.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.