Skólavarðan - 01.10.2002, Page 10

Skólavarðan - 01.10.2002, Page 10
Nýtt orlofshús Kennarasambandsins var tekið í notkun 8. júní síðastliðinn. Húsið er við Sóleyjargötu 25. Það var byggt árið 1938 fyrir Richard Thors og fjölskyldu hans. Húsið er teiknað af Sigurði Guð- mundssyni arkitekt og er eitt af fáum hús- um í Reykjavík í funkis stíl sem enn er varðveitt. Húsið er tveggja hæða steinhús auk kjallara með fullri lofthæð og er um 185fm að grunnfleti . Húsið stendur á stórri hornlóð við gatnamót Sóleyjargötu og Njarðargötu og er lóðin um 1550 fm. Lóðin er á milli Sóleyjargötu og Fjólugötu og er aðgengi að húsinu frá báðum þessum götum. Bílastæði eru við Fjólugötu en þar er aðalinngangur hússins. Einnig eru bíla- stæði við Njarðargötu. Húsinu var nánast ekkert breytt að utan enda voru kröfur frá byggingaryfirvöldum þær að halda því óbreyttu, en að innan var það allt endur- byggt og útbúnar sex íbúðir frá 34 fermetr- um upp í 63 fermetra. Verulegt verk var að breyta húsinu þar sem halda þurfti upp- runalegu formi. Skipt var um allar lagnir og húsið endurnýjað frá kjallara upp í rjáf- ur. Fullkomið brunavarnarkerfi er í húsinu auk þess sem byggður var nýr inngangur til að uppfylla skyldur um aðgengi fyrir fatl- aða. Íbúðirnar eru mjög vel búnar hús- gögnum og búsáhöldum sem tilheyra venjulegu húshaldi. Stærsta íbúðin er með tveimur svefnherbergjum, þrjár íbúðir eru með einu svefnherbergi og tvær íbúðir eru studíóíbúðir. Í öllum íbúðunum er einnig svefnsófi í stofunni fyrir tvo. Ein íbúð er sérstaklega hönnuð með þarfir fatlaðra í huga. Fjölrása sjónvarp er í öllum íbúðun- um. Sími er í miðrými á fyrstu hæð ásamt nettengdri tölvu til að skoða tölvupóst og netið. Í kjallara hússins er þvottavél og þurrkari. Sængurföt og handklæði eru til staðar fyrir gesti. Húsið hefur verið fullbókað í allt sumar. Hægt er að bóka íbúðirnar með allt að fjögurra mánaða fyrirvara, en leiguna verð- ur að greiða við bókun. Helgarleiga (3 næt- ur) er nú 9-10 þúsund á íbúð, en vikuleiga er 15-16 þúsund. Um hönnun sá Jón Ólafsson innanhúss- arkitekt, Rafn Kristjánsson byggingar- tæknifræðingur sá um lagnir og burð, Jón Otti Sigurðsson sá um rafmagn. Bygging- arstjóri var Þorsteinn Vilhjálmsson. Skoðið heimasíðu Orlofssjóðs http://www.ki.is/orlof/hus/ sol25/sol25.htm Sóley jargata 25 12 Aðkoma að Sóleyjargötu 25 Fjólugötumegin Fallegur garður er umhverfis húsið Stjórn Orlofssjóðs og arkitekt skoða framkvæmdir Nýtt orlofshús í miðbæ Reykjavíkur Eldhúsin eru vel búin borðbúnaði og tækjum Í stofum eru svefnsófar og fjölrása sjónvörp Frá opnun á Sóleyjargötu 25 Stofa í íbúð á efstu hæð Sími er í miðrými á fyrstu hæð ásamt nettengdri tölvu til að skoða tölvupóst og netið

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.