Skólavarðan - 01.10.2002, Page 12

Skólavarðan - 01.10.2002, Page 12
Iðnskól inn fær ir út kv íarnar 14 „Aðdragandinn var einfaldlega þeir rekstrarerfiðleikar sem Margmiðlunarskól- inn lenti í,“ segir Baldur Gíslason, skóla- meistari Iðnskólans í Reykjavík, aðspurður um hvað hafi ráðið þessari tilhögun. „Þegar það lá fyrir að skólinn gæti ekki haldið áfram í sömu mynd fór ég að velta fyrir mér þeim möguleika að hann yrði viðbót við Iðnskólann. Ég setti mig í samband við þá sem ráku Margmiðlunarskólann og við ræddum það, hvort flötur væri á að Iðn- skólinn tæki við rekstri hans. Það var satt að segja lengi í járnum því að fleiri höfðu áhuga á því tækifæri sem þetta bauð.“ Þetta var í upphafi árs 2002. Nokkurn tíma tók að koma málum á hreint, sem var bagalegt þar sem undirbúningur næsta skólaárs var að hefjast og nauðsynlegt að ný deild af þessari stærðargráðu fengi þann undirbúning sem til þyrfti. Á fundi í maí gat Baldur sagt kennurum Iðnskólans að þessi hugmynd væri komin á flot en ekki væri enn ljóst hvað úr yrði. „Það var ekki fyrr en komið var fram í júní að þau svör fengust að Margmiðlunar- skólinn yrði hluti af Iðnskólanum í Reykja- vík. Og þá þurfti að taka til hendinni því að breyta þurfti ýmsu til að geta tekið á móti skólanum og rekið hann af metnaði og krafti.“ Þegar menn innan Iðnskólans fóru að velta vöngum yfir því, hvernig koma mætti þessum nýja hluta skólans þannig fyrir að til sóma væri, fæddist sú hugmynd að ger- bylta skipulaginu; umbylta Vörðuskóla og gera hann að tölvusetri Iðnskólans, þar myndi tölvu- og upplýsingasvið skólans hafa aðsetur og Margmiðlunarskólinn einnig vegna þess skipulags sem hugsað var. „Þetta kostaði gífurlega vinnu: Taka þurfti allt raflagnakerfi skólans í gegn og endurnýja það, eðli málsins samkvæmt. Þessi bygging hefur frá upphafi hýst bók- námsskóla og var byggð með það fyrir aug- um þannig að raflagnir voru á engan hátt brúklegar fyrir tölvuver með nýmóðins tækjakosti.“ Hver er þá hugmyndin um framtíðina; á Margmiðlunarskólinn að vera skóli í skól- anum, með eigið skipulag og starfsfólk á sérsamningum, eða verður hann hluti af Iðnskólanum? „Margmiðlunarskólinn á að vera - og er - hluti af Iðnskólanum í Reykjavík, svo ein- falt er það,“ segir Baldur. „Inntaka nem- enda á þessa braut verður í framtíðinni við það miðuð að þeir hafi lokið námi á til dæmis upplýsinga- og fjölmiðlabraut, í bókiðngreinum, listnámsbraut, tölvubraut eða öðrum sambærilegum brautum. Einnig stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Hugsunin er sú að Margmiðlunarskólinn sé viðbótarnám -og við stefnum að því að námið verði viðurkennt sem fyrsta stig há- skólanáms.“ Haukur Már Haraldsson Það vakti nokkra athygli í vor sem leið þegar sú frétt barst út um menntaheiminn að Margmiðlunar- skólinn yrði hluti af Iðnskólanum í Reykjavík frá og með þessu hausti. Margmiðlunarskólinn hafði lent í erf- iðleikum og ljóst að ekki var grund- völlur fyrir rekstri hans sem sérstaks skóla. Jafnljóst var að þörf var fyrir þá kennslu sem þar fór fram og vitað að fleiri en einn skóli höfðu hug á að bæta henni við sitt námsframboð. Og það varð sem sagt Iðnskólinn sem hreppti hnossið. Iðnskólinn í Reykjavík tók við Margmiðlunarskólanum Starfstengt fjarnám í Iðnskólanum í Reykjavík Iðnskólinn í Reykjavík hóf á haustönn þá nýjung í starfi að bjóða upp á fjarnám í starfstengdum greinum. Boðið er upp á heildstætt nám á upplýsinga- og fjölmiðlabraut, níu áfanga sem allir eru liður í starfsnámi. Nemendur eru um 60, sem er nokkuð meira en vonir stóðu til í upphafi. Þeir eru búsettir víða um land - og utan þess, því að einn nemandinn á heima í Afríkuríkinu Malaví. Einnig eru nokkur dæmi um að nemendur, sem stundað hafa nám á upplýs- inga- og fjölmiðlabraut í kvöldskóla, hafi þarna eygt möguleika á að hraða námi sínu og tekið fjarnámsáfanga meðfram kvöld- náminu. Þess má geta að til að búa kennara brautarinnar undir kennslu í fjarnámi voru haldin fyrir þá tvö námskeið í samvinnu við Fjölbrautaskóla Austurlands, auk þess sem þeim var greitt sérstaklega fyrir að aðlaga námsgögn sín þessari nýju kennsluað- ferð. „Margmiðlunarskólinn á að vera - og er - hluti af Iðnskólanum í Reykjavík, svo einfalt er það,“ segir Baldur Gíslason.

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.