Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 15

Skólavarðan - 01.10.2002, Qupperneq 15
Þessi orð eru tekin upp úr aðalnámskrá grunnskóla, sem samþykkt var árið 1999, og lýsa í hnotskurn þeirri breytingu sem orðið hefur í smíðakennslu í grunnskólum landsins. Kennari við gamla skólann sinn Í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði ræður Sveinn Alfreðsson eða Svenni, eins og krakkarnir kalla hann, ríkjum í smíðastof- unni. Svenni gekk sjálfur í Öldutúnsskóla og þegar hann útskrifaðist úr Kennarahá- skólanum árið 1985 beið hans, í orðsins fyllstu merkingu, kennsla við skólann. „Ég er Hafnfirðingur í húð og hár, hér er ég fæddur og uppalinn og hér gekk ég í skóla, meira að segja í þennan skóla. Ég bý í nágrenninu og börnin mín þrjú eru hér í skóla. Eftir að hafa unnið við ýmis störf sem tengjast börnum ákvað ég að fara í Kennaraháskólann, það var árið 1982. Mamma var hjúkrunarkona í Öldutúns- skóla og þegar ég var að útskrifast var Jó- hannes, sem þá var smíðakennari hérna, búinn að nefna við hana að ég kæmi til starfa við skólann. Þannig að þegar ég út- skrifaðist beið mín staða við skólann og fyrr en varði var ég farinn að kenna allt að 50 tíma á viku í smíðum. Ég lagði mikla áherslu á að vera vel undirbúinn í kennslu og eyddi því flestum kvöldum og helgum í skólanum. Það má segja að ég hafi verið hálfgerður öryggisvörður því að einu sinni þegar ég var við vinnu gómaði ég innbrots- þjóf. „ Svenni hefur náð góðu sambandi við krakkana í skólanum og segir þau frjó og skemmtileg í hugsun og upp til hópa mjög áhugasöm um það starf sem fram fer í smíðastofunni. Verkefnin eru óþrjótandi og má segja að nýsköpun í smíðakennsl- unni sé mikil. Svenni lætur nemendur sína útbúa hluti sem reyna á marga þætti, þau teikna, hanna, smíða og láta hlutina síðan virka. „Það varð mikil breyting á allri smíða- kennslu með nýju aðalnámskránni og hún snerist meira upp í hönnun og tækni. Þá kom tæknivinna inn og kennslan tengist vel atvinnulífinu. Ég held samt gamla hand- verkinu enn inni enda rúmast það vel innan námskrárinnar. Það sem skiptir miklu máli núna er að smíðin er tekin inn strax í sex ára bekk en er síðan val í níunda og tíunda bekk. Ég er í heild mjög ánægður með námskrána og þá nýsköpun sem hún býður upp á. Það sem er líka skemmtilegt við smíðina er að maður er alltaf með hugann við verkefni sem gaman væri að leggja fyrir krakkana. Hugmyndirnar koma alls staðar að, hvort sem maður er í vinnunni, heima eða á ferðalagi. Svo koma þær líka frá krökkunum sjálfum og tengjast oftar en ekki úrlausnum á vandamálum hjá þeim í daglega lífinu, sérstaklega þeim sem eru að smíða og hanna fyrir Nýsköpunarkeppni grunnskólanna.“ Nælonsokkabátur Svenni gengur með okkur um vel útbúna smíðastofuna og sýnir okkur nokkur verk- efni sem nemendur hans eru að vinna að. Þar má meðal annars sjá flugvélar með hreyfla sem snúast af sólarorkunni einni saman ásamt vindmyllum og blómum með sólarorkunema. Hann sýnir okkur jóla- sveina sem hreyfast og er notuð sprauta til að knýja þá. Hlutir eru endurnýttir í smíðakennslunni, þar má sjá bíla með dósa- dekk og eitt verkefnið er bátur úr nælon- sokkabuxum. Svenni segist hafa beðið sam- starfskonur sínar í skólanum að leggja til gamlar nælonsokkabuxur og þær hafi brugðist vel við þeirri bón. Hann sýnir okkur bíla með mótor þar sem teygja flytur aflið út í hjólin. Krakk- arnir teikna bílinn, síðan er smíðað mót, heitt plast sett yfir og þannig fenginn léttur bíll sem hægt er að drífa áfram með litlum mótor. Hann sýnir okkur þjófavörn sem krakkarnir hanna og búa til og segir að þau noti hana meðal annars í skúffur þar sem þau geyma eitthvað sem þau vilja hafa leynilegt. Viðta l 18 „Verkefni, sem byggjast á hönnun og tækni, ættu að vera nemendum ögrun til átaka. Lausnir á vandamálum, er tengjast daglegu lífi manna, ættu jafnframt að veita nemendum ánægju, sjálfstraust og hvetja til frek- ari átaka í eigin lífi. Vinna af þessu tagi hjálpar einstaklingnum að læra að meta heiminn í kringum sig og gildin í umhverfinu. Hönnunarvinna og smíði hluta hjálpa einstaklingum að skynja og meta fallega hönnun, handverk, hagnýtingu tækni og að skilja þarfir atvinnulífsins.“ „Hugur, hjarta og hönd er meginstefið í smíðakennslunni,“ - segir Sveinn Alfreðsson smíðakennari i Öldutúnsskóla í Hafnarfirði Það varð mikil breyting á allri smíðakennslu með nýju aðalnámskránni og hún snerist meira upp í hönnun og tækni. Þá kom tæknivinna inn og kennslan tengist vel atvinnulífinu. Ég held samt gamla handverkinu enn inni enda rúmast það vel innan námskrárinnar. Það sem skiptir miklu máli núna er að smíðin er tekin inn strax í sex ára bekk en er síð- an val í níunda og tíunda bekk. Ég er í heild mjög ánægður með námskrána og þá nýsköpun sem hún býður upp á. Þessir bátar eru gerðir úr nælonsokkum og krossvið. Sniðin er plata sem myndar þilfar bátsins og aðrar sem mynda kjöl og bóglínu bátsins, þá er sokkurinn strekktur yfir og málað yfir með lími sem strekkir og stífar sokkinn. Að því búnu eru brúnir þilfarsins raspaðar og sokk- urinn fer ofan af, því næst er báturinn málaður og þá er hann fullsmíðaður.

x

Skólavarðan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.