Skólavarðan - 01.10.2002, Page 14

Skólavarðan - 01.10.2002, Page 14
an í ársbyrjun 2001. Á vegum EPTA hef ég tek- ið þátt í að skipuleggja fjölmörg námskeið, tón- leika og síðast en ekki síst fyrstu íslensku píanó- keppnina sem haldin var í Salnum árið 2000 og verður á ný haldin á sama stað í nóvember 2003. Auk þess hef ég tekið að mér önnur verkefni, svo sem ritun texta í efnisskrár ýmissa tónlistarhópa, fyrir SÍ og Listahátíð í Reykjavík. Nú þegar ég hef tekið við starfi Sigríðar Sveinsdóttur á skrifstofu FT vona ég sann- arlega að ég geti verið ykkur innan handar, veitt upplýsingar og greitt götu félagsmanna eftir bestu getu þó að eflaust taki nokkurn tíma að setja sig inn í alla hluti hér og eitt- hvað sé í það að svarað verði af Sigríðar- visku. Starfið leggst einkar vel í mig enda finnst mér fátt skemmtilegra en að vinna innan um skemmtilegt og skapandi fólk sem er nóg af hér í Kennarahúsinu. Réttindabar- áttu tónlistarkennara er síður en svo lokið þó að síðasta verkfall virki órafjarri. Halda verður vel á spöðunum og reynslan hefur sýnt að ekki má sofna á verðinum, bið ég ykkur endilega að hika ekki við að hringja inn með fyrirspurnir um nýja samninginn eða annað sem ykkur liggur á hjarta. Hlakka til að heyra í ykkur. Sesselja Sigurðardóttir Ég lauk kennaraprófi frá KÍ 1970 og íþróttakennaraprófi frá Íþróttakennara- skólanum á Laugarvatni 1971. Ég hóf kennslu við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði 1971 og kenndi þar íþróttir svo til samfellt til ársins 1988. Þá söðlaði ég um og fór í almenna bekkjarkennslu sem ég tími ekki alveg að sleppa og er því enn að, jafnhliða starfi mínu fyrir FG hér í Kennarahúsinu. Skólaárið 1972-1973 var ég bekkjarkennari í Víðistaðaskóla auk íþróttakennslunnar í Öldutúnsskóla. Or- lofsárið mitt 1994-95 var ég áheyrnarnem- andi í tónmenntakennaradeild Tónlistar- skólans í Reykjavík og reyndi fyrir mér sem tónmenntakennari í Öldutúnsskóla ásamt bekkjarkennslu. Ég sat í stjórn Íþróttakennarafélags Íslands á árunum 1976 - 1980 og þar af formaður síðasta árið. Í stjórn Kennara- félags Reykjaness var ég fyrst kosin 1988 og starfaði til ársins 1994. Tók við for- mennsku þar 1996 og starfaði til ársins 2000. Var í stjórn orlofssjóðs Kennarasam- bandsins á árunum 1991-2000. Ég kom inn í stjórn KÍ haustið 2001 sem fyrsti varamaður og var kjörin fulltrúi FG í stjórn KÍ á síðasta þing. Á síðasta aðalfundi gaf ég kost á mér í stjórn Félags grunn- skólakennara og er nú varaformaður þess. Ég var áheyrnarfulltrúi kennara í skóla- nefnd Hafnarfjarðar 1998-2000. Var í hópi kennara í Harfnarfirði sem stofnaði Félag grunnskólakennara í Hafnarfirði (FGH) vorið 2000 og er formaður þess. Félagsstörf hafa alltaf verið hluti af mínu lífi, alveg frá því að ég gerðist félagi í Barnastúkunni Björk í Stykkishólmi á mín- um barnaskólaárum. Og nú sit ég hér í þessu fallega húsi og líkar vel, hlusta á ykkur ágætu félagar, tek við ábendingum, reyni að setja mig inn í málin og síðast en ekki síst safna í sarpinn fyrir næstu kjarasamninga með dyggri að- stoð ykkar. Vinnum saman. Kveðja, Sesselja. KÍ 17 Guðrún Þorsteinsdóttir Sigríður Sveinsdóttir Aðalheiður Steingrímsdóttir Berta Björgvinsdóttir Ingunn ÞorleifsdóttirAnna Dóra Þorgeirsdóttir Hanna Dóra Þórisdóttir Skólastjórafélag Íslands heldur námstefnu sína að þessu sinni á Hótel KEA, Ak- ureyri, þann 8. og 9. nóvember n.k. Á námstefnunni verða teknir fyrir þrír efnisþættir; Peter Earley frá University of London fjallar um faglega forystu og skólaþróun, gerð verður grein fyrir nið- urstöðu rannsóknar á yfirfærslu grunnskólans til sveitarfélaga og að lokum verður fjallað um málefni Námsgagnastofnunar. Að námstefnunni lokinni held- ur SÍ síðan ársfund sinn, en hann ber að halda þau ár sem aðalfundur er ekki haldinn. Nánari upplýsingar ásamt dagskrá og þátttökublaði verða send til félagsmanna um næstu mánaðamót. Námstefna Skólastjórafélags Íslands. Frétt

x

Skólavarðan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.